Einkunnagjöf íslensku strákanna í leiknum á móti Sviss í Bern í gærkvöldi Henry Birgir Gunnarsson í Bern skrifar 7. september 2013 08:45 Hér fagna íslensku strákarnir jöfnunarmarkinu í gær. Mynd / Valli Íslenska landsliðið í knattspyrnu náði ótrúlegu jafntefli í Bern í gær eftir að hafa lent 1-4 undir í leiknum. Strákarnir sýndu mikinn karakter og skoruðu þrjú mörk á síðustu 34 mínútum leiksins. Jóhann Berg Guðmundsson var besti maður í íslenska liðsins en ekki sá eini til að fá 9 í einkunn. Hér fyrir neðan má sjá mat Fréttablaðsins á frammistöðu strákanna í leiknum. Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Fékk á sig fjögur mörk og hefði líklega átt að gera betur í þriðja markinu. Bauð ekki upp á neitt aukalega og hefur átt betri leiki.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 3 Átti erfitt uppdráttar og gaf Sviss fjórða markið sitt með ótrúlegum klaufaskap. Gerði lítið í sókninni.Kári Árnason, miðvörður 6 Barðist eins og grenjandi ljón og kom oft til bjargar en tefldi stundum á tæpasta vað.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Varðist oft vel og skynsamlega og gaf aldrei tommu eftir í erfiðri baráttu við spræka sóknarmenn Sviss.Ari Freyr Skúlason, Vinstri bakvörður 3 Var mjög slakur. Missti menn framhjá sér og lenti illa í því er Sviss jafnaði leikinn. Barðist en átti lítið erindi í þessa baráttu.Jóhann Berg Guðmundsson, Hægri kantur 9 Skoraði eina flottustu þrennu lengi og þaggaði niður í mörgum gagnrýnisröddum. Þær áttu þó algjörlega rétt á sér. Virðist vera í mikilli framför, sem eru gleðitíðindi.Aron Einar Gunnarsson, Miðjumaður 5 Ekki besti leikur fyrirliðans. Missti menn á bak við sig og var í vandræðum með að fóta sig á löngum köflum.Helgi Valur Daníelsson, Miðjumaður 2 Átti ákaflega daprar 45 mínútur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Gerði afar fátt jákvætt og var stór leki á miðjunni. Hann hreinlega hlýtur að hafa spilað sig úr landsliðinu í þessum leik.Birkir Bjarnason, Vinstri kantur 8 Var magnaður frá upphafi til enda. Leiddi með góðu fordæmi allan leikinn, lamdi á heimamönnum, labbaði yfir þá og spilaði vel. Stórkostlegur leikmaður og til fyrirmyndar að öllu leyti.Gylfi Þór Sigurðsson, framl. miðjumaður 9 Brjáluð vinnsla og gæði í öllum hans leik. Tvær stórkostlegar stoðsendingar, var alltaf að pressa og búa eitthvað til.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Vann nánast hvert einasta skallaeinvígi í leiknum og skoraði frábært mark. Lét varnarmenn Sviss aldrei í friði og var ógnandi út allan leikinn. Mikil vinnsla, dugnaður, kraftur og gæði.Eiður Smári Guðjohnsen 7 (kom inn fyrir Helga Val á 46. mín) Átti enn og aftur flotta innkomu. Barðist vel og kom með mikið líf. Hefði mátt byrja leikinn og hlýtur að gera það á þriðjudag. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu náði ótrúlegu jafntefli í Bern í gær eftir að hafa lent 1-4 undir í leiknum. Strákarnir sýndu mikinn karakter og skoruðu þrjú mörk á síðustu 34 mínútum leiksins. Jóhann Berg Guðmundsson var besti maður í íslenska liðsins en ekki sá eini til að fá 9 í einkunn. Hér fyrir neðan má sjá mat Fréttablaðsins á frammistöðu strákanna í leiknum. Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Fékk á sig fjögur mörk og hefði líklega átt að gera betur í þriðja markinu. Bauð ekki upp á neitt aukalega og hefur átt betri leiki.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 3 Átti erfitt uppdráttar og gaf Sviss fjórða markið sitt með ótrúlegum klaufaskap. Gerði lítið í sókninni.Kári Árnason, miðvörður 6 Barðist eins og grenjandi ljón og kom oft til bjargar en tefldi stundum á tæpasta vað.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Varðist oft vel og skynsamlega og gaf aldrei tommu eftir í erfiðri baráttu við spræka sóknarmenn Sviss.Ari Freyr Skúlason, Vinstri bakvörður 3 Var mjög slakur. Missti menn framhjá sér og lenti illa í því er Sviss jafnaði leikinn. Barðist en átti lítið erindi í þessa baráttu.Jóhann Berg Guðmundsson, Hægri kantur 9 Skoraði eina flottustu þrennu lengi og þaggaði niður í mörgum gagnrýnisröddum. Þær áttu þó algjörlega rétt á sér. Virðist vera í mikilli framför, sem eru gleðitíðindi.Aron Einar Gunnarsson, Miðjumaður 5 Ekki besti leikur fyrirliðans. Missti menn á bak við sig og var í vandræðum með að fóta sig á löngum köflum.Helgi Valur Daníelsson, Miðjumaður 2 Átti ákaflega daprar 45 mínútur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Gerði afar fátt jákvætt og var stór leki á miðjunni. Hann hreinlega hlýtur að hafa spilað sig úr landsliðinu í þessum leik.Birkir Bjarnason, Vinstri kantur 8 Var magnaður frá upphafi til enda. Leiddi með góðu fordæmi allan leikinn, lamdi á heimamönnum, labbaði yfir þá og spilaði vel. Stórkostlegur leikmaður og til fyrirmyndar að öllu leyti.Gylfi Þór Sigurðsson, framl. miðjumaður 9 Brjáluð vinnsla og gæði í öllum hans leik. Tvær stórkostlegar stoðsendingar, var alltaf að pressa og búa eitthvað til.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Vann nánast hvert einasta skallaeinvígi í leiknum og skoraði frábært mark. Lét varnarmenn Sviss aldrei í friði og var ógnandi út allan leikinn. Mikil vinnsla, dugnaður, kraftur og gæði.Eiður Smári Guðjohnsen 7 (kom inn fyrir Helga Val á 46. mín) Átti enn og aftur flotta innkomu. Barðist vel og kom með mikið líf. Hefði mátt byrja leikinn og hlýtur að gera það á þriðjudag.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira