Girðingarlykkjurnar Svavar Hávarðsson skrifar 15. maí 2013 09:00 Fyrir fáeinum dögum hlustaði ég á sögu sem gerði mig bæði reiðan og dapran í senn. Hér á ég við umfjöllun Kastljóssins um hugmyndir forsvarsmanna Heilbrigðisstofnunarinnar á Ísafirði um lokun hjúkrunarheimilisins Tjarnar á Þingeyri vegna fjárskorts. Í stuttu máli þá stóð til að loka heimilinu í sumar til að spara fáeinar milljónir – og heimili er hérna lykilorðið. „Aðgerðin“ fólst einfaldlega í því að rífa gamalt fólk út af heimili sínu og setja það í geymslu á sjúkrahúsi til þess að spara kerfinu vasapeninga. Ég ætla ekki að rekja þessa sögu nákvæmlega – það hefur þegar verið gert afburða vel og með þeirri niðurstöðu að það „fundust peningar“ sem komu í veg fyrir fyrrnefnda lokun. Því skal þó haldið til haga að hér var ekki um einsdæmi að ræða. Hitt langar mig að nefna og það er spurningin um hvernig þessi hugmynd náði upphaflega flugi. Hvernig þróast samtal ráðamanna um það hvernig eigi að brjóta á þeim grundvallarmannréttindum fólks að fá að vera í friði á eigin heimili? Að ræna fólk því mikilvægasta á þessu æviskeiði – nefnilega friðnum í sálinni. Mátuðu þessir góðu menn hugmyndina við sjálfan sig? Lögðu þeir í það að meta hvaða þýðingu eitt stutt sumar getur raunverulega haft í þessu samhengi? Það er mér til efs. En getur verið að þessi saga hafi mun djúpstæðari merkingu en sést við fyrstu sýn? Er hún ekki aðeins ein birtingarmynd mun víðtækara skeytingarleysis okkar yngri í garð þeirra kynslóða sem eru komnar að marklínunni? Þessa dagana er okkur tíðrætt um forsendubrest og nauðsynlegar leiðréttingar á skuldbindingum. Í einhverjum tilfellum á það rétt á sér – þó að þau séu sennilega miklu færri en sumir vilja vera láta. En mitt í þeim skylmingum öllum, gætum við þá sammælst um eitt. Að sýna þeim sem ganga um eins og girðingarlykkjur eftir erfiði síðustu áratuga tilhlýðilega virðingu. Mér segir svo hugur um að þau eigi það skilið – þótt ekki sé nú tekið dýpra í árinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Hávarðsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Fyrir fáeinum dögum hlustaði ég á sögu sem gerði mig bæði reiðan og dapran í senn. Hér á ég við umfjöllun Kastljóssins um hugmyndir forsvarsmanna Heilbrigðisstofnunarinnar á Ísafirði um lokun hjúkrunarheimilisins Tjarnar á Þingeyri vegna fjárskorts. Í stuttu máli þá stóð til að loka heimilinu í sumar til að spara fáeinar milljónir – og heimili er hérna lykilorðið. „Aðgerðin“ fólst einfaldlega í því að rífa gamalt fólk út af heimili sínu og setja það í geymslu á sjúkrahúsi til þess að spara kerfinu vasapeninga. Ég ætla ekki að rekja þessa sögu nákvæmlega – það hefur þegar verið gert afburða vel og með þeirri niðurstöðu að það „fundust peningar“ sem komu í veg fyrir fyrrnefnda lokun. Því skal þó haldið til haga að hér var ekki um einsdæmi að ræða. Hitt langar mig að nefna og það er spurningin um hvernig þessi hugmynd náði upphaflega flugi. Hvernig þróast samtal ráðamanna um það hvernig eigi að brjóta á þeim grundvallarmannréttindum fólks að fá að vera í friði á eigin heimili? Að ræna fólk því mikilvægasta á þessu æviskeiði – nefnilega friðnum í sálinni. Mátuðu þessir góðu menn hugmyndina við sjálfan sig? Lögðu þeir í það að meta hvaða þýðingu eitt stutt sumar getur raunverulega haft í þessu samhengi? Það er mér til efs. En getur verið að þessi saga hafi mun djúpstæðari merkingu en sést við fyrstu sýn? Er hún ekki aðeins ein birtingarmynd mun víðtækara skeytingarleysis okkar yngri í garð þeirra kynslóða sem eru komnar að marklínunni? Þessa dagana er okkur tíðrætt um forsendubrest og nauðsynlegar leiðréttingar á skuldbindingum. Í einhverjum tilfellum á það rétt á sér – þó að þau séu sennilega miklu færri en sumir vilja vera láta. En mitt í þeim skylmingum öllum, gætum við þá sammælst um eitt. Að sýna þeim sem ganga um eins og girðingarlykkjur eftir erfiði síðustu áratuga tilhlýðilega virðingu. Mér segir svo hugur um að þau eigi það skilið – þótt ekki sé nú tekið dýpra í árinni.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun