Líður vel á Indlandi Ásgerður Ottesen skrifar 3. ágúst 2013 11:00 Heba Björg Hallgrímsdóttir vinnur og starfar innan tískuiðnaðarins á Indlandi. „Eins og er, er ég að framleiða fyrir nokkra aðila á Íslandi, til að mynda fatamerkið Helicopter og E-label ásamt nokkrum aðilum í London. Þetta hefur svona hægt og rólega verið að vinda upp á sig og alltaf fleiri að hafa samband það er ekki hlaupið að því að finna góða framleiðendur,“ segir Heba Björg Hallgrímsdóttir sem flutti til Indlands í byrjun árs. „Ég var svo heppin að kynnast strák í borginni Pondycherry hér Indlandi, sem hafði verið að vinna við framleiðslu í Delhi síðastliðin tuttugu ár. Ég flutti með allt mitt hafurtask til Delhi og hef verið heppin að fá frábær viðskiptatengsl þar. Nú starfa ég við að finna verkmiðjur og efni fyrir íslenska fatahönnuði og sé einnig um að fylgja framleiðsluferlinu eftir.“ Hebu líður mjög vel á Indlandi en segir að það sé ekki alltaf auðvelt að vera kona þar. „Maður er náttúrulega vanur því að geta farið ferða sinna hvar og hvenær sem er án þess að vera í fylgd karlmans, sem er ekki alltaf í boði þar sem ég bý,“ segir Heba, sem er þó ekki á heimleið strax. „Ég stefni á að vera hér fram að jólum,“ segir hún að lokum. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Julian McMahon látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Eins og er, er ég að framleiða fyrir nokkra aðila á Íslandi, til að mynda fatamerkið Helicopter og E-label ásamt nokkrum aðilum í London. Þetta hefur svona hægt og rólega verið að vinda upp á sig og alltaf fleiri að hafa samband það er ekki hlaupið að því að finna góða framleiðendur,“ segir Heba Björg Hallgrímsdóttir sem flutti til Indlands í byrjun árs. „Ég var svo heppin að kynnast strák í borginni Pondycherry hér Indlandi, sem hafði verið að vinna við framleiðslu í Delhi síðastliðin tuttugu ár. Ég flutti með allt mitt hafurtask til Delhi og hef verið heppin að fá frábær viðskiptatengsl þar. Nú starfa ég við að finna verkmiðjur og efni fyrir íslenska fatahönnuði og sé einnig um að fylgja framleiðsluferlinu eftir.“ Hebu líður mjög vel á Indlandi en segir að það sé ekki alltaf auðvelt að vera kona þar. „Maður er náttúrulega vanur því að geta farið ferða sinna hvar og hvenær sem er án þess að vera í fylgd karlmans, sem er ekki alltaf í boði þar sem ég bý,“ segir Heba, sem er þó ekki á heimleið strax. „Ég stefni á að vera hér fram að jólum,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Julian McMahon látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira