Strákar með í Elite-keppninni í ár Ása Ottesen skrifar 9. september 2013 09:45 Margrét Björnsdóttir hjá Elite á Íslandi segir að mikil eftirspurn sé eftir karlfyrirsætum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Við hjá Elite finnum fyrir miklum áhuga hjá strákum sem vilja taka þátt og margir foreldrar hafa haft samband við okkur, þar sem þeir vilja vita um hvað keppnin snýst,“ segir Margrét Björnsdóttir hjá fyrirsætumboðsskrifstofunni Elite á Íslandi. Elite Model Look, leitin að næstu ofurfyrirsætu, verður haldin þann 26. september næstkomandi. Keppnin er stærsta fyrirsætukeppni í heimi og býðst nú íslenskum strákum tækifæri til þátttöku. Spurð út í af hverju strákar fái fyrst núna tækifæri til þess að taka þátt segir Margrét að það sé fyrst og fremst markaðurinn sem hafi þarna áhrif. Eftirspurn eftir karlkyns fyrirsætum er miklu minni en eftir stúlkum. Tækifærin eru þó víða og á Indlandi er mikil eftirspurn eftir karlfyrirsætum. Fyrirsætan Adam Karl Helgason segist hafa dottið í lukkupottinn þegar hann fékk boð um að starfa á Indlandi. „Þetta er ótrúlega spennandi þar sem ég hef aldrei gert svona áður. Mér finnst ég vera rosalega heppin og ég mæli með að strákar láti á þetta reyna, það er um að gera að prófa eitthvað nýtt. Ég fór í eina prufu og daginn eftir var ég á leiðinni til Indlands,“ segir Adam Karl, sem hóf störf sem fyrirsæta í byrjun sumars. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Við hjá Elite finnum fyrir miklum áhuga hjá strákum sem vilja taka þátt og margir foreldrar hafa haft samband við okkur, þar sem þeir vilja vita um hvað keppnin snýst,“ segir Margrét Björnsdóttir hjá fyrirsætumboðsskrifstofunni Elite á Íslandi. Elite Model Look, leitin að næstu ofurfyrirsætu, verður haldin þann 26. september næstkomandi. Keppnin er stærsta fyrirsætukeppni í heimi og býðst nú íslenskum strákum tækifæri til þátttöku. Spurð út í af hverju strákar fái fyrst núna tækifæri til þess að taka þátt segir Margrét að það sé fyrst og fremst markaðurinn sem hafi þarna áhrif. Eftirspurn eftir karlkyns fyrirsætum er miklu minni en eftir stúlkum. Tækifærin eru þó víða og á Indlandi er mikil eftirspurn eftir karlfyrirsætum. Fyrirsætan Adam Karl Helgason segist hafa dottið í lukkupottinn þegar hann fékk boð um að starfa á Indlandi. „Þetta er ótrúlega spennandi þar sem ég hef aldrei gert svona áður. Mér finnst ég vera rosalega heppin og ég mæli með að strákar láti á þetta reyna, það er um að gera að prófa eitthvað nýtt. Ég fór í eina prufu og daginn eftir var ég á leiðinni til Indlands,“ segir Adam Karl, sem hóf störf sem fyrirsæta í byrjun sumars.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira