Kenzo setti engar reglur Sara McMahon skrifar 3. september 2013 07:00 Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti var beðin um að gera myndaþátt fyrir Kenzo Paris. „Þetta er myndaþáttur sem verður birtur á heimasíðu Kenzo. Þau halda úti bloggi á heimasíðunni og myndirnar verða birtar þar. Ég sá um að stílisera og Fríða María Harðardóttir sá um hár og förðun,“ segir Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti. Hún hafði umsjón með stíliseringu fyrir myndaþátt sem tekinn var hér á landi fyrir tískuhúsið Kenzo Paris, en merkið gekk í endurnýjun lífdaga eftir að hönnuðirnir Carol Lim og Humberto Leon tóku við sem aðalhönnuðir þess í júlí 2011. Spurð út í verkefnið fyrir Kenzo segist Hulda Halldóra hafa fengið nokkuð frjálsar hendur við vinnuna. „Þetta er ný lína fyrir næsta vetur sem heitir Flying Tigers og í henni er hlébarðamynstur ríkjandi. Ég fékk flíkurnar sendar og átti svo að setja saman átta til tíu „look“. Mér voru engar reglur settar, þannig að þetta var mjög skemmtilegt og skapandi verkefni.“ Hulda Halldóra hefur starfað sem stílisti í rúm fjögur ár og vinnur meðal annars í búningadeild Latabæjar. „Ég hef aðallega unnið við auglýsingar en einnig kvikmyndir og svo ýmis önnur verkefni. Nýverið sá ég um búningana í myndinni Grafir og bein sem kemur út snemma á næsta ári. Stílistastarfið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt; besta starf í heimi,“ segir hún glaðlega. Þegar hún er að lokum spurð út í framtíðaráform sín segist hún vera með ýmislegt á prjónunum. „Framtíðin er enn óráðin, ég ætla þó að byrja á því að fara í frí til Indónesíu um áramótin,“ segir hún að lokum. Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
„Þetta er myndaþáttur sem verður birtur á heimasíðu Kenzo. Þau halda úti bloggi á heimasíðunni og myndirnar verða birtar þar. Ég sá um að stílisera og Fríða María Harðardóttir sá um hár og förðun,“ segir Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti. Hún hafði umsjón með stíliseringu fyrir myndaþátt sem tekinn var hér á landi fyrir tískuhúsið Kenzo Paris, en merkið gekk í endurnýjun lífdaga eftir að hönnuðirnir Carol Lim og Humberto Leon tóku við sem aðalhönnuðir þess í júlí 2011. Spurð út í verkefnið fyrir Kenzo segist Hulda Halldóra hafa fengið nokkuð frjálsar hendur við vinnuna. „Þetta er ný lína fyrir næsta vetur sem heitir Flying Tigers og í henni er hlébarðamynstur ríkjandi. Ég fékk flíkurnar sendar og átti svo að setja saman átta til tíu „look“. Mér voru engar reglur settar, þannig að þetta var mjög skemmtilegt og skapandi verkefni.“ Hulda Halldóra hefur starfað sem stílisti í rúm fjögur ár og vinnur meðal annars í búningadeild Latabæjar. „Ég hef aðallega unnið við auglýsingar en einnig kvikmyndir og svo ýmis önnur verkefni. Nýverið sá ég um búningana í myndinni Grafir og bein sem kemur út snemma á næsta ári. Stílistastarfið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt; besta starf í heimi,“ segir hún glaðlega. Þegar hún er að lokum spurð út í framtíðaráform sín segist hún vera með ýmislegt á prjónunum. „Framtíðin er enn óráðin, ég ætla þó að byrja á því að fara í frí til Indónesíu um áramótin,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira