Velti fyrir sér að hætta í frjálsum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2013 00:01 Helga Margrét Þorsteinsdóttir Mynd/Daníel Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur verið ein bjartasta von Íslands í frjálsum íþróttum undanfarin ár. Íslandsmet hennar í sjöþraut frá árinu 2009, 5.878 stig, stendur enn óhaggað en undanfarin ár hafa reynst henni erfið. Meiðsli settu strik í reikninginn og gerðu henni erfitt fyrir árið 2012. Ólympíulágmarkið náðist ekki og um jólin var hún greind með brjósklos í baki. „Á tímabili var ég hætt. Ég var algjörlega búin á því,“ segir sjöþrautarkempan úr Hrútafirði. „Ég var komin með algjörlega upp í kok af frjálsum og keppnismiðaðri þjálfun bæði líkamlega og andlega. Eina leiðin fyrir mig var að taka mér hlé.“ Helga Margrét segist þó fljótlega hafa áttað sig á því að hún yrði ekki hamingjusamari ef hún skildi við frjálsíþróttirnar. Hún tók sér þó gott hlé til að ná sér af meiðslunum og dvaldi meðal annars í London í sumar og naut lífsins. „Kærastinn minn var að vinna úti svo ég nýtti tækifærið og var hjá honum í júní og ágúst að leika mér,“ segir Helga Margrét. Hún segist ekki finna fyrir neinum meiðslum í dag þökk sé meðferð hjá sjúkraþjálfaranum Pétri Einari Jónssyni. Smátt og smátt hafi verkurinn aftan í lærinu horfið og sömuleiðis tak sem hún hafði fundið fyrir í tvö til þrjú ár. Hún veit þó að hún verður að passa sig og hlusta vel á líkamann. „Ég hef rekið mig svo oft á það að líkaminn ræður förinni. Ég ætla ekki það geyst af stað að ég meiðist strax og fari aftur á byrjunarreit. Ég nenni því ekki.“Mynd/DaníelTók á því í réttunumHelga Margrét segist hafa haft það afar gott á árinu. Dvölin í London hafi gert henni gott og mjög gaman að eiga eitt sumar þar sem frjálsar íþróttir hafi ekki skipt öllu máli. „Það hefur ekki gerst frá því ég man eftir mér.“ Hún hafi þó iðað í skinninu af að koma heim og hefja æfingar á nýjan leik. Hún kom til landsins á miðvikudag fyrir viku og stökk beint upp í rútu til að taka þátt í réttum í sveitinni. Litlu hafi munað að hún missti af herlegheitunum sem fóru fram á fimmtudeginum en ekki um helgina eins og ráðgert var. Slæm veðurspá varð til þess að réttunum var flýtt. „Það var fámennara en vanalega fyrir vikið en maður fékk þá heldur betur að svitna við það að draga,“ segir Helga Margrét og hlær. Hún hefur alltaf verið stolt af uppruna sínum úr sveitinni fyrir norðan líkt og systir hennar, körfuknattleikskonan Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir. Nánari systur eru vandfundnar og hafa þær meðal annars búið saman á höfuðborgarsvæðinu. Nú er Guðrún Gróa flutt í Stykkishólm en Helga Margrét hefur þó litlar áhyggjur af aðskilnaðinum. „Ég ætla að vera dugleg að fara í Hólminn, æfa þar og læra. Svo mætumst við eitthvað á miðri leið.Sjálf nemur Helga Margrét næringarfræði við Háskóla Íslands sem hún kann vel við. „Námið er mjög áhugavert og nátengt íþróttunum. Íþróttir, sálfræði og næring er það sem maður hefur langmestan áhuga á.“Mynd/DaníelFrábær andi hjá ÁrmanniHelga Margrét æfir ein þessa dagana en bíður spennt eftir því að æfingar hefjist hjá Guðmundi Hólmari Jónssyni og frábærum hópi íþróttafólks hjá Ármanni um miðjan mánuðinn. Þar komi saman einstaklingar úr ýmsum félögum sem æfi ýmsar greinar. „Það hentar mér vel að æfa bæði með hlaupurum, kösturum og stökkvurum,“ segir Helga Margrét. Hjá Ármanni hittir hún fyrir Maríu Rún Gunnlaugsdóttur sem á fimmta besta árangur íslenskra kvenna í sjöþraut. „Ég hef verið í mörgum góðum æfingahópum með flottum einstaklingum en andinn í þessum hópi kom mér á óvart,“ segir Helga Margrét. Þótt þar sé ekki endilega allt sterkasta frjálsíþróttafólk landsins og minni spámenn inn á milli sé stemningin í hópnum frábær. „Ég hlakka mikið til að hitta þau aftur.“Mynd/DaníelVæntingum stillt í hóf Þótt Helga Margrét sé mætt aftur til leiks og stefni ótrauð á keppni passar hún upp á að fara ekki fram úr sér í væntingum. „Ég verð að passa mig á því að ætlast ekki til þess að ég komi aftur til leiks á sama stað og áður,“ segir Íslandsmethafinn. Hlutirnir horfi öðruvísi við henni eftir árshlé og annað ár þar á undan þar sem ekkert hafi gengið. Hugarfarið sé annað og hún farin að meta hlutina upp á nýtt. „Maður þarf að átta sig á því að þetta er ekki allt sjálfgefið og maður getur ekki ætlast til alls af sjálfum sér. Stundum ganga hlutirnir ekki upp og þá verður maður að gera það besta úr aðstæðum hverju sinni.“ Eitt skref verði tekið í einu og ekki á áætlun að sigra heiminn strax. „Markmiðið er að komast aftur í keppnisstand og þá fyrst og fremst á Íslandsgrundvelli.“ Hún reiknar með að keppa á æfingamótum í kringum jólin og mæta svo klár í slaginn þegar keppnistímabilið hefst um mánaðamótin janúar febrúar. „Mesti sigurinn fyrir mig verður að klára fyrsta mótið, sama hvernig það gengur.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættur hjá BBC eftir 26 ára feril: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur verið ein bjartasta von Íslands í frjálsum íþróttum undanfarin ár. Íslandsmet hennar í sjöþraut frá árinu 2009, 5.878 stig, stendur enn óhaggað en undanfarin ár hafa reynst henni erfið. Meiðsli settu strik í reikninginn og gerðu henni erfitt fyrir árið 2012. Ólympíulágmarkið náðist ekki og um jólin var hún greind með brjósklos í baki. „Á tímabili var ég hætt. Ég var algjörlega búin á því,“ segir sjöþrautarkempan úr Hrútafirði. „Ég var komin með algjörlega upp í kok af frjálsum og keppnismiðaðri þjálfun bæði líkamlega og andlega. Eina leiðin fyrir mig var að taka mér hlé.“ Helga Margrét segist þó fljótlega hafa áttað sig á því að hún yrði ekki hamingjusamari ef hún skildi við frjálsíþróttirnar. Hún tók sér þó gott hlé til að ná sér af meiðslunum og dvaldi meðal annars í London í sumar og naut lífsins. „Kærastinn minn var að vinna úti svo ég nýtti tækifærið og var hjá honum í júní og ágúst að leika mér,“ segir Helga Margrét. Hún segist ekki finna fyrir neinum meiðslum í dag þökk sé meðferð hjá sjúkraþjálfaranum Pétri Einari Jónssyni. Smátt og smátt hafi verkurinn aftan í lærinu horfið og sömuleiðis tak sem hún hafði fundið fyrir í tvö til þrjú ár. Hún veit þó að hún verður að passa sig og hlusta vel á líkamann. „Ég hef rekið mig svo oft á það að líkaminn ræður förinni. Ég ætla ekki það geyst af stað að ég meiðist strax og fari aftur á byrjunarreit. Ég nenni því ekki.“Mynd/DaníelTók á því í réttunumHelga Margrét segist hafa haft það afar gott á árinu. Dvölin í London hafi gert henni gott og mjög gaman að eiga eitt sumar þar sem frjálsar íþróttir hafi ekki skipt öllu máli. „Það hefur ekki gerst frá því ég man eftir mér.“ Hún hafi þó iðað í skinninu af að koma heim og hefja æfingar á nýjan leik. Hún kom til landsins á miðvikudag fyrir viku og stökk beint upp í rútu til að taka þátt í réttum í sveitinni. Litlu hafi munað að hún missti af herlegheitunum sem fóru fram á fimmtudeginum en ekki um helgina eins og ráðgert var. Slæm veðurspá varð til þess að réttunum var flýtt. „Það var fámennara en vanalega fyrir vikið en maður fékk þá heldur betur að svitna við það að draga,“ segir Helga Margrét og hlær. Hún hefur alltaf verið stolt af uppruna sínum úr sveitinni fyrir norðan líkt og systir hennar, körfuknattleikskonan Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir. Nánari systur eru vandfundnar og hafa þær meðal annars búið saman á höfuðborgarsvæðinu. Nú er Guðrún Gróa flutt í Stykkishólm en Helga Margrét hefur þó litlar áhyggjur af aðskilnaðinum. „Ég ætla að vera dugleg að fara í Hólminn, æfa þar og læra. Svo mætumst við eitthvað á miðri leið.Sjálf nemur Helga Margrét næringarfræði við Háskóla Íslands sem hún kann vel við. „Námið er mjög áhugavert og nátengt íþróttunum. Íþróttir, sálfræði og næring er það sem maður hefur langmestan áhuga á.“Mynd/DaníelFrábær andi hjá ÁrmanniHelga Margrét æfir ein þessa dagana en bíður spennt eftir því að æfingar hefjist hjá Guðmundi Hólmari Jónssyni og frábærum hópi íþróttafólks hjá Ármanni um miðjan mánuðinn. Þar komi saman einstaklingar úr ýmsum félögum sem æfi ýmsar greinar. „Það hentar mér vel að æfa bæði með hlaupurum, kösturum og stökkvurum,“ segir Helga Margrét. Hjá Ármanni hittir hún fyrir Maríu Rún Gunnlaugsdóttur sem á fimmta besta árangur íslenskra kvenna í sjöþraut. „Ég hef verið í mörgum góðum æfingahópum með flottum einstaklingum en andinn í þessum hópi kom mér á óvart,“ segir Helga Margrét. Þótt þar sé ekki endilega allt sterkasta frjálsíþróttafólk landsins og minni spámenn inn á milli sé stemningin í hópnum frábær. „Ég hlakka mikið til að hitta þau aftur.“Mynd/DaníelVæntingum stillt í hóf Þótt Helga Margrét sé mætt aftur til leiks og stefni ótrauð á keppni passar hún upp á að fara ekki fram úr sér í væntingum. „Ég verð að passa mig á því að ætlast ekki til þess að ég komi aftur til leiks á sama stað og áður,“ segir Íslandsmethafinn. Hlutirnir horfi öðruvísi við henni eftir árshlé og annað ár þar á undan þar sem ekkert hafi gengið. Hugarfarið sé annað og hún farin að meta hlutina upp á nýtt. „Maður þarf að átta sig á því að þetta er ekki allt sjálfgefið og maður getur ekki ætlast til alls af sjálfum sér. Stundum ganga hlutirnir ekki upp og þá verður maður að gera það besta úr aðstæðum hverju sinni.“ Eitt skref verði tekið í einu og ekki á áætlun að sigra heiminn strax. „Markmiðið er að komast aftur í keppnisstand og þá fyrst og fremst á Íslandsgrundvelli.“ Hún reiknar með að keppa á æfingamótum í kringum jólin og mæta svo klár í slaginn þegar keppnistímabilið hefst um mánaðamótin janúar febrúar. „Mesti sigurinn fyrir mig verður að klára fyrsta mótið, sama hvernig það gengur.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættur hjá BBC eftir 26 ára feril: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn