Tíska og hönnun

Sumarið er tíminn

Sara McMahon skrifar
nordicphotos/getty
Það má vissulega spá í sumartískuna þótt íslenska sumarið hafi verið heldur stopult og blautt fram að þessu. Það heitasta í tískunni í sumar er án efa litríkir strigaskór og derhúfur. Blómamunstur, leðurflíkur og magabolir eru þó einnig vinsælir sumarsmellir.

Kenzo
Blómamunstur:

Munstraðar flíkur verða vinsælar á sumrin, engin breyting verður þar á í sumar. Blómamunstrið mátti meðal annars sjá í sumarlínum Kenzo, Phillip Lim og Isabel Marant.

Magabolir:

Magaboli mátti sjá í ýmsum stærðum og gerðum í vorlínum fjölda hönnuða. Þessi er frá Balenciaga.

Leður:

Leðrið er ólíklegur sumarsmellur, þá helst vegna hitans, en flott er það. Alexander Wang, Balenciaga og Christopher Kane sýndu meðal annars leðurflíkur í línum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×