Forréttindi að spila þennan leik Stefán Árni Pálsson skrifar 24. ágúst 2013 11:45 Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, og Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA leiða lið sín út á Laugardalsvöllinn síðar í dag. Þær setja báðar stefnuna á að klófesta þennan eftirsótta titil. fréttablaðið/vilhelm Stærsti leikur ársins í kvenna knattspyrnunni er fram undan og er allt lagt í sölurnar. Þór/KA mætir Breiðabliki í úrslitaleiknum um Borgunarbikarinn í dag klukkan fjögur á Laugardalsvelli. Breiðablik hefur fimmtán sinnum komist í úrslitaleikinn sjálfan en þetta er í fyrsta sinn sem Akureyrarliðið fer í úrslit. Breiðablik vann síðast til titils í kvennaflokki árið 2005 þegar liðið bar sigur úr býtum gegn KR í bikarúrslitum, 4-1. „Leikurinn leggst bara vel okkur, þetta er spennandi tækifæri fyrir stelpurnar og sýnir um leið hversu mikill uppgangur er í kvennaknattspyrnunni fyrir norðan,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, í samtali við Fréttablaðið. „Við komumst í undanúrslit í þessari keppni í fyrra og duttum úr leik á mjög svekkjandi hátt eftir framlengdan leik gegn Stjörnunni. Núna er liðið komið enn lengra og við ætlum okkur alla leið í ár.“ Jóhann vill ekki breyta of mikið út af vananum fyrir þennan leik en viðurkennir þó að vikan hafi verið örlítið öðruvísi en aðrar. „Við vildum kannski vera meira saman sem lið í vikunni og stilla hópinn saman fyrir verkefnið.“ Þjálfarinn er ekkert smeykur við reynsluleysi liðsins af svona úrslitaleikjum. „Svona heilt yfir fara ekkert margir leikmenn oft í þennan leik og því eru flestallir inni á vellinum með sams konar reynslu af svona bikarúrslitaleikjum.“ Jóhann Kristinn vill meina að ef liðið nær fram því framlagi sem hann ætlast til af leikmönnum liðsins eigi það að fara með sigur af hólmi í dag. „Þetta leggst bara mjög vel í okkur en liðið hefur verið að spila mjög vel saman í sumar og sérstaklega í síðustu leikjum,“ segir Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. „Vonandi náum við síðan fram okkar besta leik í sumar núna á laugardaginn. Það eru rosalega margar stelpur í okkar liði sem hafa aldrei spilað á Laugardalsvellinum og þetta er því mjög spennandi fyrir okkur. Það eru algjör forréttindi að fá að spila þennan leik og vonandi náum við að vinna þennan bikar.“ Greta Mjöll er eini leikmaður liðsins sem hefur áður spilað til úrslita með Breiðabliki í bikarnum. „Við erum í raun ekkert með meiri reynslu en Þór/KA af svona leikjum. Það er samt sem áður ákveðin sigurhefð í félaginu sem gæti hjálpað okkur töluvert.“ Stjarnan er svo gott sem búin að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu en liðið er með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar, ellefu stigum á undan næsta liði sem er Breiðablik. Það má því segja að þetta sé síðasta tækifærið fyrir lið að krækja í titil í dag. Liðin eiga því eflaust eftir að berjast til síðasta blóðdropa. „Þetta er auðvitað stórt tækifæri til að ná í titil og það þarf eitthvað mikið að gerast hjá Stjörnunni svo þær glutri frá sér Íslandsmeistaratitlinum. Okkar draumur er að sjálfsögðu að vinna á Laugardalsvellinum því það er kannski okkar eini séns á titli í sumar.“ Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Stærsti leikur ársins í kvenna knattspyrnunni er fram undan og er allt lagt í sölurnar. Þór/KA mætir Breiðabliki í úrslitaleiknum um Borgunarbikarinn í dag klukkan fjögur á Laugardalsvelli. Breiðablik hefur fimmtán sinnum komist í úrslitaleikinn sjálfan en þetta er í fyrsta sinn sem Akureyrarliðið fer í úrslit. Breiðablik vann síðast til titils í kvennaflokki árið 2005 þegar liðið bar sigur úr býtum gegn KR í bikarúrslitum, 4-1. „Leikurinn leggst bara vel okkur, þetta er spennandi tækifæri fyrir stelpurnar og sýnir um leið hversu mikill uppgangur er í kvennaknattspyrnunni fyrir norðan,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, í samtali við Fréttablaðið. „Við komumst í undanúrslit í þessari keppni í fyrra og duttum úr leik á mjög svekkjandi hátt eftir framlengdan leik gegn Stjörnunni. Núna er liðið komið enn lengra og við ætlum okkur alla leið í ár.“ Jóhann vill ekki breyta of mikið út af vananum fyrir þennan leik en viðurkennir þó að vikan hafi verið örlítið öðruvísi en aðrar. „Við vildum kannski vera meira saman sem lið í vikunni og stilla hópinn saman fyrir verkefnið.“ Þjálfarinn er ekkert smeykur við reynsluleysi liðsins af svona úrslitaleikjum. „Svona heilt yfir fara ekkert margir leikmenn oft í þennan leik og því eru flestallir inni á vellinum með sams konar reynslu af svona bikarúrslitaleikjum.“ Jóhann Kristinn vill meina að ef liðið nær fram því framlagi sem hann ætlast til af leikmönnum liðsins eigi það að fara með sigur af hólmi í dag. „Þetta leggst bara mjög vel í okkur en liðið hefur verið að spila mjög vel saman í sumar og sérstaklega í síðustu leikjum,“ segir Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. „Vonandi náum við síðan fram okkar besta leik í sumar núna á laugardaginn. Það eru rosalega margar stelpur í okkar liði sem hafa aldrei spilað á Laugardalsvellinum og þetta er því mjög spennandi fyrir okkur. Það eru algjör forréttindi að fá að spila þennan leik og vonandi náum við að vinna þennan bikar.“ Greta Mjöll er eini leikmaður liðsins sem hefur áður spilað til úrslita með Breiðabliki í bikarnum. „Við erum í raun ekkert með meiri reynslu en Þór/KA af svona leikjum. Það er samt sem áður ákveðin sigurhefð í félaginu sem gæti hjálpað okkur töluvert.“ Stjarnan er svo gott sem búin að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu en liðið er með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar, ellefu stigum á undan næsta liði sem er Breiðablik. Það má því segja að þetta sé síðasta tækifærið fyrir lið að krækja í titil í dag. Liðin eiga því eflaust eftir að berjast til síðasta blóðdropa. „Þetta er auðvitað stórt tækifæri til að ná í titil og það þarf eitthvað mikið að gerast hjá Stjörnunni svo þær glutri frá sér Íslandsmeistaratitlinum. Okkar draumur er að sjálfsögðu að vinna á Laugardalsvellinum því það er kannski okkar eini séns á titli í sumar.“
Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira