Við teljum okkur vita allt um FH Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2013 00:01 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sést hér hlusta á spurningu á blaðamannafundi í gær. Mynd/Arnþór FH fær belgíska félagið Genk í heimsókn í dag í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18.00 í Kaplakrika. FH er komið ótrúlega nálægt því að lengja tímabilið sitt um tíu vikur en til þess þarf liðið að slá út mjög sterkt belgískt lið. FH þarf að ná góðum úrslitum fyrir seinni leikinn í næstu viku.Lífsnauðsynlegt að halda hreinu „Það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að halda markinu hreinu í heimaleiknum því það er alltaf dýrt að fá á sig mark á heimavelli. Ég myndi sætta mig við 1-0 sigur en 0-0 eru ágætis úrslit,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á blaðamannafundi í gær. Heimir hrósaði sóknarleik Genk og telur að þetta sé sterkara lið en það austurríska sem FH var svo nálægt því að slá út úr Meistaradeildinni á dögunum. „Ég held að þetta lið sé betra en Austria Vín, ekki mikið betra, en liðið er heilsteyptara og með fleiri hættulega einstaklinga innan liðsins. Genk spilaði í Meistaradeildinni fyrir tveimur árum og er einn af stærstu klúbbunum í Belgíu,“ segir Heimir. Mario Been, þjálfari Genk, hrósaði FH-liðinu á blaðamannafundi. „Við teljum okkur vita allt um FH. Við komum hingað tvisvar, fyrst á heimaleik hjá þeim og svo fór ég sjálfur upp á Akranes á sunnudaginn. Það sem ég sá var sönnun á því sem ég vissi fyrir. Þeir eru með sterkt lið og öflugir fram á við og gera skorað mörk. Þeir eru mjög góðir í föstum leikatriðum, hornspyrnum og aukaspyrnum og eru mjög sterkir í vörn. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Been en hann sá FH vinna ÍA 6-2. „Ég sá leiki þeirra á móti Austria Vín á myndbandi og sá þá vera aðeins hársbreidd frá því að komast áfram. Þeir sýndu þar að þeir geta keppt við bestu liðin í Evrópu og það er viðvörun til okkar fyrir leikinn á morgun. Við vitum nóg um þetta lið og þeirra helsti styrkleiki er liðsheildin,“ sagði Been en hann taldi Björn Daníel Sverrisson vera besta leikmann FH.Hrifinn af Birni Daníel „Ég er mjög hrifinn af leikmanni númer 10 (Björn Daníel Sverrisson) og ég er mjög ánægður með að leikmaður númer 15 (Guðmann Þórisson) er í leikbanni. Hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir þetta félag. Leikmaður númer 10 er klassa leikmaður sem er alltaf kominn inn í teig og skorar mikið,“ sagði Been. Heimir tók undir það að Been ætti að vera ánægður með að Guðmann Þórisson er í leikbanni í kvöld. „Guðmann er búinn að vera að spila vel í síðustu leikjum og hefur spilað vel í þessum Evrópuleikjum. Auðvitað er missir að honum en það er stundum þannig í fótbolta að ef menn kunna ekki að hemja skap sitt þá fylgir því svolítið mikið af gulum spjöldum,“ skaut Heimir á miðvörðinn sinn.Hitt snerist meira um peninga Það var gríðarlega mikil umræða um alla þá peninga sem voru í boði í aðdraganda leikjanna við Austria Vín og fyrirliðinn Ólafur Páll Snorrason taldi ástæðu til að nefna það á blaðamannafundi í gær. „Það var mjög erfitt próf hjá okkur í síðasta (Evrópu)leik og kannski var meira undir í þeim leik. Þessir leikir eru meira upp á það sem leikmenn vilja, sem er að komast í riðlakeppni og lengra í Evrópukeppni, en hitt snerist mikið um peninga. Meira reyndar hjá ykkur en okkur nokkurn tímann. Það er ekki hægt að neita því að þetta verður mjög erfitt og verðugt verkefni,“ sagði Ólafur Páll. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
FH fær belgíska félagið Genk í heimsókn í dag í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18.00 í Kaplakrika. FH er komið ótrúlega nálægt því að lengja tímabilið sitt um tíu vikur en til þess þarf liðið að slá út mjög sterkt belgískt lið. FH þarf að ná góðum úrslitum fyrir seinni leikinn í næstu viku.Lífsnauðsynlegt að halda hreinu „Það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að halda markinu hreinu í heimaleiknum því það er alltaf dýrt að fá á sig mark á heimavelli. Ég myndi sætta mig við 1-0 sigur en 0-0 eru ágætis úrslit,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á blaðamannafundi í gær. Heimir hrósaði sóknarleik Genk og telur að þetta sé sterkara lið en það austurríska sem FH var svo nálægt því að slá út úr Meistaradeildinni á dögunum. „Ég held að þetta lið sé betra en Austria Vín, ekki mikið betra, en liðið er heilsteyptara og með fleiri hættulega einstaklinga innan liðsins. Genk spilaði í Meistaradeildinni fyrir tveimur árum og er einn af stærstu klúbbunum í Belgíu,“ segir Heimir. Mario Been, þjálfari Genk, hrósaði FH-liðinu á blaðamannafundi. „Við teljum okkur vita allt um FH. Við komum hingað tvisvar, fyrst á heimaleik hjá þeim og svo fór ég sjálfur upp á Akranes á sunnudaginn. Það sem ég sá var sönnun á því sem ég vissi fyrir. Þeir eru með sterkt lið og öflugir fram á við og gera skorað mörk. Þeir eru mjög góðir í föstum leikatriðum, hornspyrnum og aukaspyrnum og eru mjög sterkir í vörn. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Been en hann sá FH vinna ÍA 6-2. „Ég sá leiki þeirra á móti Austria Vín á myndbandi og sá þá vera aðeins hársbreidd frá því að komast áfram. Þeir sýndu þar að þeir geta keppt við bestu liðin í Evrópu og það er viðvörun til okkar fyrir leikinn á morgun. Við vitum nóg um þetta lið og þeirra helsti styrkleiki er liðsheildin,“ sagði Been en hann taldi Björn Daníel Sverrisson vera besta leikmann FH.Hrifinn af Birni Daníel „Ég er mjög hrifinn af leikmanni númer 10 (Björn Daníel Sverrisson) og ég er mjög ánægður með að leikmaður númer 15 (Guðmann Þórisson) er í leikbanni. Hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir þetta félag. Leikmaður númer 10 er klassa leikmaður sem er alltaf kominn inn í teig og skorar mikið,“ sagði Been. Heimir tók undir það að Been ætti að vera ánægður með að Guðmann Þórisson er í leikbanni í kvöld. „Guðmann er búinn að vera að spila vel í síðustu leikjum og hefur spilað vel í þessum Evrópuleikjum. Auðvitað er missir að honum en það er stundum þannig í fótbolta að ef menn kunna ekki að hemja skap sitt þá fylgir því svolítið mikið af gulum spjöldum,“ skaut Heimir á miðvörðinn sinn.Hitt snerist meira um peninga Það var gríðarlega mikil umræða um alla þá peninga sem voru í boði í aðdraganda leikjanna við Austria Vín og fyrirliðinn Ólafur Páll Snorrason taldi ástæðu til að nefna það á blaðamannafundi í gær. „Það var mjög erfitt próf hjá okkur í síðasta (Evrópu)leik og kannski var meira undir í þeim leik. Þessir leikir eru meira upp á það sem leikmenn vilja, sem er að komast í riðlakeppni og lengra í Evrópukeppni, en hitt snerist mikið um peninga. Meira reyndar hjá ykkur en okkur nokkurn tímann. Það er ekki hægt að neita því að þetta verður mjög erfitt og verðugt verkefni,“ sagði Ólafur Páll.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira