Ríkari en Norðmenn? Jón Steinsson skrifar 6. júní 2013 08:49 Hugarfar margra á Íslandi fram á síðustu ár hefur verið að ágóðinn af nýtingu orkuauðlinda þjóðarinnar sé að mestu fólginn í þeim störfum sem skapast við byggingu virkjana og álvera. Þetta er afskaplega kostnaðarsamur misskilningur. Þessi hugsunarháttur er eins og ef Norðmenn seldu olíuna á kostnaðarverði einungis til þess að fá að byggja olíuborpallana. Ef sá hugsunarháttur væri ríkjandi í Noregi væru Norðmenn mun fátækari en þeir eru í dag. Að sama skapi, ef hugsunarháttur okkar Íslendinga gagnvart orkuauðlindum þjóðarinnar breytist, getum við orðið mun efnaðri en við erum í dag. Hinn stóri ágóði þegar kemur að orkuauðlindum þjóðarinnar er salan á orkunni. Þar liggja stóru peningarnir. En er ekki einum of mikið að vera að líkja orkuauðlindum Íslendinga við olíuauð Norðmanna? Nei. Stærðargráðan er ekki ósvipuð, að minnsta kosti ef mark er takandi á Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar. Hörður sagði nýlega að hann teldi raunhæft að hagnaður Landsvirkjunar gæti numið 100 ma.kr. árlega eftir 15 til 20 ár. Það eru u.þ.b. 6% af VLF, sem er svipað hlutfall og Norðmenn eru að taka út úr olíusjóðnum þar í landi árlega.Viðskiptasjónarmið Þessi ágóði byggist hins vegar á því að við seljum orkuna dýrt. Til þess að svo megi vera þarf að tryggja að viðskiptasjónarmið ráði því hverjum Landsvirkjun selur orkuna. Fram að þessu hafa stjórnmálamenn allt of oft sett þrýsting á Landsvirkjun að selja orku í ákveðin verkefni. Slíkur þrýstingur grefur undan samningsstöðu Landsvirkjunar og leiðir því til lægra orkuverðs en ella. Það sem gerist við slíkt er að auðlindaarðurinn rennur til erlendra álfyrirtækja í stað þess að renna til okkar Íslendinga. Freistingin er sterk fyrir stjórnmálamenn sem þurfa að ná kjöri fjórða hvert ár að þrýsta á um ákveðin verkefni í mikilvægum kjördæmum. En kostnaðurinn af slæmum samningum til 30 ára við risastórt álver er óheyrilegur. Almenningur þarf að veita stjórnmálamönnum stíft aðhald hvað þetta varðar. Líklega væri best að það væri algjörlega tabú fyrir stjórnmálamenn að beita Landsvirkjun þrýstingi varðandi það hverjum hún selur orku. Þannig væri best tryggt að viðskiptaleg sjónarmið ráði ríkjum við sölu á orku. Í dag hefur myndast sterk hefð á Íslandi fyrir því að ráðherra fylgi aflareglu varðandi úthlutun á þorskkvóta. Fyrir tíma aflareglunnar létu ráðherrar freistast ár eftir ár að úthluta of miklum kvóta og þorskstofninn minnkaði og minnkaði. Sú sóun var líka óheyrileg. En á þeim vettvangi hefur okkur tekist að koma böndum á freistni stjórnmálamanna. Vonandi tekst okkur það líka þegar kemur að orkuauðlindunum. Ef það tekst getum við ef til vill orðið ríkari en Norðmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hugarfar margra á Íslandi fram á síðustu ár hefur verið að ágóðinn af nýtingu orkuauðlinda þjóðarinnar sé að mestu fólginn í þeim störfum sem skapast við byggingu virkjana og álvera. Þetta er afskaplega kostnaðarsamur misskilningur. Þessi hugsunarháttur er eins og ef Norðmenn seldu olíuna á kostnaðarverði einungis til þess að fá að byggja olíuborpallana. Ef sá hugsunarháttur væri ríkjandi í Noregi væru Norðmenn mun fátækari en þeir eru í dag. Að sama skapi, ef hugsunarháttur okkar Íslendinga gagnvart orkuauðlindum þjóðarinnar breytist, getum við orðið mun efnaðri en við erum í dag. Hinn stóri ágóði þegar kemur að orkuauðlindum þjóðarinnar er salan á orkunni. Þar liggja stóru peningarnir. En er ekki einum of mikið að vera að líkja orkuauðlindum Íslendinga við olíuauð Norðmanna? Nei. Stærðargráðan er ekki ósvipuð, að minnsta kosti ef mark er takandi á Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar. Hörður sagði nýlega að hann teldi raunhæft að hagnaður Landsvirkjunar gæti numið 100 ma.kr. árlega eftir 15 til 20 ár. Það eru u.þ.b. 6% af VLF, sem er svipað hlutfall og Norðmenn eru að taka út úr olíusjóðnum þar í landi árlega.Viðskiptasjónarmið Þessi ágóði byggist hins vegar á því að við seljum orkuna dýrt. Til þess að svo megi vera þarf að tryggja að viðskiptasjónarmið ráði því hverjum Landsvirkjun selur orkuna. Fram að þessu hafa stjórnmálamenn allt of oft sett þrýsting á Landsvirkjun að selja orku í ákveðin verkefni. Slíkur þrýstingur grefur undan samningsstöðu Landsvirkjunar og leiðir því til lægra orkuverðs en ella. Það sem gerist við slíkt er að auðlindaarðurinn rennur til erlendra álfyrirtækja í stað þess að renna til okkar Íslendinga. Freistingin er sterk fyrir stjórnmálamenn sem þurfa að ná kjöri fjórða hvert ár að þrýsta á um ákveðin verkefni í mikilvægum kjördæmum. En kostnaðurinn af slæmum samningum til 30 ára við risastórt álver er óheyrilegur. Almenningur þarf að veita stjórnmálamönnum stíft aðhald hvað þetta varðar. Líklega væri best að það væri algjörlega tabú fyrir stjórnmálamenn að beita Landsvirkjun þrýstingi varðandi það hverjum hún selur orku. Þannig væri best tryggt að viðskiptaleg sjónarmið ráði ríkjum við sölu á orku. Í dag hefur myndast sterk hefð á Íslandi fyrir því að ráðherra fylgi aflareglu varðandi úthlutun á þorskkvóta. Fyrir tíma aflareglunnar létu ráðherrar freistast ár eftir ár að úthluta of miklum kvóta og þorskstofninn minnkaði og minnkaði. Sú sóun var líka óheyrileg. En á þeim vettvangi hefur okkur tekist að koma böndum á freistni stjórnmálamanna. Vonandi tekst okkur það líka þegar kemur að orkuauðlindunum. Ef það tekst getum við ef til vill orðið ríkari en Norðmenn.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun