Tíska og hönnun

Fyrrverandi ráðherrafrú selur föt

Marín Manda Magnúsdóttir skrifar
Rut Ingólfsdóttir selur marga fallega kjóla á laugardaginn.fréttablaðið/Stefán Karlsson
Rut Ingólfsdóttir selur marga fallega kjóla á laugardaginn.fréttablaðið/Stefán Karlsson

„Mér datt í hug að halda fatamarkað þegar ég var að taka til í skápunum mínum. Ég þurfti einnig að taka almennilega til í kjallaranum í vetur og þá ákvað ég að gera eitthvað í þessu,“ segir Rut Ingólfsdóttir.

Fatamarkaðurinn verður haldinn á laugardaginn milli klukkan 11 og 15 í kjallara hjónanna en Rut Ingólfsdóttir er gift Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra. Þau eru til húsa í Háuhlíð 14 í Reykjavík.

„Ég er fiðluleikari og er búin að vera mikið á sviðinu og hef því keypt mér ýmsar fallegar flíkur. Þetta eru alls konar föt af mér en það eru meðal annars vintage flíkur, veski, skór, slæður og bæði síðir og stuttir kjólar. Það eru allir velkomnir,“ segir Rut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×