Gallabuxnaefnið verður ríkjandi í sumartískunni aftur í ár. Gallajakkar, gallabuxur, gallaskyrtur, gallasamfestingar og gallastuttbuxur; öllu þessu má nú klæðast saman án þess að notkun gallaefnisins þyki gegndarlaus. Gallaefni hefur átt miklum vinsældum að fagna allt frá lok 19. aldar þegar það kom fyrst á markað og vinsældir þess fara enn vaxandi. Stóru tískuhúsin hafa ekki látið gallaefnið framhjá sér fara og sem dæmi má geta þess að gallaflíkurnar úr línu Chloé fyrir vorið 2010 og Celine fyrir vorið 2011 urðu einstaklega vinsælar þau árin.-
Gallabuxur lengi lifi
