Lars: Þrír sigrar skila pottþétt öðru sætinu í riðlinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2013 06:00 Mynd/Anton Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, tilkynnti í gær hverjir munu tilheyra hópnum sem mætir Færeyingum í æfingaleik á miðvikudagskvöld í Laugardal. Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal er eini nýliðinn í hópnum en Lars valdi einnig Kristin Jónsson úr Breiðabliki í 22 manna hópinn sinn. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er fjarverandi, enda enn að jafna sig á axlarmeiðslum sem hann hlaut í landsleik gegn Slóvenum í júní. Þá ríkir óvissa með þátttöku Birkis Más Sævarssonar þar sem kona hans á von á barni. Leikurinn er sá eini sem landsliðið spilar í undirbúningi sínum fyrir leikina í undankeppni heimsmeistaramótsins 2014 í Brasilíu. Liðið á fjóra leiki eftir, heimaleiki gegn Albaníu og Kýpur og útileiki gegn Sviss og Noregi. „Ef við vinnum þrjá leiki náum við pottþétt öðru sætinu í riðlinum,“ sagði Lagerbäck. Fyrsta sætið í riðlinum gefur sæti í lokakeppninni en annað sætið gefur að öllum líkindum sæti í umspili. „Það er ekki einu sinni víst að við þurfum að vinna þrjá leiki,“ sagði Svíinn. Lagerbäck var bjartsýnn á fundi með blaðamönnum í gær og sagði að möguleikinn á öðru sætinu væri svo sannarlega raunhæfur. „Við viljum koma á óvart og fara til Brasilíu,“ sagði Lagerbäck brosandi. Hannes Þór Halldórsson hefur verið fyrsti kostur í stöðu markvarðar undir stjórn Lagerbäcks, sem hefur þó tekið vel eftir frábærri frammistöðu Gunnleifs Gunnleifssonar með Blikum í sumar. Á sama tíma hefur Hannes verið mistækur. „Hannes ætti ekki að vera of öruggur með sæti sitt,“ sagði Lagerbäck sem fagnar samkeppninni. Hann hrósar einnig Gunnleifi sérstaklega fyrir fagmannlega og jákvæða framkomu þrátt fyrir mikla bekkjarsetu. Lars ræddi sérstaklega Aron Jóhannsson, sem valdi bandaríska landsliðið á dögunum fram yfir það íslenska. „Við vorum í samskiptum við hann nánast allt frá því ég tók við landsliðinu. Mér fannst samskiptin góð og ég hvatti hann til að velja Ísland,“ segir Lagerbäck. Nú hafi Aron hins vegar valið Bandaríkin og lítið sé hægt að gera við því. Landsleikur Íslands og Færeyja fer fram á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöldið klukkan 19.45. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, tilkynnti í gær hverjir munu tilheyra hópnum sem mætir Færeyingum í æfingaleik á miðvikudagskvöld í Laugardal. Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal er eini nýliðinn í hópnum en Lars valdi einnig Kristin Jónsson úr Breiðabliki í 22 manna hópinn sinn. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er fjarverandi, enda enn að jafna sig á axlarmeiðslum sem hann hlaut í landsleik gegn Slóvenum í júní. Þá ríkir óvissa með þátttöku Birkis Más Sævarssonar þar sem kona hans á von á barni. Leikurinn er sá eini sem landsliðið spilar í undirbúningi sínum fyrir leikina í undankeppni heimsmeistaramótsins 2014 í Brasilíu. Liðið á fjóra leiki eftir, heimaleiki gegn Albaníu og Kýpur og útileiki gegn Sviss og Noregi. „Ef við vinnum þrjá leiki náum við pottþétt öðru sætinu í riðlinum,“ sagði Lagerbäck. Fyrsta sætið í riðlinum gefur sæti í lokakeppninni en annað sætið gefur að öllum líkindum sæti í umspili. „Það er ekki einu sinni víst að við þurfum að vinna þrjá leiki,“ sagði Svíinn. Lagerbäck var bjartsýnn á fundi með blaðamönnum í gær og sagði að möguleikinn á öðru sætinu væri svo sannarlega raunhæfur. „Við viljum koma á óvart og fara til Brasilíu,“ sagði Lagerbäck brosandi. Hannes Þór Halldórsson hefur verið fyrsti kostur í stöðu markvarðar undir stjórn Lagerbäcks, sem hefur þó tekið vel eftir frábærri frammistöðu Gunnleifs Gunnleifssonar með Blikum í sumar. Á sama tíma hefur Hannes verið mistækur. „Hannes ætti ekki að vera of öruggur með sæti sitt,“ sagði Lagerbäck sem fagnar samkeppninni. Hann hrósar einnig Gunnleifi sérstaklega fyrir fagmannlega og jákvæða framkomu þrátt fyrir mikla bekkjarsetu. Lars ræddi sérstaklega Aron Jóhannsson, sem valdi bandaríska landsliðið á dögunum fram yfir það íslenska. „Við vorum í samskiptum við hann nánast allt frá því ég tók við landsliðinu. Mér fannst samskiptin góð og ég hvatti hann til að velja Ísland,“ segir Lagerbäck. Nú hafi Aron hins vegar valið Bandaríkin og lítið sé hægt að gera við því. Landsleikur Íslands og Færeyja fer fram á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöldið klukkan 19.45.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira