Komin út úr skugganum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2013 07:00 Sveinbjörg Zophoníasdóttir stóð sig frábærlega á Madeira, um síðustu helgi en aðeins ein íslensk sjöþrautarkona hefur náð í fleiri stig í sjöþraut en þessi 21 árs gamli Hornfirðingur. Mynd/Daníel 5.479 stig í sjöþraut og 1,78 metra stökk í hástökki. Hún Sveinbjörg Zophoníasdóttir sá ekki eftir því að hafa fórnað Humarhátíðinni á Höfn fyrir Evrópubikarkeppnina í fjölþrautum sem fram fór á Madeira um síðustu helgi. Sveinbjörg setti persónuleg met í bæði sjöþraut og hástökki á mótinu og setti um leið punktinn við glæsilegan júnímánuð. Þessi 21 árs gamla Hornafjarðarmær er svo sannarlega komin út úr skugganum og nú verður fróðlegt að sjá hvernig hún fylgir þessu eftir. „Ég er mjög ánægð. Oft líða tvö ár á milli þess að maður bætir sig í þrautinni. Það er miklu meira en að segja það að fara í gegnum sjö greinar. Þú þarft að halda haus og ná stöðugleika. Það tekur sinn tíma að læra inn á það,“ segir Sveinbjörg.Fín tímasetning Sveinbjörg hefur ekki verið mjög áberandi í fjölmiðlum til þessa á sínum ferli en kippti sér ekki mikið upp við það. „Ég hef ekki verið að velta því mikið fyrir mér hvort að ég sé í fjölmiðlum eða ekki. Ég reyni bara að einbeita mér að því sem ég er að gera og svo veit ég að ég uppsker eins og ég sái. Ég hef fengið að vera unglingur og fengið að leika mér. Ef ég gerði mistök þá lærði ég af þeim. Auðvitað var maður sár þegar hlutirnir gengu ekki upp en þá þurfti maður ekki líka að vinna úr utanaðkomandi pressu. Mér finnst þetta fín tímasetning á því að komast út úr skugganum, vera orðin 21 árs gömul. Mér finnst ég vera orðin andlega sterkari og ráða kannski betur við það,“ segir Sveinbjörg.Hástökkið gefur mörg stig Sveinbjörg stökk 1,78 metra í hástökkinu um síðustu helgi og fékk fyrir það 953 stig sem var það langhæsta hjá henni í þrautinni. „Ég hafði ekki bætt mig í hástökki síðan ég var 17 ára gömul en er orðin 21 árs í dag. Ég var búin að bíða lengi eftir þessum árangri en vissi að ég ætti þetta inni. Það var bara spurning hvenær þetta myndi klikka saman. Þessi grein gefur rosalega mörg stig í þrautinni þannig að það er mikilvægt að hafa hana góða. Ég mun ekkert slaka á í hástökkinu. Ég hef gaman af stökkgreinunum og hef það kannski líka í mér,“ segir Sveinbjörg sem er einnig mjög öflugur langstökkvari. Hún fékk 822 stig fyrr langstökkið um síðustu helgi en hefur náð því að stökkva yfir sex metra. Móðir hennar, Guðrún Ingólfsdóttir, var mjög öflugur kastari og á enn tvö Íslandsmet. „Hún á enn þá Íslandsmetið í kringlukasti og í kúluvarpi innanhúss. Hún var í köstunum en ég er í öllum greinum. Hún var aðeins öðruvísi frjálsíþróttakona en ég. Ég hef samt pottþétt fengið eitthvað af hennar genum því ég er svo sem ágæt í köstum líka. Hún var með góðan sprengikraft og góð í mörgum öðrum greinum. Hún lagði bara áherslu á köstin. Það er annars mikil frjálsíþróttamenning í báðum ættunum mínum,“ segir Sveinbjörg en stuðningurinn frá mömmu kemur sér vel.Í símasambandi við mömmu „Við mamma ræðum mikið saman um íþróttirnar og hún er minn andlegi sterki félagi í þessu. Ég er í fullu símasambandi við hana á hverju einasta móti sem ég fer á og þegar allt gengur ekki alveg upp þá er gott að geta leitað til hennar. Það er líka ótrúlega gaman að heyra í henni þegar það gengur vel,“ segir Sveinbjörg. En á hún möguleika í Íslandsmet mömmu sinnar? „Í fyrra var ég að kasta lengra en þegar mamma var sjálf tvítug. Þetta stefnir alveg í það að ég nái henni. Ég er náttúrulega bara 21 árs og á tíu ár eftir í þessu,“ segir Sveinbjörg. Guðrún móðir hennar kastaði kringlunni 53,86 metra þann 7. maí 1982 og kúlunni 15,64 metra innnanhúss 31. mars sama ár. Sveinbjörg kastaði kúlunni 12,38 metra um síðustu helgi. „Ég er stökkvari í mér og hef mest gaman af því. Það er líka viss sjarmi yfir hlaupa- og kastgreinunum og þetta er best í bland. Ég ætla að reyna að einbeita mér að kastgreinunum núna. Þar þarf ég að komast aðeins meira í gírinn. Ég hef verið svolítið að staðna í þeim greinum en annars er þetta mest allt á uppleið hjá mér þannig að ég get ekki kvartað,“ segir Sveinbjörg jákvæð enda sátt með stöðu mála í dag.Heppin að vera frá Hornafirði Sveinbjörg er flutt í bæinn og komin á fullt í Háskólanum. „Ég er á öðru ári í Háskólanum í uppeldis- og menntunarfræði og heimspeki. Það er nóg að gera í því líka. Ég tók samt þá ákvörðun þetta sumarið að einbeita mér bara að íþróttinni. Ég hef verið rosalega heppin því ég er frá Hornafirði og hef fengið styrktaraðila þaðan sem hafa staðið rosalega vel við bakið á mér. Ég tók þá ákvörðun að taka þetta af alvöru sem hefur síðan augljóslega skilað sér,“ segir Sveinbjörg sem valdi það að ganga til liðs við FH. „Ég hugsaði þetta aðallega út frá því að mér finnst þjálfarateymið gott hjá FH. Þegar maður er í sjöþraut þá þarf maður að velja þetta út frá því að maður sé með sem bestu þjálfara í sem flestum greinum. Það er fullt af flottu fólki í ÍR og fullt af flottu fólki í Breiðabliki. Það er gaman að fara í FH, halda þessu aðeins spennandi og sópa ekki öllum saman í sama liðið,“ segir Sveinbjörg í léttum tón. „Næstu skref hjá mér er bara að komast á stórmót. Ætli markmiðið sé ekki að reyna að halda mér inni í Ólympíuhópnum fyrir Ríó 2016,“ segir Sveinbjörg og bætir við: „Þetta er allt að smella saman núna. Auðvitað er ég búin að vera að bíða lengi eftir þessu. Kannski má segja að ég sé búin að bíða eftir því síðan ég var sautján ára að ná svona góðum árangri, komast svolítið í sviðsljósið og vera sýnileg,“ segir Sveinbjörg að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sjá meira
5.479 stig í sjöþraut og 1,78 metra stökk í hástökki. Hún Sveinbjörg Zophoníasdóttir sá ekki eftir því að hafa fórnað Humarhátíðinni á Höfn fyrir Evrópubikarkeppnina í fjölþrautum sem fram fór á Madeira um síðustu helgi. Sveinbjörg setti persónuleg met í bæði sjöþraut og hástökki á mótinu og setti um leið punktinn við glæsilegan júnímánuð. Þessi 21 árs gamla Hornafjarðarmær er svo sannarlega komin út úr skugganum og nú verður fróðlegt að sjá hvernig hún fylgir þessu eftir. „Ég er mjög ánægð. Oft líða tvö ár á milli þess að maður bætir sig í þrautinni. Það er miklu meira en að segja það að fara í gegnum sjö greinar. Þú þarft að halda haus og ná stöðugleika. Það tekur sinn tíma að læra inn á það,“ segir Sveinbjörg.Fín tímasetning Sveinbjörg hefur ekki verið mjög áberandi í fjölmiðlum til þessa á sínum ferli en kippti sér ekki mikið upp við það. „Ég hef ekki verið að velta því mikið fyrir mér hvort að ég sé í fjölmiðlum eða ekki. Ég reyni bara að einbeita mér að því sem ég er að gera og svo veit ég að ég uppsker eins og ég sái. Ég hef fengið að vera unglingur og fengið að leika mér. Ef ég gerði mistök þá lærði ég af þeim. Auðvitað var maður sár þegar hlutirnir gengu ekki upp en þá þurfti maður ekki líka að vinna úr utanaðkomandi pressu. Mér finnst þetta fín tímasetning á því að komast út úr skugganum, vera orðin 21 árs gömul. Mér finnst ég vera orðin andlega sterkari og ráða kannski betur við það,“ segir Sveinbjörg.Hástökkið gefur mörg stig Sveinbjörg stökk 1,78 metra í hástökkinu um síðustu helgi og fékk fyrir það 953 stig sem var það langhæsta hjá henni í þrautinni. „Ég hafði ekki bætt mig í hástökki síðan ég var 17 ára gömul en er orðin 21 árs í dag. Ég var búin að bíða lengi eftir þessum árangri en vissi að ég ætti þetta inni. Það var bara spurning hvenær þetta myndi klikka saman. Þessi grein gefur rosalega mörg stig í þrautinni þannig að það er mikilvægt að hafa hana góða. Ég mun ekkert slaka á í hástökkinu. Ég hef gaman af stökkgreinunum og hef það kannski líka í mér,“ segir Sveinbjörg sem er einnig mjög öflugur langstökkvari. Hún fékk 822 stig fyrr langstökkið um síðustu helgi en hefur náð því að stökkva yfir sex metra. Móðir hennar, Guðrún Ingólfsdóttir, var mjög öflugur kastari og á enn tvö Íslandsmet. „Hún á enn þá Íslandsmetið í kringlukasti og í kúluvarpi innanhúss. Hún var í köstunum en ég er í öllum greinum. Hún var aðeins öðruvísi frjálsíþróttakona en ég. Ég hef samt pottþétt fengið eitthvað af hennar genum því ég er svo sem ágæt í köstum líka. Hún var með góðan sprengikraft og góð í mörgum öðrum greinum. Hún lagði bara áherslu á köstin. Það er annars mikil frjálsíþróttamenning í báðum ættunum mínum,“ segir Sveinbjörg en stuðningurinn frá mömmu kemur sér vel.Í símasambandi við mömmu „Við mamma ræðum mikið saman um íþróttirnar og hún er minn andlegi sterki félagi í þessu. Ég er í fullu símasambandi við hana á hverju einasta móti sem ég fer á og þegar allt gengur ekki alveg upp þá er gott að geta leitað til hennar. Það er líka ótrúlega gaman að heyra í henni þegar það gengur vel,“ segir Sveinbjörg. En á hún möguleika í Íslandsmet mömmu sinnar? „Í fyrra var ég að kasta lengra en þegar mamma var sjálf tvítug. Þetta stefnir alveg í það að ég nái henni. Ég er náttúrulega bara 21 árs og á tíu ár eftir í þessu,“ segir Sveinbjörg. Guðrún móðir hennar kastaði kringlunni 53,86 metra þann 7. maí 1982 og kúlunni 15,64 metra innnanhúss 31. mars sama ár. Sveinbjörg kastaði kúlunni 12,38 metra um síðustu helgi. „Ég er stökkvari í mér og hef mest gaman af því. Það er líka viss sjarmi yfir hlaupa- og kastgreinunum og þetta er best í bland. Ég ætla að reyna að einbeita mér að kastgreinunum núna. Þar þarf ég að komast aðeins meira í gírinn. Ég hef verið svolítið að staðna í þeim greinum en annars er þetta mest allt á uppleið hjá mér þannig að ég get ekki kvartað,“ segir Sveinbjörg jákvæð enda sátt með stöðu mála í dag.Heppin að vera frá Hornafirði Sveinbjörg er flutt í bæinn og komin á fullt í Háskólanum. „Ég er á öðru ári í Háskólanum í uppeldis- og menntunarfræði og heimspeki. Það er nóg að gera í því líka. Ég tók samt þá ákvörðun þetta sumarið að einbeita mér bara að íþróttinni. Ég hef verið rosalega heppin því ég er frá Hornafirði og hef fengið styrktaraðila þaðan sem hafa staðið rosalega vel við bakið á mér. Ég tók þá ákvörðun að taka þetta af alvöru sem hefur síðan augljóslega skilað sér,“ segir Sveinbjörg sem valdi það að ganga til liðs við FH. „Ég hugsaði þetta aðallega út frá því að mér finnst þjálfarateymið gott hjá FH. Þegar maður er í sjöþraut þá þarf maður að velja þetta út frá því að maður sé með sem bestu þjálfara í sem flestum greinum. Það er fullt af flottu fólki í ÍR og fullt af flottu fólki í Breiðabliki. Það er gaman að fara í FH, halda þessu aðeins spennandi og sópa ekki öllum saman í sama liðið,“ segir Sveinbjörg í léttum tón. „Næstu skref hjá mér er bara að komast á stórmót. Ætli markmiðið sé ekki að reyna að halda mér inni í Ólympíuhópnum fyrir Ríó 2016,“ segir Sveinbjörg og bætir við: „Þetta er allt að smella saman núna. Auðvitað er ég búin að vera að bíða lengi eftir þessu. Kannski má segja að ég sé búin að bíða eftir því síðan ég var sautján ára að ná svona góðum árangri, komast svolítið í sviðsljósið og vera sýnileg,“ segir Sveinbjörg að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sjá meira