Að vinna fyrir Topshop var mjög mikilvægt fyrir mig Marín Manda skrifar 9. ágúst 2013 10:00 Saga Sig er glæsileg MYND KATLA Þegar Saga Sig var yngri dreymdi hana um að verða stjarneðlisfræðingur og síðar meir læknir. Á einhverjum tímapunkti í náminu við MR fékk hún sterka tilfinningu fyrir því að vera á rangri hillu og færði sig um set yfir í Verzlunarskólann. Áhugi hennar á ljósmyndun kviknaði þegar hún tók myndir fyrir Verzlunarskólablaðið.Hvar ólstu upp og hvernig voru fjölskylduhagir þínir? „Fyrstu ár lífs míns ólst ég upp í Skálholti þar sem pabbi var rektor í Skálholtsskóla. Frá fimm ára aldri bjó ég á Þingvöllum þar sem mamma var þjóðgarðsvörður og sóknarprestur. Ég flutti svo í Skaftártungu í Vestur-Skaftafellssýslu um tíu ára og bjó þar til fimmtán ára aldurs en þá flutti ég til Reykjavíkur. Í sveitunum kynntumst við frábæru fólki sem sagði okkur magnaðar þjóðsögur og draugasögur. Ég og systkini mín lærðum að hafa ofan af fyrir okkur og búa til leiki og ævintýri í hrauninu á Þingvöllum eða í hólmunum í Öxará. Mér finnst ég vera ótrúlega heppin að hafa alist upp á þessum sögufrægu og fallegu stöðum því það hefur mótað mig sem einstakling.“Saga Sig er hæfileikarík og drífandi ung konaHvar lærðir þú ljósmyndun og af hverju varð hún fyrir valinu? „Ég hef tekið myndir síðan ég fékk fyrstu myndavélina mína aðeins átta ára gömul. Þá heillaðist ég af samspili ljóss og skugga og geri enn. Ljósmyndun fyrir mér er líka söfnunartæki. Ég er að safna minningum, litum, formum og áferð. Ég útskrifaðist af stærðfræðibraut í Verzlunarskólanum og var ljósmyndastjóri Verzlunarskólablaðsins. Sú vinna fannst mér ótrúlega skemmtileg og ég áttaði mig á því að ég vildi vinna við ljósmyndun sem listform. Ég fór í eitt ár í listfræði í Háskólanum en flutti svo út til London. Ég lærði tískuljósmyndun í London College of Fashion og útskrifaðist fyrir tveimur árum.“Hvernig er svo að búa í London? Muntu flytja heim aftur? „Ég verð alltaf jafn glöð þegar ég kem aftur til London þegar ég er búin að vera heima á Íslandi og upplifi þessa „heima“-tilfinningu. Í London er fullt af fallegum görðum og ég elska öll listasöfnin og bókabúðirnar og svo allt frábæra skapandi fólkið sem ég hef kynnst. Ég bý með Bretum og hef kynnst svo mörgu fyrirtaks fólki frá öllum heimsálfum þarna úti.Kron bykronkron myndataka - Saga Sig, Hugrún og Magni að vinna að myndatöku fyrir nýju haustlínuna þeirra.Svo er ég líka í sambandi við Íslendinga eins og Ísak Frey förðunarsnilling og Katrínu Öldu, sem hannar undir vörumerkinu Kalda, og fleiri. London getur stundum verið smá erfið líka, það er dýrt að búa þar og lífsgæðastaðallinn er ekki sá sami og á Íslandi. Ég sé fram á að flytja um set eftir nokkur ár en ekki þó til Íslands.“Saknarðu þó stundum Íslands? „Já, ég fæ oft Íslandsþrá. Ég held að þegar maður hefur alist upp úti á landi sé það svo sterkt í manni að vilja komast út í náttúruna. Ég sakna þess mjög að sjá ekki sjóinn og svo sakna ég vina og fjölskyldu.“ Hvað er stærsta verkefni sem þú hefur tekið að þér sem tískuljósmyndari? „Að vinna fyrir Topshop var mikilvægt fyrir mig þar sem það hjálpaði mér mikið á mínum ferli. Ég gerði verkefni fyrir Burberry og Harpers Bazaar Arabia, sem var ótrúlega flott að fá að gera. Stærsta nafn sem ég hef unnið með er sennilega Nike Women, ég vann beint með listrænum stjórnanda þeirra í Bandaríkjunum og það var eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef gert. Fyrir nokkrum vikum myndaði ég svo fyrir LEICA, sem er eitt virtasta myndavélafyrirtæki í heimi, en ég myndaði fyrir blaðið þeirra, LEICA S. Ég fékk einnig birtar myndir í Vogue Japan og í Dazed and Confused sem var mjög mikilvægt fyrir mig. Svo hef ég kennt ljósmyndun í St. Martins-háskólanum í London og í Ljósmyndaskólanum hér heima en það finnst mér mjög gefandi.“Hvern eða hvað er svo skemmtilegast að mynda? „Verkefnin geta verið skemmtileg á ólíkan hátt. Það getur verið af því að ég vinn með fólki sem er vinir mínir eða vegna þess að ég fæ að ferðast til annarra landa, eða jafnvel vegna þess hve krefjandi verkefnið er og ég fæ fullt frelsi til að gera það sem ég vil. Mér finnst gaman að mynda portrettmyndir. Á síðasta ári tók ég myndir fyrir Inspired by Iceland og mér fannst ótrúlega skemmtilegt að taka myndir af fólki í íslenskri náttúru. Það eru mikil forréttindi að fá að ferðast í tengslum við vinnuna en ég hef til dæmis ferðast mikið innan Evrópu, til New York og Peking í Kína.“Það eru ekki margir íslenskir ljósmyndarar sem hafa náð sömu velgengni og þú á svo skömmum tíma. Hver er drifkrafturinn? „Ég hef alla tíð verið mjög dugleg og allir sem þekkja mig vita að ég vinn mjög mikið. Ég setti mér markmið þegar ég flutti út og fylgdi þeim eftir og gefst aldrei upp þótt á móti blási. Ég hef gert mistök, tekið ábyrgð á þeim og haldið áfram. Ég hef alltaf verið mjög drífandi. Ég tek yfirleitt hlutina alla leið. Þegar ég var yngri var ég mikill bókaormur og las svo mikið af bókum að ég fékk hvatningarverðlaun forseta Íslands. Í Hagaskóla var ég svo dugleg í náminu að ég dúxaði. Ég verð alltaf heltekin af hlutum, þarf að kanna þá til botns og fara alla leið, enda þarf að hafa brennandi áhuga og ást til að láta drauma sína rætast.“Kron by KronKron myndatakaHvernig hefur verið að kynnast fólki í bransanum og tískuheiminum? „Mér hefur þótt auðvelt að kynnast og tengjast fólki í bransanum. Ég vissi líka að ég þyrfti að gera það þegar ég kom út. Ég notaði samfélagsmiðla eins og blogg og Facebook til að koma mér á framfæri. Fyrstu verkefnin mín fékk ég út á bloggið mitt. Tengslanetið stækkar eftir því sem maður gerir fleiri verkefni og ef maður stendur sig vel í einu og kemur vel fram við annað fólk fær maður annað verkefni kannski út á það. Fólkið sem ég vinn með er yfirleitt ekki með mikla útlitsdýrkun heldur listrænt fólk sem hefur áhuga á að skapa og búa til fallega mynd og hefur áhuga á fallegri hönnun.“Nú slitnaði upp úr sambandi ykkar Ella Egilssonar úr Steed Lord fyrir stuttu. Hvernig gengur þér að taka sambandsslitunum? „Ég var 19 ára þegar við Elli kynntumst og við vorum saman í sjö ár. Ég er ótrúlega þakklát fyrir tímann sem við vorum saman, enda vorum við mjög samstíga, hjálpuðumst að í vinnunni og vorum líka bestu vinir. Auðvitað eru þetta breytingar, enda bjuggum við og unnum saman, en við höfðum bara þroskast hvort frá öðru. Ég held að það sé samt mjög mikilvægt að vera ein á einhverjum tímapunkti í lífinu og ég er mjög tilbúin til þess núna. Ég hef aldrei verið hrædd við að vera ein eða við að taka stórar ákvarðanir, breyta hlutum eða aðlagast nýjum aðstæðum.Saga Sig og Hildur Yeoman unnu þessa mynd fyrir Hamskipti sýninguna þeirra i Hafnarborg.Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi Sögu Sig? "Það er enginn hefðbundinn dagur. Ég er svo heppin að engir dagar er eins. Þá daga sem ég er að taka myndir hefst vinnudagurinn snemma og þá fer allur dagurinn í það. Aðra daga ferðast ég um London eða undirbý sett fyrir myndatöku, fer á fundi með fólki, sit við tölvuna, svara tölvupósti og vinn myndirnar. Ég hreyfi mig svo á hverjum degi, syndi, hleyp, fer í ræktina eða jóga og borða mjög hollt. Svo inn á milli hitti ég vini mína og ég elska að horfa á heimildarmyndir, fara á listasöfn og í bókabúðir."Hefur þú fylgst eitthvað með íslenskum hönnuðum?„Já mjög mikið! Ég versla eiginlega bara heima á Íslandi og fataskápurinn minn inniheldur nær eingöngu íslenska hönnun. Hann samanstendur af flíkum frá Kalda, REY, Kron by KronKron, Aftur og svo skarti frá Hildi Yeoman. Svo er ég spennt fyrir kvenfatalínunni hans Gumma, JÖR by Guðmundur Jörundsson, mér finnst hún ótrúlega fín. Svo í þessari viku eignaðist ég dragt frá Millu Snorrason og jakka frá Eyglo. Mig langar líka í klassískan kjól frá Ellu og skart frá Kríu. Það eru svo margir að gera góða hluti hérna heima. Ég vil miklu frekar kaupa mér færri flíkur og vandaðar en kaupa eitthvað fjöldaframleitt sem endist ekki.“Edda P módel fyrir nýtt merki GALVAN.Hverjir eru framtíðardraumarnir? „Draumurinn er að halda áfram að taka myndir. Finna tíma til þess að geta unnið að mínum eigin verkefnum. Ég ætla að ferðast meira um heiminn, gefa út mínar eigin bækur, halda sýningar og fara í áframhaldandi nám í tengslum við sjónrænar listir.“Hefur þér einhvern tímann verið líkt við Elizabeth Olsen í útliti? „Nei, en mér hefur verið líkt við systur hennar, Olsen-tvíburana. Ég held að það hafi eitthvað með kringlótta andlitið og augun að gera. Ég fæ reyndar stundum að heyra að ég sé lík Ágústu Evu leikkonu, og ég er ánægð með það því hún er svo töff.“ Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Þegar Saga Sig var yngri dreymdi hana um að verða stjarneðlisfræðingur og síðar meir læknir. Á einhverjum tímapunkti í náminu við MR fékk hún sterka tilfinningu fyrir því að vera á rangri hillu og færði sig um set yfir í Verzlunarskólann. Áhugi hennar á ljósmyndun kviknaði þegar hún tók myndir fyrir Verzlunarskólablaðið.Hvar ólstu upp og hvernig voru fjölskylduhagir þínir? „Fyrstu ár lífs míns ólst ég upp í Skálholti þar sem pabbi var rektor í Skálholtsskóla. Frá fimm ára aldri bjó ég á Þingvöllum þar sem mamma var þjóðgarðsvörður og sóknarprestur. Ég flutti svo í Skaftártungu í Vestur-Skaftafellssýslu um tíu ára og bjó þar til fimmtán ára aldurs en þá flutti ég til Reykjavíkur. Í sveitunum kynntumst við frábæru fólki sem sagði okkur magnaðar þjóðsögur og draugasögur. Ég og systkini mín lærðum að hafa ofan af fyrir okkur og búa til leiki og ævintýri í hrauninu á Þingvöllum eða í hólmunum í Öxará. Mér finnst ég vera ótrúlega heppin að hafa alist upp á þessum sögufrægu og fallegu stöðum því það hefur mótað mig sem einstakling.“Saga Sig er hæfileikarík og drífandi ung konaHvar lærðir þú ljósmyndun og af hverju varð hún fyrir valinu? „Ég hef tekið myndir síðan ég fékk fyrstu myndavélina mína aðeins átta ára gömul. Þá heillaðist ég af samspili ljóss og skugga og geri enn. Ljósmyndun fyrir mér er líka söfnunartæki. Ég er að safna minningum, litum, formum og áferð. Ég útskrifaðist af stærðfræðibraut í Verzlunarskólanum og var ljósmyndastjóri Verzlunarskólablaðsins. Sú vinna fannst mér ótrúlega skemmtileg og ég áttaði mig á því að ég vildi vinna við ljósmyndun sem listform. Ég fór í eitt ár í listfræði í Háskólanum en flutti svo út til London. Ég lærði tískuljósmyndun í London College of Fashion og útskrifaðist fyrir tveimur árum.“Hvernig er svo að búa í London? Muntu flytja heim aftur? „Ég verð alltaf jafn glöð þegar ég kem aftur til London þegar ég er búin að vera heima á Íslandi og upplifi þessa „heima“-tilfinningu. Í London er fullt af fallegum görðum og ég elska öll listasöfnin og bókabúðirnar og svo allt frábæra skapandi fólkið sem ég hef kynnst. Ég bý með Bretum og hef kynnst svo mörgu fyrirtaks fólki frá öllum heimsálfum þarna úti.Kron bykronkron myndataka - Saga Sig, Hugrún og Magni að vinna að myndatöku fyrir nýju haustlínuna þeirra.Svo er ég líka í sambandi við Íslendinga eins og Ísak Frey förðunarsnilling og Katrínu Öldu, sem hannar undir vörumerkinu Kalda, og fleiri. London getur stundum verið smá erfið líka, það er dýrt að búa þar og lífsgæðastaðallinn er ekki sá sami og á Íslandi. Ég sé fram á að flytja um set eftir nokkur ár en ekki þó til Íslands.“Saknarðu þó stundum Íslands? „Já, ég fæ oft Íslandsþrá. Ég held að þegar maður hefur alist upp úti á landi sé það svo sterkt í manni að vilja komast út í náttúruna. Ég sakna þess mjög að sjá ekki sjóinn og svo sakna ég vina og fjölskyldu.“ Hvað er stærsta verkefni sem þú hefur tekið að þér sem tískuljósmyndari? „Að vinna fyrir Topshop var mikilvægt fyrir mig þar sem það hjálpaði mér mikið á mínum ferli. Ég gerði verkefni fyrir Burberry og Harpers Bazaar Arabia, sem var ótrúlega flott að fá að gera. Stærsta nafn sem ég hef unnið með er sennilega Nike Women, ég vann beint með listrænum stjórnanda þeirra í Bandaríkjunum og það var eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef gert. Fyrir nokkrum vikum myndaði ég svo fyrir LEICA, sem er eitt virtasta myndavélafyrirtæki í heimi, en ég myndaði fyrir blaðið þeirra, LEICA S. Ég fékk einnig birtar myndir í Vogue Japan og í Dazed and Confused sem var mjög mikilvægt fyrir mig. Svo hef ég kennt ljósmyndun í St. Martins-háskólanum í London og í Ljósmyndaskólanum hér heima en það finnst mér mjög gefandi.“Hvern eða hvað er svo skemmtilegast að mynda? „Verkefnin geta verið skemmtileg á ólíkan hátt. Það getur verið af því að ég vinn með fólki sem er vinir mínir eða vegna þess að ég fæ að ferðast til annarra landa, eða jafnvel vegna þess hve krefjandi verkefnið er og ég fæ fullt frelsi til að gera það sem ég vil. Mér finnst gaman að mynda portrettmyndir. Á síðasta ári tók ég myndir fyrir Inspired by Iceland og mér fannst ótrúlega skemmtilegt að taka myndir af fólki í íslenskri náttúru. Það eru mikil forréttindi að fá að ferðast í tengslum við vinnuna en ég hef til dæmis ferðast mikið innan Evrópu, til New York og Peking í Kína.“Það eru ekki margir íslenskir ljósmyndarar sem hafa náð sömu velgengni og þú á svo skömmum tíma. Hver er drifkrafturinn? „Ég hef alla tíð verið mjög dugleg og allir sem þekkja mig vita að ég vinn mjög mikið. Ég setti mér markmið þegar ég flutti út og fylgdi þeim eftir og gefst aldrei upp þótt á móti blási. Ég hef gert mistök, tekið ábyrgð á þeim og haldið áfram. Ég hef alltaf verið mjög drífandi. Ég tek yfirleitt hlutina alla leið. Þegar ég var yngri var ég mikill bókaormur og las svo mikið af bókum að ég fékk hvatningarverðlaun forseta Íslands. Í Hagaskóla var ég svo dugleg í náminu að ég dúxaði. Ég verð alltaf heltekin af hlutum, þarf að kanna þá til botns og fara alla leið, enda þarf að hafa brennandi áhuga og ást til að láta drauma sína rætast.“Kron by KronKron myndatakaHvernig hefur verið að kynnast fólki í bransanum og tískuheiminum? „Mér hefur þótt auðvelt að kynnast og tengjast fólki í bransanum. Ég vissi líka að ég þyrfti að gera það þegar ég kom út. Ég notaði samfélagsmiðla eins og blogg og Facebook til að koma mér á framfæri. Fyrstu verkefnin mín fékk ég út á bloggið mitt. Tengslanetið stækkar eftir því sem maður gerir fleiri verkefni og ef maður stendur sig vel í einu og kemur vel fram við annað fólk fær maður annað verkefni kannski út á það. Fólkið sem ég vinn með er yfirleitt ekki með mikla útlitsdýrkun heldur listrænt fólk sem hefur áhuga á að skapa og búa til fallega mynd og hefur áhuga á fallegri hönnun.“Nú slitnaði upp úr sambandi ykkar Ella Egilssonar úr Steed Lord fyrir stuttu. Hvernig gengur þér að taka sambandsslitunum? „Ég var 19 ára þegar við Elli kynntumst og við vorum saman í sjö ár. Ég er ótrúlega þakklát fyrir tímann sem við vorum saman, enda vorum við mjög samstíga, hjálpuðumst að í vinnunni og vorum líka bestu vinir. Auðvitað eru þetta breytingar, enda bjuggum við og unnum saman, en við höfðum bara þroskast hvort frá öðru. Ég held að það sé samt mjög mikilvægt að vera ein á einhverjum tímapunkti í lífinu og ég er mjög tilbúin til þess núna. Ég hef aldrei verið hrædd við að vera ein eða við að taka stórar ákvarðanir, breyta hlutum eða aðlagast nýjum aðstæðum.Saga Sig og Hildur Yeoman unnu þessa mynd fyrir Hamskipti sýninguna þeirra i Hafnarborg.Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi Sögu Sig? "Það er enginn hefðbundinn dagur. Ég er svo heppin að engir dagar er eins. Þá daga sem ég er að taka myndir hefst vinnudagurinn snemma og þá fer allur dagurinn í það. Aðra daga ferðast ég um London eða undirbý sett fyrir myndatöku, fer á fundi með fólki, sit við tölvuna, svara tölvupósti og vinn myndirnar. Ég hreyfi mig svo á hverjum degi, syndi, hleyp, fer í ræktina eða jóga og borða mjög hollt. Svo inn á milli hitti ég vini mína og ég elska að horfa á heimildarmyndir, fara á listasöfn og í bókabúðir."Hefur þú fylgst eitthvað með íslenskum hönnuðum?„Já mjög mikið! Ég versla eiginlega bara heima á Íslandi og fataskápurinn minn inniheldur nær eingöngu íslenska hönnun. Hann samanstendur af flíkum frá Kalda, REY, Kron by KronKron, Aftur og svo skarti frá Hildi Yeoman. Svo er ég spennt fyrir kvenfatalínunni hans Gumma, JÖR by Guðmundur Jörundsson, mér finnst hún ótrúlega fín. Svo í þessari viku eignaðist ég dragt frá Millu Snorrason og jakka frá Eyglo. Mig langar líka í klassískan kjól frá Ellu og skart frá Kríu. Það eru svo margir að gera góða hluti hérna heima. Ég vil miklu frekar kaupa mér færri flíkur og vandaðar en kaupa eitthvað fjöldaframleitt sem endist ekki.“Edda P módel fyrir nýtt merki GALVAN.Hverjir eru framtíðardraumarnir? „Draumurinn er að halda áfram að taka myndir. Finna tíma til þess að geta unnið að mínum eigin verkefnum. Ég ætla að ferðast meira um heiminn, gefa út mínar eigin bækur, halda sýningar og fara í áframhaldandi nám í tengslum við sjónrænar listir.“Hefur þér einhvern tímann verið líkt við Elizabeth Olsen í útliti? „Nei, en mér hefur verið líkt við systur hennar, Olsen-tvíburana. Ég held að það hafi eitthvað með kringlótta andlitið og augun að gera. Ég fæ reyndar stundum að heyra að ég sé lík Ágústu Evu leikkonu, og ég er ánægð með það því hún er svo töff.“
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira