Fyrir mig snýst þetta um hvernig barninu mínu líður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júlí 2013 07:30 Aníta fagnar sigri sínum í Donetsk í gær. Nordicphotos/AFP „Ég eiginilega gat ekki horft á þetta. Ég gægðist bara við og við því ég var svo kvíðin,“ segir Bryndís Ernstsdóttir, móðir nýkrýnds heimsmeistara. Aníta Hinriksdótir kom langfyrst í mark í úrslitahlaupinu í Donetsk í Úkraínu í gær. Tími hennar var 2:01,13 og var hún rúmum tveimur sekúndum á undan næsta keppanda. Ekki nóg með það heldur bætti hún mótsmetið um tæpa hálfa sekúndu. „Það var ekki fyrr en ég sá hana koma í mark að ég gat slakað á. Hún settist niður, hallaði aftur höfðinu og þá kom svipur á hana sem sagði mér að þetta hefði allt saman tekist,“ segir Bryndís. „Fyrir mig snýst þetta um hvernig barninu mínu líður.“Aníta fékk gott faðmlag frá lukkudýri mótsins í Donetsk eftir að sigurinn var í höfn.Nordicphotos/GettyÞurfti enga hjálp Aníta, sem varð 17 ára í janúar, hefur æft frjálsar íþróttir með ÍR frá tíu ára aldri. Bryndís segist þó aldrei hafa verið viss um að Aníta yrði hlaupari. „Hún prófaði júdó, sund, körfubolta og fleira en endaði í frjálsum,“ segir Bryndís, sem er reyndur hlaupari og það er systir hennar, Martha Ernstsdóttir, ekki síður. Martha keppti á sínum tíma í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. „Ætli hún hafi ekki valið hlaupin því öll fjölskyldan var í hlaupum,“ segir Bryndís, sem nefnir einnig eiginmann sinn og fósturföður Anítu auk bróður sinn til sögunnar sem hafa hlaupið fyrir ÍR. Bryndís segist ekki muna eftir því hvenær hún hafi áttað sig á því hve hæfileikarík Aníta væri á hlaupasviðinu. Hún man þó vel eftir því þegar hún áttaði sig á því að Aníta stæði henni framar. „Það var í Vesturgötuhlaupinu á Ísafirði þegar hún var tólf ára. Ég átti að hjálpa henni í hlaupinu,“ rifjar Bryndís upp og hlupu þær mæðgur hlið við hlið. „Svo kom einhver strákur sem ætlaði að vinna hana og þá var hún rokin,“ segir Bryndís létt.Vinnur á kaffihúsi Bryndís segir uppskriftina að árangri Anítu hve einbeitt hún sé. „Hún var farin að verða einbeitt á að ná árangri löngu áður en hún varð tilbúin,“ segir Bryndís. Hún segir þetta í raun hafa gerst jafnt og þétt og fjölskyldan sé í raun undrandi á góðum árangri hennar. „Þetta hefur gerst svo vandræðalaust og hún hefur verið alveg laus við meiðsli.“ Bryndís lýsir dóttur sinni sem hefðbundnum táningi. „Hún er bara venjulegur unglingur,“ segir hún um Anítu, sem lokið hefur fyrsta ári við Menntaskólann í Reykjavík og starfar meðfram því á kaffihúsi. Bryndís fær ekki að faðma dóttur sína strax því Aníta er á leið til Ítalíu á EM 19 ára og yngri. Hún verður því erlendis út vikun. „Ég vona bara að hún njóti stundarinnar núna. Þú veist hvernig þessir íþróttamenn eru. Þeir hugsa strax um það næsta. En það er hugarfarið sem þarf.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Sjá meira
„Ég eiginilega gat ekki horft á þetta. Ég gægðist bara við og við því ég var svo kvíðin,“ segir Bryndís Ernstsdóttir, móðir nýkrýnds heimsmeistara. Aníta Hinriksdótir kom langfyrst í mark í úrslitahlaupinu í Donetsk í Úkraínu í gær. Tími hennar var 2:01,13 og var hún rúmum tveimur sekúndum á undan næsta keppanda. Ekki nóg með það heldur bætti hún mótsmetið um tæpa hálfa sekúndu. „Það var ekki fyrr en ég sá hana koma í mark að ég gat slakað á. Hún settist niður, hallaði aftur höfðinu og þá kom svipur á hana sem sagði mér að þetta hefði allt saman tekist,“ segir Bryndís. „Fyrir mig snýst þetta um hvernig barninu mínu líður.“Aníta fékk gott faðmlag frá lukkudýri mótsins í Donetsk eftir að sigurinn var í höfn.Nordicphotos/GettyÞurfti enga hjálp Aníta, sem varð 17 ára í janúar, hefur æft frjálsar íþróttir með ÍR frá tíu ára aldri. Bryndís segist þó aldrei hafa verið viss um að Aníta yrði hlaupari. „Hún prófaði júdó, sund, körfubolta og fleira en endaði í frjálsum,“ segir Bryndís, sem er reyndur hlaupari og það er systir hennar, Martha Ernstsdóttir, ekki síður. Martha keppti á sínum tíma í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. „Ætli hún hafi ekki valið hlaupin því öll fjölskyldan var í hlaupum,“ segir Bryndís, sem nefnir einnig eiginmann sinn og fósturföður Anítu auk bróður sinn til sögunnar sem hafa hlaupið fyrir ÍR. Bryndís segist ekki muna eftir því hvenær hún hafi áttað sig á því hve hæfileikarík Aníta væri á hlaupasviðinu. Hún man þó vel eftir því þegar hún áttaði sig á því að Aníta stæði henni framar. „Það var í Vesturgötuhlaupinu á Ísafirði þegar hún var tólf ára. Ég átti að hjálpa henni í hlaupinu,“ rifjar Bryndís upp og hlupu þær mæðgur hlið við hlið. „Svo kom einhver strákur sem ætlaði að vinna hana og þá var hún rokin,“ segir Bryndís létt.Vinnur á kaffihúsi Bryndís segir uppskriftina að árangri Anítu hve einbeitt hún sé. „Hún var farin að verða einbeitt á að ná árangri löngu áður en hún varð tilbúin,“ segir Bryndís. Hún segir þetta í raun hafa gerst jafnt og þétt og fjölskyldan sé í raun undrandi á góðum árangri hennar. „Þetta hefur gerst svo vandræðalaust og hún hefur verið alveg laus við meiðsli.“ Bryndís lýsir dóttur sinni sem hefðbundnum táningi. „Hún er bara venjulegur unglingur,“ segir hún um Anítu, sem lokið hefur fyrsta ári við Menntaskólann í Reykjavík og starfar meðfram því á kaffihúsi. Bryndís fær ekki að faðma dóttur sína strax því Aníta er á leið til Ítalíu á EM 19 ára og yngri. Hún verður því erlendis út vikun. „Ég vona bara að hún njóti stundarinnar núna. Þú veist hvernig þessir íþróttamenn eru. Þeir hugsa strax um það næsta. En það er hugarfarið sem þarf.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Sjá meira