Strangtrúaðir netverjar Auður Jónsdóttir skrifar 21. maí 2013 07:00 Stuttu fyrir Hrunið skrifaði ég pistil í bók og velti fyrir mér hvort það væri tilviljun að skopmyndirnar af Múhameð spámanni hefðu birst í einu stærsta dagblaðinu í Danmörku á sama tíma og Dansk Folkeparti, alræmdur þjóðernisflokkur, var stuðningsflokkur dönsku ríkisstjórnarinnar. Ætlunin var alls ekki sú að mæla með sjálfskipaðri ritskoðun í þágu bókstafstrúarmanna en af viðbrögðum á netinu að dæma mátti ætla að ég hefði afhjúpað mig sem virkur meðlimur í Al-Kaída. Athugasemdir nokkurra aðila voru svo ofboðslegar að á endanum hafði maðurinn minn upp á nafni náunga nokkurs sem skrifaði undir dulnefni og hringdi í hann frá Barcelona þar sem við bjuggum. Sá varð kjaftstopp þegar sveittur Íslendingur í Katalóníu tók hann snöfurlega á beinið. Daginn eftir misstum við málið. Dvergvaxin mannvitsbrekka á Íslandi bloggaði um holdafar mitt af miklum móð og skildi ekkert í því hvernig nokkur gæti hugsað sér að sofa hjá öðru eins mörfjalli og mér. Skrifin vöktu þvílíka kátínu að nokkrir góðkunningjar mínir af karlkyni voru örsnöggir að linka á snilldina. Ég rankaði við mér þar sem ég var búin að ryðja bókunum mínum úr bókaskápnum í stofunni, andstutt af vanlíðan. Við hjónin höfðum verið á leiðinni út að sjá kvikmynd eftir Ragnar Bragason á kvikmyndahátíð en ég náði ekki áttum fyrr en myndin var byrjuð. Þá hristi ég sjokkið af mér, sárust yfir því að hafa misst af myndinni. Síðan þá er ég viðbúin öllu í samfélagsumræðu á Íslandi en þó þykir mér sárt að sjá fólk verða fyrir skriðu niðrandi athugasemda við það eitt að viðra skoðanir sínar í fjölmiðlum, hvort sem ég er sammála skoðunum þess á fótboltaþjálfurum og léttvínsdrykkju eða ekki. Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að skiptast á skoðunum við fólk og ég áskil mér rétt til að skipta um skoðun á hverjum degi, þá ekki síst til að spegla hana í skoðunum annarra, helst í góðum matarboðum. Maður er jú manns gaman! Samt myndi ég aldrei nenna í matarboð með strangtrúuðum netverjum sem borða hvorki steik né humar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Jónsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Stuttu fyrir Hrunið skrifaði ég pistil í bók og velti fyrir mér hvort það væri tilviljun að skopmyndirnar af Múhameð spámanni hefðu birst í einu stærsta dagblaðinu í Danmörku á sama tíma og Dansk Folkeparti, alræmdur þjóðernisflokkur, var stuðningsflokkur dönsku ríkisstjórnarinnar. Ætlunin var alls ekki sú að mæla með sjálfskipaðri ritskoðun í þágu bókstafstrúarmanna en af viðbrögðum á netinu að dæma mátti ætla að ég hefði afhjúpað mig sem virkur meðlimur í Al-Kaída. Athugasemdir nokkurra aðila voru svo ofboðslegar að á endanum hafði maðurinn minn upp á nafni náunga nokkurs sem skrifaði undir dulnefni og hringdi í hann frá Barcelona þar sem við bjuggum. Sá varð kjaftstopp þegar sveittur Íslendingur í Katalóníu tók hann snöfurlega á beinið. Daginn eftir misstum við málið. Dvergvaxin mannvitsbrekka á Íslandi bloggaði um holdafar mitt af miklum móð og skildi ekkert í því hvernig nokkur gæti hugsað sér að sofa hjá öðru eins mörfjalli og mér. Skrifin vöktu þvílíka kátínu að nokkrir góðkunningjar mínir af karlkyni voru örsnöggir að linka á snilldina. Ég rankaði við mér þar sem ég var búin að ryðja bókunum mínum úr bókaskápnum í stofunni, andstutt af vanlíðan. Við hjónin höfðum verið á leiðinni út að sjá kvikmynd eftir Ragnar Bragason á kvikmyndahátíð en ég náði ekki áttum fyrr en myndin var byrjuð. Þá hristi ég sjokkið af mér, sárust yfir því að hafa misst af myndinni. Síðan þá er ég viðbúin öllu í samfélagsumræðu á Íslandi en þó þykir mér sárt að sjá fólk verða fyrir skriðu niðrandi athugasemda við það eitt að viðra skoðanir sínar í fjölmiðlum, hvort sem ég er sammála skoðunum þess á fótboltaþjálfurum og léttvínsdrykkju eða ekki. Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að skiptast á skoðunum við fólk og ég áskil mér rétt til að skipta um skoðun á hverjum degi, þá ekki síst til að spegla hana í skoðunum annarra, helst í góðum matarboðum. Maður er jú manns gaman! Samt myndi ég aldrei nenna í matarboð með strangtrúuðum netverjum sem borða hvorki steik né humar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun