Brýnt að rannsaka skipulagsmálin Sunna Valgerðardóttir skrifar 10. júní 2013 06:00 Guðrún keyrir stundum um Seljahverfið, sem hún átti svo stóran þátt í að skapa. "Ég held að við höfum náð árangri í ýmsum málum; það er mikið af görðum og leiksvæðum og stígakerfið er gott. En útfærslurnar og framkvæmdin er víða mjög slöpp, en það stafar af því að það þarf að fylgja hugmyndum eftir,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Guðrún Jónsdóttir arkitekt er konan sem tók hvað mestan þátt í því að skipuleggja Seljahverfið í Breiðholti á sínum tíma. Hún starfaði þá á Teiknistofunni Höfða en var yfir verkefninu sem borgin fól henni til að búa til nýtt og fjölbreyttara íbúahverfi í Breiðholti í kring um 1970. Bakkarnir og Fellin voru þá nokkurra ára gömul.Ráðfærðu sig við sálfræðinga Guðrún notaði fjölmargar nýstárlegar aðferðir við þróun sína á hverfinu sem höfðu ekki verið notaðar áður. Hún myndaði til dæmis samráðshóp með ýmsum sérfræðingum; félagsfræðingum, sálfræðingum, landslagsarkitektum, læknum, þjóðfélagsfræðingum sem og verðandi íbúum hverfisins, til að fá sem víðasta mynd af því sem gera þurfti í skipulagsmálunum. „Við töldum að arkitektar væru ekki til þess menntaðir til að annast alla þætti sem koma að skipulags- og félagsmálum. Það skipti sköpum í þessu,“ segir hún. „Við sáum að það voru margir hlutir sem þurfti virkilega að ræða. Við lögðum áherslu á að hafa samsettari svæði heldur en í öðrum hverfum Breiðholts, en það vantaði gífurlega rannsóknir um allt sem viðkom skipulagsmálum. Var til að mynda rétt að aðskilja alla niður í hópa? Að börn séu einn hópur, unglingar annar, foreldrar sér og eldra fólk enn annar. Var rétt að öllu skipulaginu var velt yfir í það? Vorum við ekki að glata einhverju með þessu háttalagi og slíta fjölskylduna í sundur?“Allar gerðir kjarnafjölskyldna Guðrún lagði mikla áherslu á fjölskylduna í skipulagningu Seljahverfisins og tók til greina öll þau fjölskyldumynstur sem voru til staðar, þótt hin „dæmigerða kjarnafjölskylda“ væri vissulega algengust á þessum tíma. „Við hugsuðum um allan skalann af kjarnafjölskyldum; sem byrjar á því að kaupa sér blokkaríbúð, færir sig svo yfir í raðhúsið og svo ef ofsalega vel gengur færist hún yfir í einbýlishús. Það er það sem við sáum að var að gerast á öðrum svæðum,“ segir Guðrún.Íbúar hafðir með í ráðum Seljahverfið átti að verða svokallaður svefnbær, það er sú hugmynd að öllu sé skipt upp og til verði sérstök íbúðasvæði þar sem lágmarksþjónusta sé en vinna íbúa, verslun og stofnanir séu annars staðar. Guðrún vildi bregða út af þeirri hugmynd og lagði því fram ítarlegar tillögur að breytingum á hverfinu. „Við settum fram tillögu í samráði við íbúana sem ætluðu að byggja í hverfinu og fengum þá til viðtals á yfir tuttugu fundum. Þetta var mjög ánægjulegt þar sem þetta endaði í fullbúnum teikningum,“ segir hún. „Þau ákváðu sjálf hvar stofan átti að vera og svo framvegis eftir að þeim var úthlutað fermetrum. En þetta hefur ekki verið gert eftir þetta og það hefur ekki fengist staðfest hvernig þetta gekk því hér eru engar rannsóknir til.“Rannsóknir skortir sárlegaAð mati Guðrúnar skortir sárlega rannsóknir á sviði skipulagsmála í Reykjavík og víðar á landinu. „Það er þáttur sem hefði svo sannarlega þurft hér í Breiðholtinu. Þess vegna er ekkert skrítið að ýmis félagsleg vandamál komi upp í þessum hverfum því það er ekki gert ráð fyrir því að fólkið verði hér frá vöggu til grafar heldur aðskilið niður í þrönga hópa,“ segir hún. „Lengi vel var þetta allt of einsleitur hópur sem fluttist í hverfið og það er virkilega stórmál sem þyrfti verulega að taka á.“Heldur að fólkinu líði velSpurð um tilfinningar í garð þessa sköpunarverks síns í dag segist hún vera ánægð þegar upp er staðið. „Ég keyri stundum þarna um og ég held að við höfum náð árangri í ýmsum málum; það er mikið af görðum og leiksvæðum og stígakerfið er nokkuð gott,“ segir hún. „En útfærslurnar og framkvæmdin er víða mjög slöpp, en það stafar af því að það þarf að fylgja hugmyndunum eftir. Ég tel mig hafa bent á margt sem mér finnst rétt og ég er sömu skoðunar í dag. Ég held að minnsta kosti að fólki líði vel þarna, en það þarf auðvitað rannsóknir til að staðfesta það.“ Fréttaskýringar Innlent Tengdar fréttir Breiðholtið mun breytast á næstu tíu árum og fasteignaverð hækka "Ég hef spáð því í nokkurn tíma að Breiðholtið muni breytast mikið á næstu tíu árum. Ég hugsa að hingað muni flytjast fólk sem blöskrar íbúðaverð vestar og langar að gera eitthvað sniðugt,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og Breiðhyltingur. 10. júní 2013 06:00 Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. 6. júní 2013 07:00 Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt 8. júní 2013 07:00 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Guðrún Jónsdóttir arkitekt er konan sem tók hvað mestan þátt í því að skipuleggja Seljahverfið í Breiðholti á sínum tíma. Hún starfaði þá á Teiknistofunni Höfða en var yfir verkefninu sem borgin fól henni til að búa til nýtt og fjölbreyttara íbúahverfi í Breiðholti í kring um 1970. Bakkarnir og Fellin voru þá nokkurra ára gömul.Ráðfærðu sig við sálfræðinga Guðrún notaði fjölmargar nýstárlegar aðferðir við þróun sína á hverfinu sem höfðu ekki verið notaðar áður. Hún myndaði til dæmis samráðshóp með ýmsum sérfræðingum; félagsfræðingum, sálfræðingum, landslagsarkitektum, læknum, þjóðfélagsfræðingum sem og verðandi íbúum hverfisins, til að fá sem víðasta mynd af því sem gera þurfti í skipulagsmálunum. „Við töldum að arkitektar væru ekki til þess menntaðir til að annast alla þætti sem koma að skipulags- og félagsmálum. Það skipti sköpum í þessu,“ segir hún. „Við sáum að það voru margir hlutir sem þurfti virkilega að ræða. Við lögðum áherslu á að hafa samsettari svæði heldur en í öðrum hverfum Breiðholts, en það vantaði gífurlega rannsóknir um allt sem viðkom skipulagsmálum. Var til að mynda rétt að aðskilja alla niður í hópa? Að börn séu einn hópur, unglingar annar, foreldrar sér og eldra fólk enn annar. Var rétt að öllu skipulaginu var velt yfir í það? Vorum við ekki að glata einhverju með þessu háttalagi og slíta fjölskylduna í sundur?“Allar gerðir kjarnafjölskyldna Guðrún lagði mikla áherslu á fjölskylduna í skipulagningu Seljahverfisins og tók til greina öll þau fjölskyldumynstur sem voru til staðar, þótt hin „dæmigerða kjarnafjölskylda“ væri vissulega algengust á þessum tíma. „Við hugsuðum um allan skalann af kjarnafjölskyldum; sem byrjar á því að kaupa sér blokkaríbúð, færir sig svo yfir í raðhúsið og svo ef ofsalega vel gengur færist hún yfir í einbýlishús. Það er það sem við sáum að var að gerast á öðrum svæðum,“ segir Guðrún.Íbúar hafðir með í ráðum Seljahverfið átti að verða svokallaður svefnbær, það er sú hugmynd að öllu sé skipt upp og til verði sérstök íbúðasvæði þar sem lágmarksþjónusta sé en vinna íbúa, verslun og stofnanir séu annars staðar. Guðrún vildi bregða út af þeirri hugmynd og lagði því fram ítarlegar tillögur að breytingum á hverfinu. „Við settum fram tillögu í samráði við íbúana sem ætluðu að byggja í hverfinu og fengum þá til viðtals á yfir tuttugu fundum. Þetta var mjög ánægjulegt þar sem þetta endaði í fullbúnum teikningum,“ segir hún. „Þau ákváðu sjálf hvar stofan átti að vera og svo framvegis eftir að þeim var úthlutað fermetrum. En þetta hefur ekki verið gert eftir þetta og það hefur ekki fengist staðfest hvernig þetta gekk því hér eru engar rannsóknir til.“Rannsóknir skortir sárlegaAð mati Guðrúnar skortir sárlega rannsóknir á sviði skipulagsmála í Reykjavík og víðar á landinu. „Það er þáttur sem hefði svo sannarlega þurft hér í Breiðholtinu. Þess vegna er ekkert skrítið að ýmis félagsleg vandamál komi upp í þessum hverfum því það er ekki gert ráð fyrir því að fólkið verði hér frá vöggu til grafar heldur aðskilið niður í þrönga hópa,“ segir hún. „Lengi vel var þetta allt of einsleitur hópur sem fluttist í hverfið og það er virkilega stórmál sem þyrfti verulega að taka á.“Heldur að fólkinu líði velSpurð um tilfinningar í garð þessa sköpunarverks síns í dag segist hún vera ánægð þegar upp er staðið. „Ég keyri stundum þarna um og ég held að við höfum náð árangri í ýmsum málum; það er mikið af görðum og leiksvæðum og stígakerfið er nokkuð gott,“ segir hún. „En útfærslurnar og framkvæmdin er víða mjög slöpp, en það stafar af því að það þarf að fylgja hugmyndunum eftir. Ég tel mig hafa bent á margt sem mér finnst rétt og ég er sömu skoðunar í dag. Ég held að minnsta kosti að fólki líði vel þarna, en það þarf auðvitað rannsóknir til að staðfesta það.“
Fréttaskýringar Innlent Tengdar fréttir Breiðholtið mun breytast á næstu tíu árum og fasteignaverð hækka "Ég hef spáð því í nokkurn tíma að Breiðholtið muni breytast mikið á næstu tíu árum. Ég hugsa að hingað muni flytjast fólk sem blöskrar íbúðaverð vestar og langar að gera eitthvað sniðugt,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og Breiðhyltingur. 10. júní 2013 06:00 Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. 6. júní 2013 07:00 Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt 8. júní 2013 07:00 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Breiðholtið mun breytast á næstu tíu árum og fasteignaverð hækka "Ég hef spáð því í nokkurn tíma að Breiðholtið muni breytast mikið á næstu tíu árum. Ég hugsa að hingað muni flytjast fólk sem blöskrar íbúðaverð vestar og langar að gera eitthvað sniðugt,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og Breiðhyltingur. 10. júní 2013 06:00
Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. 6. júní 2013 07:00
Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt 8. júní 2013 07:00