Dísilvélin fer á HM í Moskvu Stefán Árni Pálsson skrifar 29. júní 2013 06:00 Ásdís Hjálmsdóttir verður meðal þátttakenda á heimsmeistaramótinu í Moskvu sem fram fer í ágúst. Nordicphotos/AFP Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir hefur tilkynnt Frjálsíþróttasambandi Íslands að hún ætli sér ekki að taka þátt á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fer í Moskvu 10.-18. ágúst næstkomandi. Hún vill frekar einbeita sér að heimsmeistaramóti 17 ára og yngri og Evrópumeistaramóti 19 ára, en þessi mót fara bæði fram í júlí. Frjálsíþróttasamband Íslands hefur því í staðinn fengið leyfi til að senda spjótkastarann Ásdísi Hjálmsdóttur út til Moskvu. Ásdís var hársbreidd frá því að ná lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótið í Sollentuna í Svíþjóð á fimmtudaginn þegar hún kastaði 59,97 metra og var því þremur sentímetrum frá lágmarkinu. „Við höfum tök á því að senda tvo keppendur á heimsmeistaramótið og fyrst Aníta [Hinriksdóttir] tekur þessa ákvörðun gátum við sent Ásdísi Hjálmsdóttur á mótið,“ segir Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands. „Ég hef nú þegar fengið leyfi hjá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu til að senda Ásdísi [Hjálmsdóttur] á mótið. Hana vantar ennþá þrjá sentímetra til að ná lágmarkinu en þetta tekur mikla pressu af henni og hún getur því einbeitt sér betur.“ Ásdís Hjálmsdóttir ætlar sér að vera komin í sitt besta form fyrir heimsmeistaramótið. „Ég er að finna mig vel núna og loksins er ég að ná betri tökum á tækninni,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir.Flott ákvörðun „Mér finnst þetta mjög skynsamleg ákvörðun hjá Anítu [Hinriksdóttur] og ég veit að hún hefur tekið þessa ákvörðun í samráði við þjálfarana sína. Hún er bæði að fara að taka þátt á HM 17 ára og yngri sem og Evrópumeistaramóti 19 ára í júlí og það er í sjálfu sér rosalega mikið fyrir 17 ára stelpu. Að ætla sér að fara á heimsmeistaramót einum mánuði síðar er allt of mikið álag, það er bara rosalega erfitt að vera í topp formi allan þennan tíma. Hún er rosalega ung og á eftir að taka þátt á mörgum heimsmeistaramótum í framtíðinni. Þetta er bara ofboðslega skynsamleg ákvörðun og það segi ég ekki vegna þess að ég er allt í einu komin inn á HM.“Tók mig í gegn „Mér hefur gengið upp og niður að undanförnu en eftir gott samtal við þjálfarann minn [Terry McHugh], þar sem hann tók mig gjörsamlega í gegn, hefur mér liðið betur og ég finn að þetta er allt að koma. Núna tekur við hjá mér tveggja vikna æfingatímabil og gott að standa sig vel rétt fyrir slík átök til að efla sjálfstraustið. Ég stefni síðan á að vera komin í algjört toppform eftir þann tíma. Strax í kjölfarið mun ég keppa á þremur mótum í júlí.“ Eins og áður segir var Ásdís þremur sentímetrum frá lágmarkinu á heimsmeistaramótið í gær. Hún hefur aftur á mótið fengið keppnisrétt á mótið. „Mér var tilkynnt á fimmtudaginn, rétt áður en ég átti að keppa í Svíþjóð, að Aníta [Hinriksdóttir] myndi ekki fara á heimsmeistaramótið og að ég væri komin inn. Það var því aldrei nein pressa á mér. Það hafði samt sem áður lítil áhrif á mig, þar sem ég hafði ákveðið að setja enga pressu á mig á fimmtudaginn. Takmarkið var bara að laga ákveðna hluti í tækninni og byggja svo ofan á það.“Dísilvélin „Það tekur mig oft þó nokkuð langan tíma að komast á skrið í spjótinu. Ég er eins konar dísilvél og oftast hef ég tryggt mig seint inn á stórmót. Það er einfaldlega ekki hægt að vera í toppformi í marga mánuði og það snýst allt um að toppa á réttum tíma í þessari íþrótt. Ef maður er of þreyttur eða illa upplagður kemur það bara niður á frammistöðunni. Ég er í þyngri æfingum núna til að geta slakað á í nokkrar vikur fyrir HM svo ég verði úthvíld fyrir mótið.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Sjá meira
Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir hefur tilkynnt Frjálsíþróttasambandi Íslands að hún ætli sér ekki að taka þátt á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fer í Moskvu 10.-18. ágúst næstkomandi. Hún vill frekar einbeita sér að heimsmeistaramóti 17 ára og yngri og Evrópumeistaramóti 19 ára, en þessi mót fara bæði fram í júlí. Frjálsíþróttasamband Íslands hefur því í staðinn fengið leyfi til að senda spjótkastarann Ásdísi Hjálmsdóttur út til Moskvu. Ásdís var hársbreidd frá því að ná lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótið í Sollentuna í Svíþjóð á fimmtudaginn þegar hún kastaði 59,97 metra og var því þremur sentímetrum frá lágmarkinu. „Við höfum tök á því að senda tvo keppendur á heimsmeistaramótið og fyrst Aníta [Hinriksdóttir] tekur þessa ákvörðun gátum við sent Ásdísi Hjálmsdóttur á mótið,“ segir Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands. „Ég hef nú þegar fengið leyfi hjá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu til að senda Ásdísi [Hjálmsdóttur] á mótið. Hana vantar ennþá þrjá sentímetra til að ná lágmarkinu en þetta tekur mikla pressu af henni og hún getur því einbeitt sér betur.“ Ásdís Hjálmsdóttir ætlar sér að vera komin í sitt besta form fyrir heimsmeistaramótið. „Ég er að finna mig vel núna og loksins er ég að ná betri tökum á tækninni,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir.Flott ákvörðun „Mér finnst þetta mjög skynsamleg ákvörðun hjá Anítu [Hinriksdóttur] og ég veit að hún hefur tekið þessa ákvörðun í samráði við þjálfarana sína. Hún er bæði að fara að taka þátt á HM 17 ára og yngri sem og Evrópumeistaramóti 19 ára í júlí og það er í sjálfu sér rosalega mikið fyrir 17 ára stelpu. Að ætla sér að fara á heimsmeistaramót einum mánuði síðar er allt of mikið álag, það er bara rosalega erfitt að vera í topp formi allan þennan tíma. Hún er rosalega ung og á eftir að taka þátt á mörgum heimsmeistaramótum í framtíðinni. Þetta er bara ofboðslega skynsamleg ákvörðun og það segi ég ekki vegna þess að ég er allt í einu komin inn á HM.“Tók mig í gegn „Mér hefur gengið upp og niður að undanförnu en eftir gott samtal við þjálfarann minn [Terry McHugh], þar sem hann tók mig gjörsamlega í gegn, hefur mér liðið betur og ég finn að þetta er allt að koma. Núna tekur við hjá mér tveggja vikna æfingatímabil og gott að standa sig vel rétt fyrir slík átök til að efla sjálfstraustið. Ég stefni síðan á að vera komin í algjört toppform eftir þann tíma. Strax í kjölfarið mun ég keppa á þremur mótum í júlí.“ Eins og áður segir var Ásdís þremur sentímetrum frá lágmarkinu á heimsmeistaramótið í gær. Hún hefur aftur á mótið fengið keppnisrétt á mótið. „Mér var tilkynnt á fimmtudaginn, rétt áður en ég átti að keppa í Svíþjóð, að Aníta [Hinriksdóttir] myndi ekki fara á heimsmeistaramótið og að ég væri komin inn. Það var því aldrei nein pressa á mér. Það hafði samt sem áður lítil áhrif á mig, þar sem ég hafði ákveðið að setja enga pressu á mig á fimmtudaginn. Takmarkið var bara að laga ákveðna hluti í tækninni og byggja svo ofan á það.“Dísilvélin „Það tekur mig oft þó nokkuð langan tíma að komast á skrið í spjótinu. Ég er eins konar dísilvél og oftast hef ég tryggt mig seint inn á stórmót. Það er einfaldlega ekki hægt að vera í toppformi í marga mánuði og það snýst allt um að toppa á réttum tíma í þessari íþrótt. Ef maður er of þreyttur eða illa upplagður kemur það bara niður á frammistöðunni. Ég er í þyngri æfingum núna til að geta slakað á í nokkrar vikur fyrir HM svo ég verði úthvíld fyrir mótið.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Sjá meira