Betri heilsa og léttara líf án tóbaks Kristján Þór Júlíusson skrifar 31. maí 2013 12:00 Alþjóðlegur dagur án tóbaks er haldinn 31. maí ár hvert og er að þessu sinni helgaður banni við auglýsingum, kynningu og kostun á tóbaksvörum. Hér á landi tók bann við tóbaksauglýsingum gildi árið 1972, en frumkvæði að lagasetningunni átti Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður. Mikið vatn er til sjávar runnið frá því að auglýsingabannið tók gildi og án efa hefur það átt drjúgan þátt í þeim árangri sem síðar átti eftir að nást hér á landi í baráttunni gegn þeim heilsuspilli sem tóbak hefur reynst mannfólkinu. Ár frá ári hefur fækkað í hópi þeirra sem reykja daglega hér á landi. Samkvæmt nýjustu könnunum reyktu árið 2012 um 13,8% landsmanna á aldrinum 15–89 ára á móti 14,3% árið áður. Árið 1991 reyktu 30% landsmanna daglega en hlutfallið var um 40% árið 1985. Þetta er mikil breyting sem tvímælalaust hefur bætt lýðheilsu hér á landi umtalsvert eins og gefur augaleið þegar skoðað er hvað reykingar er stór áhættuþáttur þegar litið er til sjúkdóma á borð við hjarta- og kransæðasjúkdóma, tiltekinna krabbameina og sjúkdóma í lungum og öndunarfærum svo eitthvað sé nefnt. Reykingar eru algengari meðal karla en kvenna. Árið 2012 reyktu 14,9% karlmanna daglega en 12,8% kvenna. Íslenskir unglingar reykja minnst jafnaldra sinna í Evrópu. Þetta er niðurstaða evrópsku vímuefnarannsóknarinnar ESPAD (European School Survey Project on Alcohol and Drugs) sem kynnt var fyrir ári. Þar kom í ljós að mikið hefur dregið úr tóbaksreykingum ungmenna hér á landi síðastliðin 16 ár og hefur þróunin hér verið önnur og mun jákvæðari en í öðrum Evrópulöndum. Munntóbaksnotkun Tóbaksnotkun er ekki einungis bundin við reykingar og á liðnum árum hefur færst í vöxt að ungir karlmenn noti munntóbak. Könnun Landlæknis sýndi að árið 2012 tóku þrír af hverjum hundrað körlum í vörina. Neyslan er mest hjá þeim yngri, en um 15% karla á aldrinum 18–24 ára nota munntóbak. Notkun þess er hins vegar fátíð hjá konum. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að notkun tóbaks í vör dragi ekki úr reykingum heldur sé hrein viðbót. Þetta er alvarlegt, því í munntóbaki er mikill fjöldi krabbameinsvaldandi efna auk þess sem notkun þess er tengd hjartasjúkdómum og sykursýki. Ég er nýsestur í stól heilbrigðisráðherra en get sagt það strax að í því embætti mun ég leggja mikla áherslu á að efla starf á sviði forvarna og lýðheilsu til að auka almenn lífsgæði landsmanna – og það er einnig eitt af skilgreindum forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Þannig má jafnframt draga úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið allt til framtíðar og því er að öllu leyti til mikils að vinna.Stefnumörkun í tóbaksvörnum Í byrjun þessa árs skipaði forveri minn í velferðarráðuneytinu, Guðbjartur Hannesson, starfshóp til að leggja fram tillögu að heildstæðri stefnu í tóbaksvörnum með fulltrúum ráðuneytisins, fjármálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Embættis landlæknis. Hópurinn hefur í vinnu sinni tekið mið af þeim áherslum sem fram koma í tillögu til þingsályktunar sem lögð var fram á síðasta þingi um velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020. Einnig er horft til rammasamnings Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir sem Ísland er aðili að og tók gildi árið 2005, auk laga og annarra stjórnvaldsfyrirmæla og nýjustu þekkingar og þróunar á sviði tóbaksvarna á liðnum árum. Starfshópurinn hefur leitað eftir samstarfi við fulltrúa frá ýmsum stofnunum og félagasamtökum og er fyrirhugað að samráðsferlið standi fram á haust. Stefnt er að því að stefna og meginmarkmið liggi fyrir í árslok 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur án tóbaks er haldinn 31. maí ár hvert og er að þessu sinni helgaður banni við auglýsingum, kynningu og kostun á tóbaksvörum. Hér á landi tók bann við tóbaksauglýsingum gildi árið 1972, en frumkvæði að lagasetningunni átti Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður. Mikið vatn er til sjávar runnið frá því að auglýsingabannið tók gildi og án efa hefur það átt drjúgan þátt í þeim árangri sem síðar átti eftir að nást hér á landi í baráttunni gegn þeim heilsuspilli sem tóbak hefur reynst mannfólkinu. Ár frá ári hefur fækkað í hópi þeirra sem reykja daglega hér á landi. Samkvæmt nýjustu könnunum reyktu árið 2012 um 13,8% landsmanna á aldrinum 15–89 ára á móti 14,3% árið áður. Árið 1991 reyktu 30% landsmanna daglega en hlutfallið var um 40% árið 1985. Þetta er mikil breyting sem tvímælalaust hefur bætt lýðheilsu hér á landi umtalsvert eins og gefur augaleið þegar skoðað er hvað reykingar er stór áhættuþáttur þegar litið er til sjúkdóma á borð við hjarta- og kransæðasjúkdóma, tiltekinna krabbameina og sjúkdóma í lungum og öndunarfærum svo eitthvað sé nefnt. Reykingar eru algengari meðal karla en kvenna. Árið 2012 reyktu 14,9% karlmanna daglega en 12,8% kvenna. Íslenskir unglingar reykja minnst jafnaldra sinna í Evrópu. Þetta er niðurstaða evrópsku vímuefnarannsóknarinnar ESPAD (European School Survey Project on Alcohol and Drugs) sem kynnt var fyrir ári. Þar kom í ljós að mikið hefur dregið úr tóbaksreykingum ungmenna hér á landi síðastliðin 16 ár og hefur þróunin hér verið önnur og mun jákvæðari en í öðrum Evrópulöndum. Munntóbaksnotkun Tóbaksnotkun er ekki einungis bundin við reykingar og á liðnum árum hefur færst í vöxt að ungir karlmenn noti munntóbak. Könnun Landlæknis sýndi að árið 2012 tóku þrír af hverjum hundrað körlum í vörina. Neyslan er mest hjá þeim yngri, en um 15% karla á aldrinum 18–24 ára nota munntóbak. Notkun þess er hins vegar fátíð hjá konum. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að notkun tóbaks í vör dragi ekki úr reykingum heldur sé hrein viðbót. Þetta er alvarlegt, því í munntóbaki er mikill fjöldi krabbameinsvaldandi efna auk þess sem notkun þess er tengd hjartasjúkdómum og sykursýki. Ég er nýsestur í stól heilbrigðisráðherra en get sagt það strax að í því embætti mun ég leggja mikla áherslu á að efla starf á sviði forvarna og lýðheilsu til að auka almenn lífsgæði landsmanna – og það er einnig eitt af skilgreindum forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Þannig má jafnframt draga úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið allt til framtíðar og því er að öllu leyti til mikils að vinna.Stefnumörkun í tóbaksvörnum Í byrjun þessa árs skipaði forveri minn í velferðarráðuneytinu, Guðbjartur Hannesson, starfshóp til að leggja fram tillögu að heildstæðri stefnu í tóbaksvörnum með fulltrúum ráðuneytisins, fjármálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Embættis landlæknis. Hópurinn hefur í vinnu sinni tekið mið af þeim áherslum sem fram koma í tillögu til þingsályktunar sem lögð var fram á síðasta þingi um velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020. Einnig er horft til rammasamnings Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir sem Ísland er aðili að og tók gildi árið 2005, auk laga og annarra stjórnvaldsfyrirmæla og nýjustu þekkingar og þróunar á sviði tóbaksvarna á liðnum árum. Starfshópurinn hefur leitað eftir samstarfi við fulltrúa frá ýmsum stofnunum og félagasamtökum og er fyrirhugað að samráðsferlið standi fram á haust. Stefnt er að því að stefna og meginmarkmið liggi fyrir í árslok 2013.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun