Tíska og hönnun

Brúðarkjóllinn á uppboð

Marín Manda skrifar
Elizabeth Taylor og brúðarkjóllinn frægi sem nú er til sölu.
Elizabeth Taylor og brúðarkjóllinn frægi sem nú er til sölu.

Brúðarkjóll Elizabeth Taylor sem hún klæddist þegar hún giftist fyrsta eiginmanni sínum, Conrad Hilton árið 1950, hefur verið settur til sölu í uppboðshúsinu Christie‘s í London.

Fegurð brúðarkjólsins þykir endurspegla fegurð fyrri eiganda en talið er að það hafi tekið fimmtán saumakonur tvo til þrjá mánuði að sauma kjólinn, sem sé svo flókinn að ómögulegt hafi verið að endurtaka saumaskapinn.

Taylor bar kjólinn á brúðardaginn sinn þegar hún var einungis 18 ára en kjóllinn var gjöf frá kvikmyndaverinu. Brúðkaupið var einn stærsti viðburður ársins og um 700 manns mættu í veisluna.

Uppboðshúsið Christie‘s gerir ráð fyrir að kjólinn seljist fyrir allt að 50.000 pund, sem samsvarar tæplega 9 milljónum íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×