Tígurinn snýr aftur Sara McMahon skrifar 30. maí 2013 12:00 Carol Lim og Humberto Leon hafa endurvakið vinsældir Kenzo með litríkri og fallegri hönnun sinni. Tískuhúsið Kenzo hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að Carol Lim og Humberto Leon, eigendur Opening Ceremony, tóku við sem yfirhönnuðir þess. Parið endurvakti meðal annars Kenzo-tígurinn, peysur er skörtuðu kattardýrinu og urðu ein vinsælasta tískuflík ársins 2012. Kenzo var stofnað af japanska hönnuðinum Kenzo Takada á áttunda áratug síðustu aldar. Hönnun Takada þótti djörf og litrík og vakti strax mikla athygli. Árið 1976 opnaði hann glæsilega verslun við Place des Victoires í París. Árið 1983 frumsýndi Takada fyrstu herralínu sína og áratug síðar tók stórveldið LVMH við rekstri hússins. Takada hætti störfum árið 1999 og nokkru síðar tóku vinsældir tískuhússins að dvína. Lim og Leon eru hvorug menntuð sem fatahönnuðir en deila áhuga á ferðalögum og innkaupum. Þau tóku snemma þá ákvörðun að finna sér starf sem sameinaði þessi tvö áhugamál og ákváðu að stofna tískuverslunina Opening Ceremony. Skömmu eftir opnun verslunarinnar hófu þau að hanna samnefnt fatamerki sem sló fljótlega í gegn. Og ævintýri tvíeykisins heldur áfram með Kenzo. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Tískuhúsið Kenzo hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að Carol Lim og Humberto Leon, eigendur Opening Ceremony, tóku við sem yfirhönnuðir þess. Parið endurvakti meðal annars Kenzo-tígurinn, peysur er skörtuðu kattardýrinu og urðu ein vinsælasta tískuflík ársins 2012. Kenzo var stofnað af japanska hönnuðinum Kenzo Takada á áttunda áratug síðustu aldar. Hönnun Takada þótti djörf og litrík og vakti strax mikla athygli. Árið 1976 opnaði hann glæsilega verslun við Place des Victoires í París. Árið 1983 frumsýndi Takada fyrstu herralínu sína og áratug síðar tók stórveldið LVMH við rekstri hússins. Takada hætti störfum árið 1999 og nokkru síðar tóku vinsældir tískuhússins að dvína. Lim og Leon eru hvorug menntuð sem fatahönnuðir en deila áhuga á ferðalögum og innkaupum. Þau tóku snemma þá ákvörðun að finna sér starf sem sameinaði þessi tvö áhugamál og ákváðu að stofna tískuverslunina Opening Ceremony. Skömmu eftir opnun verslunarinnar hófu þau að hanna samnefnt fatamerki sem sló fljótlega í gegn. Og ævintýri tvíeykisins heldur áfram með Kenzo.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira