Selskapur kvenna til sölu fyrir kampavín María Lilja Þrastardóttir skrifar 18. júlí 2013 07:00 Crystal í Ármúla. Tveir kampavínsklúbbar hafa verið opnaðir nýverið í Reykjavík, einn í Austurstræti og annar í Ármúla gegnt Fjölbrautaskólanum. Fyrir var einn slíkur klúbbur á höfuðborgarsvæðinu, Strawberries í Lækjargötu. „Þetta er kampavínsklúbbur. Þá geturðu keypt flott vín í dýrari kantinum og fengið að ræða við stúlkurnar sem hér vinna í staðinn,“ segir Haraldur Jóhann Þórðarson, eigandi Crystal í Ármúla. Spurður segir hann að ekkert óeðlilegt sé við slíka starfsemi og að hún sé öll innan lagalegra marka. Eftirspurnin sé ágæt. „Það mætti auðvitað vera meira að gera, en við erum að fara í gang,“ segir Haraldur. Starfsemi sem þessi hefur verið umdeild og til að mynda hefur talsverður styr staðið um kampavínsklúbbinn Strawberries. Staðnum var lokað af lögreglu nokkrum sinnum árið 2007 vegna meintra brota á vínveitingalöggjöfinni en hefur verið opinn allar götur síðan. Eftir að lögum um starfsemi nektardansstaða var breytt árið 2010 hurfu nektardansstaðirnir af sjónarsviðinu en við tóku kampavínsklúbbar. Mikael Nikulásson, eigandi VIP-Club, vildi ekki tjá sig en viðurkenndi að starfsemi staðarins væri í anda kampavínsklúbba.Hvað gerist á kampavínsklúbbum Tveir útsendarar á vegum Fréttablaðsins heimsóttu kampavínsklúbbana í vikunni. Við komuna á Crystal í Ármúla tók á móti okkur dynjandi popptónlist. Staðurinn var nær allur bólstraður með gervileðri og úr loftinu héngu kristalsljósakrónur. Bekkir voru meðfram öllum veggjum og borð þar við. Barinn sjálfur var lítill en við hlið hans var tveggja sæta sófi og „prívat“ svæði. Innst inni á staðnum sátu í hnapp fimm konur af erlendu bergi brotnu. Konurnar voru klæddar í djörf undirföt, lítil pils, netasokka og háa hæla. Til þess að fá að tala við þær þarf að kaupa kampavín, sem blaðamaður lét þó vera. Í Austurstrætinu er innangengt á VIP-Club innan af öðrum skemmtistað sem heitir Home. Samkvæmt stúlku á barnum er starfsemin ekki tengd á neinn hátt, en eigandi staðarins sagði þó í samtali við Fréttablaðið að staðurinn væri ein heild. Hann gat þó ekki gefið skýringar á því hvers vegna staðurinn bæri þá tvö nöfn. Það var svipað umhorfs inni á VIP-Club og á Crystal. Þar störfuðu nokkrar stúlkur sem kváðust vera frá Slóveníu. Þær höfðu aðeins búið á Íslandi í eina viku en töluðu eilitla ensku. Þær sögðust búa allar saman í lítilli blokkaríbúð og því vera mjög nánar. Ein kvennanna var greinilegur yfirmaður þeirra og virtust konurnar leita til hennar eftir samþykki um næstu skref í samskiptunum. Í boði var að fara afsíðis í bakherbergi. Þar gátu þær veitt heimildarmanni „það sem hann vildi“ án þess að frekari útskýringar fylgdu. Tíu mínútur með stúlku þar kostuðu tuttugu þúsund.mynd/daníel Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Tveir kampavínsklúbbar hafa verið opnaðir nýverið í Reykjavík, einn í Austurstræti og annar í Ármúla gegnt Fjölbrautaskólanum. Fyrir var einn slíkur klúbbur á höfuðborgarsvæðinu, Strawberries í Lækjargötu. „Þetta er kampavínsklúbbur. Þá geturðu keypt flott vín í dýrari kantinum og fengið að ræða við stúlkurnar sem hér vinna í staðinn,“ segir Haraldur Jóhann Þórðarson, eigandi Crystal í Ármúla. Spurður segir hann að ekkert óeðlilegt sé við slíka starfsemi og að hún sé öll innan lagalegra marka. Eftirspurnin sé ágæt. „Það mætti auðvitað vera meira að gera, en við erum að fara í gang,“ segir Haraldur. Starfsemi sem þessi hefur verið umdeild og til að mynda hefur talsverður styr staðið um kampavínsklúbbinn Strawberries. Staðnum var lokað af lögreglu nokkrum sinnum árið 2007 vegna meintra brota á vínveitingalöggjöfinni en hefur verið opinn allar götur síðan. Eftir að lögum um starfsemi nektardansstaða var breytt árið 2010 hurfu nektardansstaðirnir af sjónarsviðinu en við tóku kampavínsklúbbar. Mikael Nikulásson, eigandi VIP-Club, vildi ekki tjá sig en viðurkenndi að starfsemi staðarins væri í anda kampavínsklúbba.Hvað gerist á kampavínsklúbbum Tveir útsendarar á vegum Fréttablaðsins heimsóttu kampavínsklúbbana í vikunni. Við komuna á Crystal í Ármúla tók á móti okkur dynjandi popptónlist. Staðurinn var nær allur bólstraður með gervileðri og úr loftinu héngu kristalsljósakrónur. Bekkir voru meðfram öllum veggjum og borð þar við. Barinn sjálfur var lítill en við hlið hans var tveggja sæta sófi og „prívat“ svæði. Innst inni á staðnum sátu í hnapp fimm konur af erlendu bergi brotnu. Konurnar voru klæddar í djörf undirföt, lítil pils, netasokka og háa hæla. Til þess að fá að tala við þær þarf að kaupa kampavín, sem blaðamaður lét þó vera. Í Austurstrætinu er innangengt á VIP-Club innan af öðrum skemmtistað sem heitir Home. Samkvæmt stúlku á barnum er starfsemin ekki tengd á neinn hátt, en eigandi staðarins sagði þó í samtali við Fréttablaðið að staðurinn væri ein heild. Hann gat þó ekki gefið skýringar á því hvers vegna staðurinn bæri þá tvö nöfn. Það var svipað umhorfs inni á VIP-Club og á Crystal. Þar störfuðu nokkrar stúlkur sem kváðust vera frá Slóveníu. Þær höfðu aðeins búið á Íslandi í eina viku en töluðu eilitla ensku. Þær sögðust búa allar saman í lítilli blokkaríbúð og því vera mjög nánar. Ein kvennanna var greinilegur yfirmaður þeirra og virtust konurnar leita til hennar eftir samþykki um næstu skref í samskiptunum. Í boði var að fara afsíðis í bakherbergi. Þar gátu þær veitt heimildarmanni „það sem hann vildi“ án þess að frekari útskýringar fylgdu. Tíu mínútur með stúlku þar kostuðu tuttugu þúsund.mynd/daníel
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira