Forréttindi að spila þennan leik Stefán Árni Pálsson skrifar 24. ágúst 2013 11:45 Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, og Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA leiða lið sín út á Laugardalsvöllinn síðar í dag. Þær setja báðar stefnuna á að klófesta þennan eftirsótta titil. fréttablaðið/vilhelm Stærsti leikur ársins í kvenna knattspyrnunni er fram undan og er allt lagt í sölurnar. Þór/KA mætir Breiðabliki í úrslitaleiknum um Borgunarbikarinn í dag klukkan fjögur á Laugardalsvelli. Breiðablik hefur fimmtán sinnum komist í úrslitaleikinn sjálfan en þetta er í fyrsta sinn sem Akureyrarliðið fer í úrslit. Breiðablik vann síðast til titils í kvennaflokki árið 2005 þegar liðið bar sigur úr býtum gegn KR í bikarúrslitum, 4-1. „Leikurinn leggst bara vel okkur, þetta er spennandi tækifæri fyrir stelpurnar og sýnir um leið hversu mikill uppgangur er í kvennaknattspyrnunni fyrir norðan,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, í samtali við Fréttablaðið. „Við komumst í undanúrslit í þessari keppni í fyrra og duttum úr leik á mjög svekkjandi hátt eftir framlengdan leik gegn Stjörnunni. Núna er liðið komið enn lengra og við ætlum okkur alla leið í ár.“ Jóhann vill ekki breyta of mikið út af vananum fyrir þennan leik en viðurkennir þó að vikan hafi verið örlítið öðruvísi en aðrar. „Við vildum kannski vera meira saman sem lið í vikunni og stilla hópinn saman fyrir verkefnið.“ Þjálfarinn er ekkert smeykur við reynsluleysi liðsins af svona úrslitaleikjum. „Svona heilt yfir fara ekkert margir leikmenn oft í þennan leik og því eru flestallir inni á vellinum með sams konar reynslu af svona bikarúrslitaleikjum.“ Jóhann Kristinn vill meina að ef liðið nær fram því framlagi sem hann ætlast til af leikmönnum liðsins eigi það að fara með sigur af hólmi í dag. „Þetta leggst bara mjög vel í okkur en liðið hefur verið að spila mjög vel saman í sumar og sérstaklega í síðustu leikjum,“ segir Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. „Vonandi náum við síðan fram okkar besta leik í sumar núna á laugardaginn. Það eru rosalega margar stelpur í okkar liði sem hafa aldrei spilað á Laugardalsvellinum og þetta er því mjög spennandi fyrir okkur. Það eru algjör forréttindi að fá að spila þennan leik og vonandi náum við að vinna þennan bikar.“ Greta Mjöll er eini leikmaður liðsins sem hefur áður spilað til úrslita með Breiðabliki í bikarnum. „Við erum í raun ekkert með meiri reynslu en Þór/KA af svona leikjum. Það er samt sem áður ákveðin sigurhefð í félaginu sem gæti hjálpað okkur töluvert.“ Stjarnan er svo gott sem búin að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu en liðið er með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar, ellefu stigum á undan næsta liði sem er Breiðablik. Það má því segja að þetta sé síðasta tækifærið fyrir lið að krækja í titil í dag. Liðin eiga því eflaust eftir að berjast til síðasta blóðdropa. „Þetta er auðvitað stórt tækifæri til að ná í titil og það þarf eitthvað mikið að gerast hjá Stjörnunni svo þær glutri frá sér Íslandsmeistaratitlinum. Okkar draumur er að sjálfsögðu að vinna á Laugardalsvellinum því það er kannski okkar eini séns á titli í sumar.“ Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Stærsti leikur ársins í kvenna knattspyrnunni er fram undan og er allt lagt í sölurnar. Þór/KA mætir Breiðabliki í úrslitaleiknum um Borgunarbikarinn í dag klukkan fjögur á Laugardalsvelli. Breiðablik hefur fimmtán sinnum komist í úrslitaleikinn sjálfan en þetta er í fyrsta sinn sem Akureyrarliðið fer í úrslit. Breiðablik vann síðast til titils í kvennaflokki árið 2005 þegar liðið bar sigur úr býtum gegn KR í bikarúrslitum, 4-1. „Leikurinn leggst bara vel okkur, þetta er spennandi tækifæri fyrir stelpurnar og sýnir um leið hversu mikill uppgangur er í kvennaknattspyrnunni fyrir norðan,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, í samtali við Fréttablaðið. „Við komumst í undanúrslit í þessari keppni í fyrra og duttum úr leik á mjög svekkjandi hátt eftir framlengdan leik gegn Stjörnunni. Núna er liðið komið enn lengra og við ætlum okkur alla leið í ár.“ Jóhann vill ekki breyta of mikið út af vananum fyrir þennan leik en viðurkennir þó að vikan hafi verið örlítið öðruvísi en aðrar. „Við vildum kannski vera meira saman sem lið í vikunni og stilla hópinn saman fyrir verkefnið.“ Þjálfarinn er ekkert smeykur við reynsluleysi liðsins af svona úrslitaleikjum. „Svona heilt yfir fara ekkert margir leikmenn oft í þennan leik og því eru flestallir inni á vellinum með sams konar reynslu af svona bikarúrslitaleikjum.“ Jóhann Kristinn vill meina að ef liðið nær fram því framlagi sem hann ætlast til af leikmönnum liðsins eigi það að fara með sigur af hólmi í dag. „Þetta leggst bara mjög vel í okkur en liðið hefur verið að spila mjög vel saman í sumar og sérstaklega í síðustu leikjum,“ segir Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. „Vonandi náum við síðan fram okkar besta leik í sumar núna á laugardaginn. Það eru rosalega margar stelpur í okkar liði sem hafa aldrei spilað á Laugardalsvellinum og þetta er því mjög spennandi fyrir okkur. Það eru algjör forréttindi að fá að spila þennan leik og vonandi náum við að vinna þennan bikar.“ Greta Mjöll er eini leikmaður liðsins sem hefur áður spilað til úrslita með Breiðabliki í bikarnum. „Við erum í raun ekkert með meiri reynslu en Þór/KA af svona leikjum. Það er samt sem áður ákveðin sigurhefð í félaginu sem gæti hjálpað okkur töluvert.“ Stjarnan er svo gott sem búin að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu en liðið er með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar, ellefu stigum á undan næsta liði sem er Breiðablik. Það má því segja að þetta sé síðasta tækifærið fyrir lið að krækja í titil í dag. Liðin eiga því eflaust eftir að berjast til síðasta blóðdropa. „Þetta er auðvitað stórt tækifæri til að ná í titil og það þarf eitthvað mikið að gerast hjá Stjörnunni svo þær glutri frá sér Íslandsmeistaratitlinum. Okkar draumur er að sjálfsögðu að vinna á Laugardalsvellinum því það er kannski okkar eini séns á titli í sumar.“
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn