Allt íslenskt nema gúmmískórnir 15. júní 2013 21:00 Kaupmaðurinn er ný verslun með íslenska hönnun á Ísafirði. mynd/kaupmaðurinn Glæný verslun með íslenska hönnun var opnuð á Ísafirði síðastliðinn laugardag á horni Austurvegs og Hafnarstrætis. Búðin hefur fengið nafnið Kaupmaðurinn og segir Gísli Jón Hjaltason verslunarstjóri slíka búð hafa vantað á Vestfirði. „Okkur langaði til að bjóða upp á íslenska hönnun hér á Ísafirði. Það er gróska í íslenskri hönnun og við sáum að við yrðum ekki í vandræðum með að fylla búðina af vörum. Ferðamannastraumurinn hingað á Vestfirði er líka alltaf að aukast,“ segir Gísli. „Sara Jónsdóttir hannaði verslunina og skapaði fallega umgjörð um vörurnar, meðal annars vegg sem hún hannaði með örnefnum að vestan og Fánasmiðjan á Ísafirði prentaði.“ Meðal merkja til sölu í búðinni eru Vík Prjónsdóttir, Farmers Market, As we grow og Aurum svo eitthvað sé nefnt og teygir vöruúrvalið sig yfir fatnað, skart, heimilisvörur og fylgihluti. „Það er allt íslenskt í búðinni, nema gúmmískórnir,“ segir Gísli. „Þeir eru samt svo rótgrónir í íslenskri menningu að við vildum hafa þá með.“ Hægt er að fylgjast með Kaupmanninum á Facebook.Meðal merkja til sölu í búðinni eru Vík Prjónsdóttir, Farmers Market, As we grow og Aurum..Sara Jónsdóttir hannaði útlit verslunarinnar. Fánasmiðjan á Ísafirði prentaði vestfirsk örnefni á vegg.. Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Glæný verslun með íslenska hönnun var opnuð á Ísafirði síðastliðinn laugardag á horni Austurvegs og Hafnarstrætis. Búðin hefur fengið nafnið Kaupmaðurinn og segir Gísli Jón Hjaltason verslunarstjóri slíka búð hafa vantað á Vestfirði. „Okkur langaði til að bjóða upp á íslenska hönnun hér á Ísafirði. Það er gróska í íslenskri hönnun og við sáum að við yrðum ekki í vandræðum með að fylla búðina af vörum. Ferðamannastraumurinn hingað á Vestfirði er líka alltaf að aukast,“ segir Gísli. „Sara Jónsdóttir hannaði verslunina og skapaði fallega umgjörð um vörurnar, meðal annars vegg sem hún hannaði með örnefnum að vestan og Fánasmiðjan á Ísafirði prentaði.“ Meðal merkja til sölu í búðinni eru Vík Prjónsdóttir, Farmers Market, As we grow og Aurum svo eitthvað sé nefnt og teygir vöruúrvalið sig yfir fatnað, skart, heimilisvörur og fylgihluti. „Það er allt íslenskt í búðinni, nema gúmmískórnir,“ segir Gísli. „Þeir eru samt svo rótgrónir í íslenskri menningu að við vildum hafa þá með.“ Hægt er að fylgjast með Kaupmanninum á Facebook.Meðal merkja til sölu í búðinni eru Vík Prjónsdóttir, Farmers Market, As we grow og Aurum..Sara Jónsdóttir hannaði útlit verslunarinnar. Fánasmiðjan á Ísafirði prentaði vestfirsk örnefni á vegg..
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira