Utan vallar: Korter í Kalmar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2013 06:30 Margrét Lára Lítil ástæða virðist til bjartsýni fyrir Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu í sumar. Síðan stelpurnar okkar slógu út Úkraínu í tveimur umspilsleikjum um sæti í lokakeppninni í Svíþjóð hefur allt gengið á afturfótunum. Fimm leikir hafa tapast og sá eini sem vannst var gegn Ungverjum, sem sitja í 37. sæti heimslistans. Íslenska liðið komst í fyrsta skipti í lokakeppni stórmóts fyrir fjórum árum í Finnlandi. Þá töpuðu okkar stelpur öllum leikjum sínum en hægt var að fela sig á bak við frumsýningarskrekk. Nú er Ísland í riðli með Noregi, Hollandi og Þýskalandi sem er langsterkasta liðið í riðlinum. Fyrir fram hefði maður talið að íslenska liðið ætti möguleika til jafns við Noreg og Holland en svartsýnin hefur aukist á undanförnum mánuðum. Botninn tók úr í 3-2 tapi gegn Skotum á Laugardalsvelli um helgina.Glódís þarf meiri tíma Ýmislegt var skrýtið í landsleiknum gegn Skotum. Sif Atladóttir, besti miðvörður landsliðsins, var sett í stöðu bakvarðar en Glódís Perla Viggósdóttir og Katrín Jónsdóttir voru í hjarta varnarinnar. Glódís á framtíðina fyrir sér en taugaveiklunin leyndi sér ekki í fyrsta skipti í byrjunarliði fyrir framan land og þjóð. Glódísar er framtíðin en hún er ekki tilbúin í aðalhlutverk í Svíþjóð. Katrínar Ómarsdóttur var sárt saknað á miðjunni hjá Íslandi. Leiðtoginn á miðjunni, Edda Garðarsdóttir, hefur átt erfitt uppdráttar með landsliðinu í töluverðan tíma. 103 landsleikja konan hefur staðið fyrir sínu en nú þurfa aðrir að taka við.Kapphlaup við tímann Lítill vafi leikur á því að Margrét Lára Viðarsdóttir er besti leikmaður sem Ísland hefur alið. Þótt jákvætt sé að hún hafi komist í gegnum 90 mínútur þá var lítið að frétta af henni í leiknum. Til þessa hefur maður talið að Margrét Lára á hálfum hraða væri lífsnauðsynleg liðinu en gegn sterkum andstæðingum á slík skoðun ekki lengur við rök að styðjast. 37 dagar eru í að flautað verði til leiksins gegn Noregi í Kalmar. Þá þurfa Hólmfríður Magnúsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir, lykilmenn liðsins, að hafa hrist af sér meiðsli og gott betur, þær þurfa að vera í toppformi. Annars fer illa. Pepsi Max-deild kvenna Pistillinn Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Lítil ástæða virðist til bjartsýni fyrir Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu í sumar. Síðan stelpurnar okkar slógu út Úkraínu í tveimur umspilsleikjum um sæti í lokakeppninni í Svíþjóð hefur allt gengið á afturfótunum. Fimm leikir hafa tapast og sá eini sem vannst var gegn Ungverjum, sem sitja í 37. sæti heimslistans. Íslenska liðið komst í fyrsta skipti í lokakeppni stórmóts fyrir fjórum árum í Finnlandi. Þá töpuðu okkar stelpur öllum leikjum sínum en hægt var að fela sig á bak við frumsýningarskrekk. Nú er Ísland í riðli með Noregi, Hollandi og Þýskalandi sem er langsterkasta liðið í riðlinum. Fyrir fram hefði maður talið að íslenska liðið ætti möguleika til jafns við Noreg og Holland en svartsýnin hefur aukist á undanförnum mánuðum. Botninn tók úr í 3-2 tapi gegn Skotum á Laugardalsvelli um helgina.Glódís þarf meiri tíma Ýmislegt var skrýtið í landsleiknum gegn Skotum. Sif Atladóttir, besti miðvörður landsliðsins, var sett í stöðu bakvarðar en Glódís Perla Viggósdóttir og Katrín Jónsdóttir voru í hjarta varnarinnar. Glódís á framtíðina fyrir sér en taugaveiklunin leyndi sér ekki í fyrsta skipti í byrjunarliði fyrir framan land og þjóð. Glódísar er framtíðin en hún er ekki tilbúin í aðalhlutverk í Svíþjóð. Katrínar Ómarsdóttur var sárt saknað á miðjunni hjá Íslandi. Leiðtoginn á miðjunni, Edda Garðarsdóttir, hefur átt erfitt uppdráttar með landsliðinu í töluverðan tíma. 103 landsleikja konan hefur staðið fyrir sínu en nú þurfa aðrir að taka við.Kapphlaup við tímann Lítill vafi leikur á því að Margrét Lára Viðarsdóttir er besti leikmaður sem Ísland hefur alið. Þótt jákvætt sé að hún hafi komist í gegnum 90 mínútur þá var lítið að frétta af henni í leiknum. Til þessa hefur maður talið að Margrét Lára á hálfum hraða væri lífsnauðsynleg liðinu en gegn sterkum andstæðingum á slík skoðun ekki lengur við rök að styðjast. 37 dagar eru í að flautað verði til leiksins gegn Noregi í Kalmar. Þá þurfa Hólmfríður Magnúsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir, lykilmenn liðsins, að hafa hrist af sér meiðsli og gott betur, þær þurfa að vera í toppformi. Annars fer illa.
Pepsi Max-deild kvenna Pistillinn Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira