Ouagadougou Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 23. maí 2013 07:00 Næringarspítalar eru skrýtnir staðir. Lífshættulega vannærð börn liggja um allt og halda ekki höfði. Sum börnin enduðu hér eftir að hafa drukkið óhreint vatn heima sem olli endurteknum magakveisum og niðurgangi. Hjá öðrum var ekki nóg til að borða á heimilinu. Sum komu í kjölfar þess að hafa fengið malaríu eða aðra sjúkdóma. Á einum slíkum spítala horfir áhyggjufull amma fast á mig. Ég brosi skakkt á móti, stödd í Búrkína Fasó sem ég hafði grínast með að kalla Fjarskanistan þar sem fæstir vissu hvar það væri. Höfuðborgin héti í ofanálag Ouagadougou, sem ég hafði gert fimm tilraunir til að læra að stafsetja. En hér er ég nú, stödd á sjúkrahúsi sem heimsforeldrar UNICEF styðja og fyrir framan mig er hlýleg kona að sligast af áhyggjum. Ömmubarnið hennar, lítil stúlka, er skelfilega vannært. Ljóst er að hún á ekki mikið eftir. Sem betur fer eru börnin í kring öll að braggast. Um kvöldið á ég erfitt með að sofna. Hvað verður um þá litlu? Og hvernig á ég að miðla því til fólks heima að það sem gerist hér komi því við? Að þökk sé mánaðarlegu framlagi almennings megi gera hluti sem annars hefði ekki verið hægt að gera, til dæmis hjálpa börnunum á sjúkrahúsinu? Ouagadougou heimsins eru mörg: Staðir sem vekja upp framandleika og virðast í órafjarlægð en eru oft miklu nær en við höldum. Staðir þar sem bæði glatt og leitt fólk býr; fólk sem þarf að borða og sofa og verður áhyggjufullt þegar börn þess veikjast. Á endanum er þetta ekki flókið: Öll erum við eins inni við beinið og hvert upp á annað komið. Sum okkar eru aflögufær, önnur ekki. Það hlýtur að teljast skynsamlegt að þau sem geta deilt með sér komi öðrum til aðstoðar. Á hverjum degi eru kraftaverk unnin víða um heim. Baráttan gegn barnadauða hefur sem dæmi skilað ótrúlegum árangri og barnadauði minnkað um þriðjung á sl. 10 árum. Viti menn, litla stúlkan sem var í lífshættu á spítalanum braggaðist á endanum og fékk að fara heim til sín. Meðferð hennar kostaði 12.500 krónur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Næringarspítalar eru skrýtnir staðir. Lífshættulega vannærð börn liggja um allt og halda ekki höfði. Sum börnin enduðu hér eftir að hafa drukkið óhreint vatn heima sem olli endurteknum magakveisum og niðurgangi. Hjá öðrum var ekki nóg til að borða á heimilinu. Sum komu í kjölfar þess að hafa fengið malaríu eða aðra sjúkdóma. Á einum slíkum spítala horfir áhyggjufull amma fast á mig. Ég brosi skakkt á móti, stödd í Búrkína Fasó sem ég hafði grínast með að kalla Fjarskanistan þar sem fæstir vissu hvar það væri. Höfuðborgin héti í ofanálag Ouagadougou, sem ég hafði gert fimm tilraunir til að læra að stafsetja. En hér er ég nú, stödd á sjúkrahúsi sem heimsforeldrar UNICEF styðja og fyrir framan mig er hlýleg kona að sligast af áhyggjum. Ömmubarnið hennar, lítil stúlka, er skelfilega vannært. Ljóst er að hún á ekki mikið eftir. Sem betur fer eru börnin í kring öll að braggast. Um kvöldið á ég erfitt með að sofna. Hvað verður um þá litlu? Og hvernig á ég að miðla því til fólks heima að það sem gerist hér komi því við? Að þökk sé mánaðarlegu framlagi almennings megi gera hluti sem annars hefði ekki verið hægt að gera, til dæmis hjálpa börnunum á sjúkrahúsinu? Ouagadougou heimsins eru mörg: Staðir sem vekja upp framandleika og virðast í órafjarlægð en eru oft miklu nær en við höldum. Staðir þar sem bæði glatt og leitt fólk býr; fólk sem þarf að borða og sofa og verður áhyggjufullt þegar börn þess veikjast. Á endanum er þetta ekki flókið: Öll erum við eins inni við beinið og hvert upp á annað komið. Sum okkar eru aflögufær, önnur ekki. Það hlýtur að teljast skynsamlegt að þau sem geta deilt með sér komi öðrum til aðstoðar. Á hverjum degi eru kraftaverk unnin víða um heim. Baráttan gegn barnadauða hefur sem dæmi skilað ótrúlegum árangri og barnadauði minnkað um þriðjung á sl. 10 árum. Viti menn, litla stúlkan sem var í lífshættu á spítalanum braggaðist á endanum og fékk að fara heim til sín. Meðferð hennar kostaði 12.500 krónur.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun