Stóra systir ábyrg fyrir tískuáhuga Sara McMahon skrifar 17. ágúst 2013 10:30 Þóra Valdimarsdóttir starfar sem aðstoðartískuritstjóri hjá Costume í Danmörku. Hún segir starfið mjög skemmtilegt og fjölbreytt. mynd/anja „Þetta er frábært starf. Hér er alltaf eitthvað nýtt að gerast og enginn dagur eins. Fyrir ári síðan var öllu útliti blaðsins breytt og það hefur líka verið ofboðslega skemmtilegt að þróa það áfram,“ segir Þóra Valdimarsdóttir, sem hefur starfað sem aðstoðartískuritstjóri danska tímaritsins Costume undanfarin tvö ár. Þóra er fædd á Íslandi en hefur búið í Danmörku frá fjögurra ára aldri. Hún stundaði nám í tískuviðskiptafræði við University of the Arts London, en Central Saint Martins og London College of Fashion eru meðal annars undir þeim hatti. Þóra flutti aftur frá London til Danmerkur eftir fæðingu sonar síns og hóf þá störf hjá tískutímaritunum Eurowoman og Euroman þar sem hún starfaði um hríð áður en hún flutti sig um set til Costume. „Ég geri meðal annars tískuþætti og annað tískutengt efni fyrir blaðið og skrifa svo stundum minni greinar líka,“ segir Þóra þegar hún er spurð út í starf sitt. Hún eignar eldri systur sinni það að hafa kveikt þennan óþrjótandi tískuáhuga sem hún býr yfir. „Eva, systir mín, er sú sem leiddi mig inn á þessa braut. Við vorum alltaf að róta í fataskápnum hennar mömmu þegar við vorum litlar og klæða okkur upp. Eva bjó líka mikið erlendis og þegar hún kom heim var hún alltaf klædd í nýjustu tísku, þannig ég held að hún beri ábyrgð á þessum áhuga mínum,“ segir hún hlæjandi en systir hennar heldur úti bloggsíðunni Dusty-reykjavik.blogspot.dk. Skandinavísk hönnunarmerki á borð við Acne, i By Malene Birger og Sand hafa verið vinsæl lengi og segir Þóra að gaman sé að fylgjast með og fjalla um velgengni þeirra á alþjóðavísu, en samhliða því að sinna starfi sínu hjá Costume heldur Þóra úti bloggsíðunni Hashtaghabits.com ásamt vinkonu sinni. Síðan er ný af nálinni en hefur öðlast miklar vinsældir á skömmum tíma. „Þetta er tískublogg en við fjöllum aðeins um vörur sem eru fáanlegar þá stundina. Þetta er tímafrek en mjög skemmtileg vinna,“ segir hún. Tíska og hönnun Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Þetta er frábært starf. Hér er alltaf eitthvað nýtt að gerast og enginn dagur eins. Fyrir ári síðan var öllu útliti blaðsins breytt og það hefur líka verið ofboðslega skemmtilegt að þróa það áfram,“ segir Þóra Valdimarsdóttir, sem hefur starfað sem aðstoðartískuritstjóri danska tímaritsins Costume undanfarin tvö ár. Þóra er fædd á Íslandi en hefur búið í Danmörku frá fjögurra ára aldri. Hún stundaði nám í tískuviðskiptafræði við University of the Arts London, en Central Saint Martins og London College of Fashion eru meðal annars undir þeim hatti. Þóra flutti aftur frá London til Danmerkur eftir fæðingu sonar síns og hóf þá störf hjá tískutímaritunum Eurowoman og Euroman þar sem hún starfaði um hríð áður en hún flutti sig um set til Costume. „Ég geri meðal annars tískuþætti og annað tískutengt efni fyrir blaðið og skrifa svo stundum minni greinar líka,“ segir Þóra þegar hún er spurð út í starf sitt. Hún eignar eldri systur sinni það að hafa kveikt þennan óþrjótandi tískuáhuga sem hún býr yfir. „Eva, systir mín, er sú sem leiddi mig inn á þessa braut. Við vorum alltaf að róta í fataskápnum hennar mömmu þegar við vorum litlar og klæða okkur upp. Eva bjó líka mikið erlendis og þegar hún kom heim var hún alltaf klædd í nýjustu tísku, þannig ég held að hún beri ábyrgð á þessum áhuga mínum,“ segir hún hlæjandi en systir hennar heldur úti bloggsíðunni Dusty-reykjavik.blogspot.dk. Skandinavísk hönnunarmerki á borð við Acne, i By Malene Birger og Sand hafa verið vinsæl lengi og segir Þóra að gaman sé að fylgjast með og fjalla um velgengni þeirra á alþjóðavísu, en samhliða því að sinna starfi sínu hjá Costume heldur Þóra úti bloggsíðunni Hashtaghabits.com ásamt vinkonu sinni. Síðan er ný af nálinni en hefur öðlast miklar vinsældir á skömmum tíma. „Þetta er tískublogg en við fjöllum aðeins um vörur sem eru fáanlegar þá stundina. Þetta er tímafrek en mjög skemmtileg vinna,“ segir hún.
Tíska og hönnun Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira