Aníta er óslípaður demantur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2013 00:01 Aníta Hinriksdóttir Mynd/Vilhelm ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir stal enn á nýju sviðsljósinu um síðustu helgi þegar hún setti nýtt og stórglæsilegt Íslandsmet í 800 metra hlaupi. Þessi 17 ára stelpa forðast sviðsljósið og verður seint sökuð um það að trana sér fram í fjölmiðlum en afrekin á hlaupabrautinni öskra á samanburð við besta frjálsíþróttafólk Íslandssögunnar. Fréttablaðið fékk Jónas Egilsson, framkvæmdastjóra FRÍ, Þóreyju Eddu Elísdóttir, verkefnisstjóra FRÍ og Fríðu Rún Þórðardóttur úr stjórn FRÍ til þess að segja sína skoðun á afrekum Anítu.Eitt mesta efni sem við höfum séð „Hún er einstök og jaðrar við það besta sem við höfðum séð í hennar grein í heiminum,“ segir Jónas. „Þetta er óslípaður demantur. Þetta er eitt mesta efni sem við höfum séð í íslenskum íþróttum í háa herrans tíð. Við höfum átt gott fólk eins og Jón Arnar Magnússon, Guðrúnu Arnardóttur, Völu Flosadóttur, Einar Vilhjálmsson, Hrein Halldórsson og fleiri. Ég held að hún sé ekki síðra og jafnvel meira efni en þetta fólk án þess að geta borið það nákvæmlega saman,“ segir Jónas. „Hún heldur áfram að sprengja alla skala. Hún kemur sífellt á óvart. Ég hélt að 2.01.17 væri tími sem væri erfitt fyrir hana að slá og bætingarnar yrðu eitthvað hægari. Fólk má alveg fara að búast við því að hún eigi eftir að bæta sig hægar því það styttist í toppinn. Hún er komin það langt. Ég sagði þetta samt líka þegar hún hljóp á 2.01.17 og svo hljóp hún 2.00.49 sem er bara ótrúlegt. Ég gapti bara þegar ég sá þetta,“ segir Þórey Edda Elísdóttir um árangur Anítu. „Við erum ákaflega stolt af þessari stúlku og hún vekur athygli. Þetta er góð auglýsing fyrir Ísland því það er tekið eftir henni. Ef hún heldur vel á spöðunum þessi stúlka þá á hún eftir að bæta sig í áratug í viðbót og vera í fremstu röð í heiminum. Hún á möguleika á því,“ segir Jónas.Gleðigjafinn helgi eftir helgi „Hún er gleðigjafinn hjá okkur helgi eftir helgi. Það er rosalega gaman að fylgjast með henni og umgjörðin í kringum hana er svo sterk og þau vita alveg hvert þau eru að stefna. Það er ekkert verið að flana að neinu,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir og bætir við: „Ég hefði varla trúað þessu því þetta er svo stórkostlegt hjá henni. Hún er alltaf svo mjúk og flott og gerir þetta eins og að drekka vatn. Ég held að það sé alveg ljóst að við höfum ekki átt efnilegri hlaupakonu,“ segir Fríða Rún. „Hún vekur athygli allstaðar enda ásamt því að vera ung er hún líka með sérstakan hlaupastíl. Það má samt ekki gleyma því að hún er einungis 17 ára og því mikilvægt að lágmarka utanaðkomandi pressu og leyfa henni að njóta stundarinnar. Þetta er rétt að byrja hjá henni því þetta er bara annað árið hennar í landsliðinu. Í rauninni er hún bara byrjandi,“ segir Þórey Edda en bætir við: „Ég hef fylgst með efnilegu fólki en það eru fáir sem hafa komið jafn mikið á óvart eins og hún. Þó að ég viti að hún sé efnileg þá stígur hún einhvern veginn alltaf skrefinu lengra en maður býst við og hreinlega sprengir alla skala. Ég hef aldrei séð annað eins og þó að ég sé ekki gömul í þessu þá eru örugglega margir aðrir sem gapa líka yfir þessu,“ segir Þórey Edda. Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir stal enn á nýju sviðsljósinu um síðustu helgi þegar hún setti nýtt og stórglæsilegt Íslandsmet í 800 metra hlaupi. Þessi 17 ára stelpa forðast sviðsljósið og verður seint sökuð um það að trana sér fram í fjölmiðlum en afrekin á hlaupabrautinni öskra á samanburð við besta frjálsíþróttafólk Íslandssögunnar. Fréttablaðið fékk Jónas Egilsson, framkvæmdastjóra FRÍ, Þóreyju Eddu Elísdóttir, verkefnisstjóra FRÍ og Fríðu Rún Þórðardóttur úr stjórn FRÍ til þess að segja sína skoðun á afrekum Anítu.Eitt mesta efni sem við höfum séð „Hún er einstök og jaðrar við það besta sem við höfðum séð í hennar grein í heiminum,“ segir Jónas. „Þetta er óslípaður demantur. Þetta er eitt mesta efni sem við höfum séð í íslenskum íþróttum í háa herrans tíð. Við höfum átt gott fólk eins og Jón Arnar Magnússon, Guðrúnu Arnardóttur, Völu Flosadóttur, Einar Vilhjálmsson, Hrein Halldórsson og fleiri. Ég held að hún sé ekki síðra og jafnvel meira efni en þetta fólk án þess að geta borið það nákvæmlega saman,“ segir Jónas. „Hún heldur áfram að sprengja alla skala. Hún kemur sífellt á óvart. Ég hélt að 2.01.17 væri tími sem væri erfitt fyrir hana að slá og bætingarnar yrðu eitthvað hægari. Fólk má alveg fara að búast við því að hún eigi eftir að bæta sig hægar því það styttist í toppinn. Hún er komin það langt. Ég sagði þetta samt líka þegar hún hljóp á 2.01.17 og svo hljóp hún 2.00.49 sem er bara ótrúlegt. Ég gapti bara þegar ég sá þetta,“ segir Þórey Edda Elísdóttir um árangur Anítu. „Við erum ákaflega stolt af þessari stúlku og hún vekur athygli. Þetta er góð auglýsing fyrir Ísland því það er tekið eftir henni. Ef hún heldur vel á spöðunum þessi stúlka þá á hún eftir að bæta sig í áratug í viðbót og vera í fremstu röð í heiminum. Hún á möguleika á því,“ segir Jónas.Gleðigjafinn helgi eftir helgi „Hún er gleðigjafinn hjá okkur helgi eftir helgi. Það er rosalega gaman að fylgjast með henni og umgjörðin í kringum hana er svo sterk og þau vita alveg hvert þau eru að stefna. Það er ekkert verið að flana að neinu,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir og bætir við: „Ég hefði varla trúað þessu því þetta er svo stórkostlegt hjá henni. Hún er alltaf svo mjúk og flott og gerir þetta eins og að drekka vatn. Ég held að það sé alveg ljóst að við höfum ekki átt efnilegri hlaupakonu,“ segir Fríða Rún. „Hún vekur athygli allstaðar enda ásamt því að vera ung er hún líka með sérstakan hlaupastíl. Það má samt ekki gleyma því að hún er einungis 17 ára og því mikilvægt að lágmarka utanaðkomandi pressu og leyfa henni að njóta stundarinnar. Þetta er rétt að byrja hjá henni því þetta er bara annað árið hennar í landsliðinu. Í rauninni er hún bara byrjandi,“ segir Þórey Edda en bætir við: „Ég hef fylgst með efnilegu fólki en það eru fáir sem hafa komið jafn mikið á óvart eins og hún. Þó að ég viti að hún sé efnileg þá stígur hún einhvern veginn alltaf skrefinu lengra en maður býst við og hreinlega sprengir alla skala. Ég hef aldrei séð annað eins og þó að ég sé ekki gömul í þessu þá eru örugglega margir aðrir sem gapa líka yfir þessu,“ segir Þórey Edda.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira