Handsaumað og sérsniðið 27. júlí 2013 16:00 Ulyana Sergeenko Haute couture-haustlínurnar fyrir 2013 voru sýndar á tískuvikunni í París í byrjun mánaðarins. Fá tískuhús senda frá sér couture-línur enda eru þær bæði tímafrekar í framleiðslu og kostnaðarsamar. Að auki þurfa tískuhúsin að uppfylla strangar kröfur til að línur geti talist til haute couture. Hugtakið er franskt og mætti þýða sem hátísku á íslensku. Flíkurnar eru handsaumaðar úr hágæða efnum og sérsniðnar á viðskiptavininn. Hugtakið er lögverndað í Frakklandi og lýtur stjórn Chambre de commerce et d‘industrie de Paris. Sautján tískuhús sýndu línur fyrir haustið og voru blúndur, hárnákvæmur útsaumur og pallíettur í forgrunni hjá mörgum hönnuðanna. Hvítt og svart voru ríkjandi litir, sem og rauðir og bláir litir.Reglur Haute CoutureHannað eftir pöntun viðskiptavinar, ein eða fleiri mátanir.Tískuhúsið skal reka saumastofu (atelier) í París með í það minnsta fimmtán starfsmenn.Tískuhúsið verður að reka saumastofu með að minnsta tuttugu starfsmenn.Sýna skal tvær línur á ári. Hver lína á að innihalda 35 heilklæðnaði, bæði dagklæðnað og kvöldklæðnað.Christian DiorValentinoGiambattista ValliChristian DiorUlyana SergeenkoGiambattista Valli Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Haute couture-haustlínurnar fyrir 2013 voru sýndar á tískuvikunni í París í byrjun mánaðarins. Fá tískuhús senda frá sér couture-línur enda eru þær bæði tímafrekar í framleiðslu og kostnaðarsamar. Að auki þurfa tískuhúsin að uppfylla strangar kröfur til að línur geti talist til haute couture. Hugtakið er franskt og mætti þýða sem hátísku á íslensku. Flíkurnar eru handsaumaðar úr hágæða efnum og sérsniðnar á viðskiptavininn. Hugtakið er lögverndað í Frakklandi og lýtur stjórn Chambre de commerce et d‘industrie de Paris. Sautján tískuhús sýndu línur fyrir haustið og voru blúndur, hárnákvæmur útsaumur og pallíettur í forgrunni hjá mörgum hönnuðanna. Hvítt og svart voru ríkjandi litir, sem og rauðir og bláir litir.Reglur Haute CoutureHannað eftir pöntun viðskiptavinar, ein eða fleiri mátanir.Tískuhúsið skal reka saumastofu (atelier) í París með í það minnsta fimmtán starfsmenn.Tískuhúsið verður að reka saumastofu með að minnsta tuttugu starfsmenn.Sýna skal tvær línur á ári. Hver lína á að innihalda 35 heilklæðnaði, bæði dagklæðnað og kvöldklæðnað.Christian DiorValentinoGiambattista ValliChristian DiorUlyana SergeenkoGiambattista Valli
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira