Tilnefning Láru Hönnu sögð hafa breytt RÚV-samkomulagi Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2013 07:00 Stjórn RÚV er skipuð af Alþingi. Píratar ætluðu Láru Hönnu Einarsdóttur, þýðanda og bloggara, sem aðalmann sinn í stjórn RÚV. Pétur Gunnarsson rithöfundur átti að vera til vara. Píratar víxluðu þegar þeir fréttu af meintri rógsherð gegn Láru Hönnu. „Tveir úr minnihlutanum vöruðu okkur við. Orðið á göngunum væri að það ætti að hjóla í Láru og mannorðsmyrða hana uppi í þingsal,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. „Málsvörn meirihlutans átti að vera sá að fulltrúi okkar væri vanhæfur. Þess vegna svissuðum við. Við vildum ekki gefa þeim tækifæri til að réttlæta þennan hryllilega gjörning svika,“ heldur Birgitta áfram. Á síðustu dögum sumarþings taldi minnihlutinn samkomulag liggja fyrir; hann fengi fjóra fulltrúa í stjórn RÚV og stjórnarflokkarnir fimm. Upphaflega stóð til að Lára Hanna Einarsdóttir, þýðandi og bloggari, yrði fulltrúi Pírata en Pétur Gunnarsson yrði varamaður. Óvænt og skyndilega var þetta meinta samkomulag að engu orðið og fyrir þinginu lá tillaga þess efnis að fulltrúar stjórnarflokka í stjórn væru sex en minnihlutinn væri með þrjá. Birgitta segist ekki hafa sannanir en hún telur að það sé vegna þess að fulltrúi Pírata var Lára Hanna. „Eftir skrítinn fund þingflokksformanna, en þar var þessum svikum varpað yfir á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fórum við Katrín Jakobsdóttir á fund Sigmundar. Hann vísaði í fyrstu á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, en sagði svo að fulltrúi Pírata væri vanhæfur,“ segir Birgitta, sem telur það einkennilegt á þessu stigi. Meint vanhæfi Láru Hönnu byggi á því að hún starfi fyrir 365, samkeppnisaðila RÚV. „En staðreynd málsins er sú að þar þýðir hún sem verktaki þættina Bold and the Beautiful.“ Láru Hönnu, einum tilnefndra fulltrúa í stjórn RÚV, hefur borist bréf frá lögmanni menntamálaráðuneytisins þar sem henni er sem varamanni gert að sanna hæfi sitt. Þetta telur Birgitta meðal annars eitt þess sem bendi til þess að viðsnúningurinn sé vegna þess að menn innan ríkisstjórnarinnar geti ekki hugsað sér hana í stjórn RÚV. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, telur þetta af og frá: „Neineineinei. Þetta er söguburður og útskýring úr lausu lofti gripin. Við vissum ekkert hvaða fólk var tilnefnt fyrr en eftir á. Það var aldrei um neitt samkomulag að ræða. Bara eitthvað sem við höfðum sagt á göngunum. Í lögum um RÚV segir að í stjórn skuli skipað samkvæmt hlutfallskosningu. Það var ekkert samkomulag rofið. Bara alls ekki.“ Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Píratar ætluðu Láru Hönnu Einarsdóttur, þýðanda og bloggara, sem aðalmann sinn í stjórn RÚV. Pétur Gunnarsson rithöfundur átti að vera til vara. Píratar víxluðu þegar þeir fréttu af meintri rógsherð gegn Láru Hönnu. „Tveir úr minnihlutanum vöruðu okkur við. Orðið á göngunum væri að það ætti að hjóla í Láru og mannorðsmyrða hana uppi í þingsal,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. „Málsvörn meirihlutans átti að vera sá að fulltrúi okkar væri vanhæfur. Þess vegna svissuðum við. Við vildum ekki gefa þeim tækifæri til að réttlæta þennan hryllilega gjörning svika,“ heldur Birgitta áfram. Á síðustu dögum sumarþings taldi minnihlutinn samkomulag liggja fyrir; hann fengi fjóra fulltrúa í stjórn RÚV og stjórnarflokkarnir fimm. Upphaflega stóð til að Lára Hanna Einarsdóttir, þýðandi og bloggari, yrði fulltrúi Pírata en Pétur Gunnarsson yrði varamaður. Óvænt og skyndilega var þetta meinta samkomulag að engu orðið og fyrir þinginu lá tillaga þess efnis að fulltrúar stjórnarflokka í stjórn væru sex en minnihlutinn væri með þrjá. Birgitta segist ekki hafa sannanir en hún telur að það sé vegna þess að fulltrúi Pírata var Lára Hanna. „Eftir skrítinn fund þingflokksformanna, en þar var þessum svikum varpað yfir á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fórum við Katrín Jakobsdóttir á fund Sigmundar. Hann vísaði í fyrstu á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, en sagði svo að fulltrúi Pírata væri vanhæfur,“ segir Birgitta, sem telur það einkennilegt á þessu stigi. Meint vanhæfi Láru Hönnu byggi á því að hún starfi fyrir 365, samkeppnisaðila RÚV. „En staðreynd málsins er sú að þar þýðir hún sem verktaki þættina Bold and the Beautiful.“ Láru Hönnu, einum tilnefndra fulltrúa í stjórn RÚV, hefur borist bréf frá lögmanni menntamálaráðuneytisins þar sem henni er sem varamanni gert að sanna hæfi sitt. Þetta telur Birgitta meðal annars eitt þess sem bendi til þess að viðsnúningurinn sé vegna þess að menn innan ríkisstjórnarinnar geti ekki hugsað sér hana í stjórn RÚV. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, telur þetta af og frá: „Neineineinei. Þetta er söguburður og útskýring úr lausu lofti gripin. Við vissum ekkert hvaða fólk var tilnefnt fyrr en eftir á. Það var aldrei um neitt samkomulag að ræða. Bara eitthvað sem við höfðum sagt á göngunum. Í lögum um RÚV segir að í stjórn skuli skipað samkvæmt hlutfallskosningu. Það var ekkert samkomulag rofið. Bara alls ekki.“
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira