Stærsti sjúklingahópurinn á Íslandi Mikael Torfason skrifar 8. ágúst 2013 07:00 Algengt verð á sígarettupakka er um tólf hundruð krónur. Í honum eru 20 sígarettur en það er sá skammtur sem meðalreykingamanneskja er talin þurfa yfir daginn. Kostnaður á ári er því yfir 400 þúsund krónur og fer hækkandi. Í Fréttablaðinu í dag segjum við frá þeim gleðitíðindum að sala á sígarettum hefur dregist saman um tíu prósent en um síðustu áramót var sérstakt tóbaksgjald hækkað um 17 prósent. Sérfræðingar í fíknisjúkdómum hafa lengi bent á að verðhækkanir dragi úr neyslu á fíkniefnum á borð við tóbak og áfengi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tekur undir þetta og segir verðhækkanir á tóbaki til þess fallnar að minnka neysluna. Við vitum öll að sígarettufíkn er alvarlegur sjúkdómur sem kemur milljónum manna í gröfina ár hvert. Fimmtán prósent Íslendinga reykja sígarettur en reykingar eru sagðar drepa annan hvern sem reykir. Á Íslandi er bannað að reykja á flestum stöðum innandyra og aldurstakmark til kaupa tóbak er átján ára. Flestir sem reykja eiga mjög erfitt með að hætta að reykja. Talið er að fjórir af hverjum fimm sem reyna að hætta mistakist. Þeir, sem hafa getað hætt, þurfa oft að sætta sig við að vera háðir nikótíntyggjói, plástrum eða slíkum nikótíngjöfum. Sem er mun skárra því nikótínfíknin sem slík er auðvitað ekki nálægt því eins hættuleg og reykingar. En hún getur verið kostnaðarsöm því hinar svokölluðu nikótínvörur eru oft dýrar. Fyrir nokkrum árum var það reiknað út að sígarettupakkinn þyrfti að kosta þrjú þúsund krónur ef reykingafólk ætti sjálft að bera þann kostnað sem fellur á samfélagið allt vegna reykinga. Það er ágætis sjónarmið út af fyrir sig en vænlegast er að horfa fyrst og síðast á reykingar sem alvarlegan fíknisjúkdóm sem hægt er að meðhöndla. Nikótínfíkn er nátengd öðrum fíknisjúkómum. Gott dæmi um það er að níu af hverjum tíu sem koma á Vog í meðferð vegna vímuefnafíknar hafa reykt eða reykja. Lengi dó að lágmarki einn Íslendingur á dag vegna reykinga. Blessunarlega hefur það hlutfall minnkað mjög enda reyktu helmingi fleiri hér á landi fyrir tuttugu árum en í dag. Mikill árangur hefur náðst með forvörnum, aukinni meðvitund og hækkandi verði á sígarettum. Enn búum við samt við það að yfir hundrað Íslendingar greinast árlega með krabbamein sem rekja má beint til reykinga. Flestir greinast með lungnakrabbamein en það er lengi að þróast og veldur litlum einkennum þannig að greiningin kemur oft allt of seint. Við getum gert miklu betur í baráttunni gegn sígarettufíkn. Okkur er óhætt að hækka verð á tóbaki enn frekar, en við verðum um leið að gera okkur grein fyrir að um sjúkdóm er að ræða. Sjúklingarnir eru margir eða 36 þúsund talsins hér á landi. Það er án efa einn stærsti sjúklingahópurinn á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Algengt verð á sígarettupakka er um tólf hundruð krónur. Í honum eru 20 sígarettur en það er sá skammtur sem meðalreykingamanneskja er talin þurfa yfir daginn. Kostnaður á ári er því yfir 400 þúsund krónur og fer hækkandi. Í Fréttablaðinu í dag segjum við frá þeim gleðitíðindum að sala á sígarettum hefur dregist saman um tíu prósent en um síðustu áramót var sérstakt tóbaksgjald hækkað um 17 prósent. Sérfræðingar í fíknisjúkdómum hafa lengi bent á að verðhækkanir dragi úr neyslu á fíkniefnum á borð við tóbak og áfengi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tekur undir þetta og segir verðhækkanir á tóbaki til þess fallnar að minnka neysluna. Við vitum öll að sígarettufíkn er alvarlegur sjúkdómur sem kemur milljónum manna í gröfina ár hvert. Fimmtán prósent Íslendinga reykja sígarettur en reykingar eru sagðar drepa annan hvern sem reykir. Á Íslandi er bannað að reykja á flestum stöðum innandyra og aldurstakmark til kaupa tóbak er átján ára. Flestir sem reykja eiga mjög erfitt með að hætta að reykja. Talið er að fjórir af hverjum fimm sem reyna að hætta mistakist. Þeir, sem hafa getað hætt, þurfa oft að sætta sig við að vera háðir nikótíntyggjói, plástrum eða slíkum nikótíngjöfum. Sem er mun skárra því nikótínfíknin sem slík er auðvitað ekki nálægt því eins hættuleg og reykingar. En hún getur verið kostnaðarsöm því hinar svokölluðu nikótínvörur eru oft dýrar. Fyrir nokkrum árum var það reiknað út að sígarettupakkinn þyrfti að kosta þrjú þúsund krónur ef reykingafólk ætti sjálft að bera þann kostnað sem fellur á samfélagið allt vegna reykinga. Það er ágætis sjónarmið út af fyrir sig en vænlegast er að horfa fyrst og síðast á reykingar sem alvarlegan fíknisjúkdóm sem hægt er að meðhöndla. Nikótínfíkn er nátengd öðrum fíknisjúkómum. Gott dæmi um það er að níu af hverjum tíu sem koma á Vog í meðferð vegna vímuefnafíknar hafa reykt eða reykja. Lengi dó að lágmarki einn Íslendingur á dag vegna reykinga. Blessunarlega hefur það hlutfall minnkað mjög enda reyktu helmingi fleiri hér á landi fyrir tuttugu árum en í dag. Mikill árangur hefur náðst með forvörnum, aukinni meðvitund og hækkandi verði á sígarettum. Enn búum við samt við það að yfir hundrað Íslendingar greinast árlega með krabbamein sem rekja má beint til reykinga. Flestir greinast með lungnakrabbamein en það er lengi að þróast og veldur litlum einkennum þannig að greiningin kemur oft allt of seint. Við getum gert miklu betur í baráttunni gegn sígarettufíkn. Okkur er óhætt að hækka verð á tóbaki enn frekar, en við verðum um leið að gera okkur grein fyrir að um sjúkdóm er að ræða. Sjúklingarnir eru margir eða 36 þúsund talsins hér á landi. Það er án efa einn stærsti sjúklingahópurinn á Íslandi.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun