Ætlaði fyrst að flytja heim til mömmu og byrja nýtt líf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2013 00:01 Guðný Björk Óðinsdóttir á göngu í Svíþjóð á föstudaginn. Mynd/Aðsend „Ég elska fótbolta svo mikið að mig langar alltaf að spila aftur. Stefnan er að standa mig það vel í endurhæfingunni að ég geti spilað aftur. Ef ég stefndi ekki á það væri aðgerðin tilgangslaus,“ segir landsliðskonan Guðný Björk Óðinsdóttir. Miðjumaðurinn sókndjarfi gekkst undir sína fjórðu aðgerð á ferlinum vegna krossbandsslita í hné þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára gömul. Meiðslin gerðu vart við sig á morgunæfingu liðsins eftir 3-0 tap gegn Þýskalandi á Evrópumótinu í Svíþjóð í sumar. „Ég bjóst ekki við því að hafa slitið en fékk þessa tilfinningu. Þetta var ekki vont en ég vissi líka að það væri eitthvað að inni í hnénu. Eins og ég hefði slitið,“ segir Mosfellingurinn uppaldi sem sleit í þriðja skipti á vinstri fæti. Hún segir ástæðu þess að sársaukinn var lítill líklegast vegna þess að sinin sem hún sleit var ekki hennar eigin. „Í fyrstu tvö skiptin sem ég sleit voru notaðar sinar úr aftanlærisvöðvunum í aðgerðina. Það er hins vegar bara hægt einu sinni,“ segir Guðný Björk sem segir aðgerðina, sem fram fór á miðvikudaginn, hafa gengið vel. Guðný Björk var á léttri sendingaæfingu í upphitun íslenska liðsins þegar krossbandið slitnaði, sem er óvanalegt enda mun algengara að leikmenn slasi sig við meiri ákefð. Hún segist hafa æft með íslenska liðinu út Evrópumótið, að öllu leyti nema í spili, enda ekki verið fullviss um að krossbandið væri slitið.xxxxLangaði strax í stuðning fjölskyldunnar „Það gerði EM aðeins skemmtilegra. Ég var auðvitað miður mín enda vissi ég að eitthvað hefði gerst inni í hnénu hvort sem það var slit eða tengt því. Ég fann að ég var ekki nógu stöðug.“ Eftir tvær æfingar með liði sínu Kristianstad í Svíþjóð gerði læknir henni ljóst að hún þyrfti að fara í aðgerð. „Það fyrsta sem ég hugsaði var að ég ætlaði bara að flytja heim til mömmu og byrja nýtt líf. Mann langar strax í stuðning frá fjölskyldu fyrst þegar maður fer í gegnum þetta,“ segir Guðný Björk. Sú hugsun hafi þó horfið jafnfljótt og hún kom. „Svo hugsaði ég að ég væri búin að leggja svo mikið á mig í fótboltanum og skólanum og gengið vel þar. Það væri synd að henda því öllu í ruslið og byrja á einhverju nýju heima,“ segir Guðný sem er hálfnuð með meinatæknanám sitt ytra. Henni hefur gengið afar vel í náminu og lýkur því að óbreyttu vorið 2015. hún hafi því ákveðið að drífa sig í aðgerðina og klára skólann sem sé efst á forgangslista hennar núna. Þótt landsliðskonan ætli að spila fótbolta aftur viðurkennir hún að óvíst sé á hvaða stigi það verði. „Maður þarf að hugsa um framtíðina. Ég mæti ekki aftur til leiks og byrja að æfa tíu sinnum í viku eins og áður. Hnén mín þola það einfaldlega ekki,“ segir Guðný Björk. Samningur hennar við Kristianstad rennur út í lok leiktíðar í október en hún hefur ekki áhyggjur af því. Ást hennar á íþróttinni skipti mun meira máli en hvort hún fái samning aftur, enda peningar algjört aukaatriði. Takmörkun á fjölda útlendinga hjá hverju liði í sænsku úrvalsdeildinni geri það líka að verkum að líkur á að hún, sem slitið hefur krossbönd fjórum sinnum, fái samning séu minni fyrir vikið.Guðný Björk ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur.Spilaði með öllum landsliðunum á einu ári „Ég er að byrja mitt fimmta ár hér í Svíþjóð svo ég get sótt um sænskan ríkisborgararétt í janúar,“ segir Guðný Björk. Þá þyrfti hún í það minnsta ekki að hafa áhyggjur af samkeppni við útlendinga. Sænsku liðin reyni eðlilega að styrkja sín lið með erlendum leikmönnum og sú samkeppni er alltaf hörð. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Guðný Björk afrekað mikið á ferli sínum. Hún varð Íslandsmeistari með Valskonum árin 2006 og 2007 og hefur leikið fyrir hönd allra landsliða Íslands, þar af 34 leiki með A-landsliðinu. Draumur hennar að spila fyrir hönd Íslands á stórmóti rættist svo í sumar. „Ég fékk ekkert að spila á EM í Finnlandi 2009 en ég kom inn á gegn Þýskalandi í sumar,“ segir Guðný Björk, sem sleit fyrst krossband í hné sumarið 2004 aðeins 16 ára gömul. Ári síðar var hún valin í U17 ára landsliðið í fyrsta skipti og á innan við ári spilaði hún með U19 ára, U21 árs og A-landsliði Íslands. Ótrúleg endurkoma svo ekki sé meira sagt. „Landsliðið hefur alltaf verið draumurinn og gaf mér alltaf eitthvað til að stefna á,“ segir Guðný Björk, sem lagði hart að sér eftir fyrstu slitin aðeins sextán ára gömul. „Maður hefði getað valið að fara að drekka áfengi og skemmta sér með vinunum. En ég hef ekki enn þá dottið í þann pakka,“ segir vímuefnalausi afreksmaðurinn sem hefur getið sér gott orð fyrir harmonikkuleik sinn. Því miður getur hljóðfærið ekki stytt henni stundir í augnablikinu. Guðný Björk fingurbrotnaði nefnilega þegar hún skellti sér í vatnsrennibrautagarð með fjölskyldu sinni á dögunum. „Núna er ég á hækjum með gifs upp á olnboga. Ég er algjörlega hreyfihömluð núna og hef því ekkert getað tekið upp nikkuna,“ segir Guðný og hlær að óförum sínum. Hún fái þó góða aðstoð og sé aðeins byrjuð að hvíla hækjurnar.Guðný Björk slítur krossband í æfingaleik gegn Stjörnunni vorið 2012.Guðný Björk hefur slitið krossband í vinstra hné þrisvar og því hægra einu sinni. 1. slit í leik með Aftureldingu sumarið 2004. 2. slit á æfingu með Val í apríl 2008. 3. slit í æfingaleik með Kristianstad gegn Stjörnunni í mars 2012. 4. slit á æfingu landsliðsins á EM í Svíþjóð í júlí 2013. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Sjá meira
„Ég elska fótbolta svo mikið að mig langar alltaf að spila aftur. Stefnan er að standa mig það vel í endurhæfingunni að ég geti spilað aftur. Ef ég stefndi ekki á það væri aðgerðin tilgangslaus,“ segir landsliðskonan Guðný Björk Óðinsdóttir. Miðjumaðurinn sókndjarfi gekkst undir sína fjórðu aðgerð á ferlinum vegna krossbandsslita í hné þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára gömul. Meiðslin gerðu vart við sig á morgunæfingu liðsins eftir 3-0 tap gegn Þýskalandi á Evrópumótinu í Svíþjóð í sumar. „Ég bjóst ekki við því að hafa slitið en fékk þessa tilfinningu. Þetta var ekki vont en ég vissi líka að það væri eitthvað að inni í hnénu. Eins og ég hefði slitið,“ segir Mosfellingurinn uppaldi sem sleit í þriðja skipti á vinstri fæti. Hún segir ástæðu þess að sársaukinn var lítill líklegast vegna þess að sinin sem hún sleit var ekki hennar eigin. „Í fyrstu tvö skiptin sem ég sleit voru notaðar sinar úr aftanlærisvöðvunum í aðgerðina. Það er hins vegar bara hægt einu sinni,“ segir Guðný Björk sem segir aðgerðina, sem fram fór á miðvikudaginn, hafa gengið vel. Guðný Björk var á léttri sendingaæfingu í upphitun íslenska liðsins þegar krossbandið slitnaði, sem er óvanalegt enda mun algengara að leikmenn slasi sig við meiri ákefð. Hún segist hafa æft með íslenska liðinu út Evrópumótið, að öllu leyti nema í spili, enda ekki verið fullviss um að krossbandið væri slitið.xxxxLangaði strax í stuðning fjölskyldunnar „Það gerði EM aðeins skemmtilegra. Ég var auðvitað miður mín enda vissi ég að eitthvað hefði gerst inni í hnénu hvort sem það var slit eða tengt því. Ég fann að ég var ekki nógu stöðug.“ Eftir tvær æfingar með liði sínu Kristianstad í Svíþjóð gerði læknir henni ljóst að hún þyrfti að fara í aðgerð. „Það fyrsta sem ég hugsaði var að ég ætlaði bara að flytja heim til mömmu og byrja nýtt líf. Mann langar strax í stuðning frá fjölskyldu fyrst þegar maður fer í gegnum þetta,“ segir Guðný Björk. Sú hugsun hafi þó horfið jafnfljótt og hún kom. „Svo hugsaði ég að ég væri búin að leggja svo mikið á mig í fótboltanum og skólanum og gengið vel þar. Það væri synd að henda því öllu í ruslið og byrja á einhverju nýju heima,“ segir Guðný sem er hálfnuð með meinatæknanám sitt ytra. Henni hefur gengið afar vel í náminu og lýkur því að óbreyttu vorið 2015. hún hafi því ákveðið að drífa sig í aðgerðina og klára skólann sem sé efst á forgangslista hennar núna. Þótt landsliðskonan ætli að spila fótbolta aftur viðurkennir hún að óvíst sé á hvaða stigi það verði. „Maður þarf að hugsa um framtíðina. Ég mæti ekki aftur til leiks og byrja að æfa tíu sinnum í viku eins og áður. Hnén mín þola það einfaldlega ekki,“ segir Guðný Björk. Samningur hennar við Kristianstad rennur út í lok leiktíðar í október en hún hefur ekki áhyggjur af því. Ást hennar á íþróttinni skipti mun meira máli en hvort hún fái samning aftur, enda peningar algjört aukaatriði. Takmörkun á fjölda útlendinga hjá hverju liði í sænsku úrvalsdeildinni geri það líka að verkum að líkur á að hún, sem slitið hefur krossbönd fjórum sinnum, fái samning séu minni fyrir vikið.Guðný Björk ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur.Spilaði með öllum landsliðunum á einu ári „Ég er að byrja mitt fimmta ár hér í Svíþjóð svo ég get sótt um sænskan ríkisborgararétt í janúar,“ segir Guðný Björk. Þá þyrfti hún í það minnsta ekki að hafa áhyggjur af samkeppni við útlendinga. Sænsku liðin reyni eðlilega að styrkja sín lið með erlendum leikmönnum og sú samkeppni er alltaf hörð. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Guðný Björk afrekað mikið á ferli sínum. Hún varð Íslandsmeistari með Valskonum árin 2006 og 2007 og hefur leikið fyrir hönd allra landsliða Íslands, þar af 34 leiki með A-landsliðinu. Draumur hennar að spila fyrir hönd Íslands á stórmóti rættist svo í sumar. „Ég fékk ekkert að spila á EM í Finnlandi 2009 en ég kom inn á gegn Þýskalandi í sumar,“ segir Guðný Björk, sem sleit fyrst krossband í hné sumarið 2004 aðeins 16 ára gömul. Ári síðar var hún valin í U17 ára landsliðið í fyrsta skipti og á innan við ári spilaði hún með U19 ára, U21 árs og A-landsliði Íslands. Ótrúleg endurkoma svo ekki sé meira sagt. „Landsliðið hefur alltaf verið draumurinn og gaf mér alltaf eitthvað til að stefna á,“ segir Guðný Björk, sem lagði hart að sér eftir fyrstu slitin aðeins sextán ára gömul. „Maður hefði getað valið að fara að drekka áfengi og skemmta sér með vinunum. En ég hef ekki enn þá dottið í þann pakka,“ segir vímuefnalausi afreksmaðurinn sem hefur getið sér gott orð fyrir harmonikkuleik sinn. Því miður getur hljóðfærið ekki stytt henni stundir í augnablikinu. Guðný Björk fingurbrotnaði nefnilega þegar hún skellti sér í vatnsrennibrautagarð með fjölskyldu sinni á dögunum. „Núna er ég á hækjum með gifs upp á olnboga. Ég er algjörlega hreyfihömluð núna og hef því ekkert getað tekið upp nikkuna,“ segir Guðný og hlær að óförum sínum. Hún fái þó góða aðstoð og sé aðeins byrjuð að hvíla hækjurnar.Guðný Björk slítur krossband í æfingaleik gegn Stjörnunni vorið 2012.Guðný Björk hefur slitið krossband í vinstra hné þrisvar og því hægra einu sinni. 1. slit í leik með Aftureldingu sumarið 2004. 2. slit á æfingu með Val í apríl 2008. 3. slit í æfingaleik með Kristianstad gegn Stjörnunni í mars 2012. 4. slit á æfingu landsliðsins á EM í Svíþjóð í júlí 2013.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Sjá meira