Gaf unglingspilti bíla og hélt honum uppi fyrir kynmök Stígur Helgason skrifar 13. júní 2013 09:00 Sigurður viðurkenndi að hafa átt í sambandi við piltinn en neitaði að hafa notfært sér aðstöðumun og tælt hann með gjöfum. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Aron Snorra Gunnarsson, 36 ára, í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti sem stóðu yfir reglulega í tvö ár. Sigurður Aron er dæmdur fyrir að hafa í sex skipti haft kynmök við piltinn, sem þá var á aldrinum 15 til 17 ára. Þrír vinir piltsins kærðu Sigurð Aron einnig fyrir kynferðislega áreitni í samkvæmum en þau mál voru látin niður falla. Pilturinn segist hafa kynnst Sigurði Aron á Facebook. Þeir hafi fljótlega tekið upp kynferðislegt samband og Sigurður Aron farið að bera á hann gjafir.Fram kemur í dómnum að Sigurður Aron hafi gefið piltinum áfengi og fíkniefni, tvo bíla, annan þeirra í jólagjöf, tvo síma, skó, föt og skartgripi. Þá hafi hann lagt inn á hann samtals yfir 300 þúsund krónur, boðið honum með sér til útlanda, lánað móður hans peninga og keypt mat fyrir fjölskyldu hans. Móðir piltsins segist hafa vitað af vinasambandi Sigurðar og sonar hennar en hún hafi ekki vitað að þeir ættu í kynferðislegu sambandi. Sigurður var á þessum tíma 32 til 34 ára gamall en sagði piltinum rangt til um aldur sinn. Hann taldi að Sigurður væri um 26 ára gamall þegar þeir kynntust. Sjálfur hefur Sigurður neitað því að gjafirnar hafi verið í skiptum fyrir kynferðislega greiða. „Ákærði hefur engar trúverðugar skýringar gefið á örlæti sínu við piltinn, sem aftur hefur borið að hann hafi litið svo á að gjafirnar tengdust kynferðislegum samskiptum þeirra,“ segir hins vegar í dómnum. Þar segir einnig að Sigurður Aron hafi brotið gróflega gegn piltinum „sem var á viðkvæmu aldurs- og þroskastigi þegar brotin voru framin“. Enn fremur segir í dómnum: „Mátti ákærða vera ljóst hversu alvarlegar afleiðingar háttsemi hans hlyti að hafa fyrir líf og sálarheill piltsins. Þá sýndi ákærði af sér einbeittan brotavilja í samskiptum við piltinn.“ Hann þarf að greiða piltinum 1,2 milljónir í miskabætur.Margdæmdur afbrotamaður Sigurður Aron hefur á þrettán ára tímabili hlotið sex refsidóma. Nú síðast staðfesti Hæstiréttur 18 mánaða dóm yfir honum fyrir rán og fíkniefnalagabrot. Árið 2009 fékk hann dóm fyrir að brjóta gegn barni með því að sýna því klámefni og hafa uppi annars konar ósiðlega hegðun gagnvart því. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Aron Snorra Gunnarsson, 36 ára, í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti sem stóðu yfir reglulega í tvö ár. Sigurður Aron er dæmdur fyrir að hafa í sex skipti haft kynmök við piltinn, sem þá var á aldrinum 15 til 17 ára. Þrír vinir piltsins kærðu Sigurð Aron einnig fyrir kynferðislega áreitni í samkvæmum en þau mál voru látin niður falla. Pilturinn segist hafa kynnst Sigurði Aron á Facebook. Þeir hafi fljótlega tekið upp kynferðislegt samband og Sigurður Aron farið að bera á hann gjafir.Fram kemur í dómnum að Sigurður Aron hafi gefið piltinum áfengi og fíkniefni, tvo bíla, annan þeirra í jólagjöf, tvo síma, skó, föt og skartgripi. Þá hafi hann lagt inn á hann samtals yfir 300 þúsund krónur, boðið honum með sér til útlanda, lánað móður hans peninga og keypt mat fyrir fjölskyldu hans. Móðir piltsins segist hafa vitað af vinasambandi Sigurðar og sonar hennar en hún hafi ekki vitað að þeir ættu í kynferðislegu sambandi. Sigurður var á þessum tíma 32 til 34 ára gamall en sagði piltinum rangt til um aldur sinn. Hann taldi að Sigurður væri um 26 ára gamall þegar þeir kynntust. Sjálfur hefur Sigurður neitað því að gjafirnar hafi verið í skiptum fyrir kynferðislega greiða. „Ákærði hefur engar trúverðugar skýringar gefið á örlæti sínu við piltinn, sem aftur hefur borið að hann hafi litið svo á að gjafirnar tengdust kynferðislegum samskiptum þeirra,“ segir hins vegar í dómnum. Þar segir einnig að Sigurður Aron hafi brotið gróflega gegn piltinum „sem var á viðkvæmu aldurs- og þroskastigi þegar brotin voru framin“. Enn fremur segir í dómnum: „Mátti ákærða vera ljóst hversu alvarlegar afleiðingar háttsemi hans hlyti að hafa fyrir líf og sálarheill piltsins. Þá sýndi ákærði af sér einbeittan brotavilja í samskiptum við piltinn.“ Hann þarf að greiða piltinum 1,2 milljónir í miskabætur.Margdæmdur afbrotamaður Sigurður Aron hefur á þrettán ára tímabili hlotið sex refsidóma. Nú síðast staðfesti Hæstiréttur 18 mánaða dóm yfir honum fyrir rán og fíkniefnalagabrot. Árið 2009 fékk hann dóm fyrir að brjóta gegn barni með því að sýna því klámefni og hafa uppi annars konar ósiðlega hegðun gagnvart því.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira