Pettinella átti drykkinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. maí 2013 00:01 Drykkurinn sem Ómar drakk af, og felldi hann í lyfjaprófi, var í eigu Ryan Pettinella, liðsfélaga hans. Fréttablaðið/Stefán Það var eftir bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar þann 16. febrúar sem Ómar Örn Sævarsson var tekinn í lyfjapróf. Niðurstöður prófsins sýndu að magn örvandi efnisins methylhexanamine var tífalt yfir því sem löglegt er. Efnið er í fæðubótarefninu Jack 3D en því hafði verið blandað í Powerade er Ómar drakk það. Ómar var því settur í keppnisbann frá og með 8. mars síðastliðnum. Dæmt var í máli hans síðasta þriðjudag og þar var staðfest sex mánaða keppnisbann sem lyfjaráð ÍSÍ fór fram á. Ómar sættir sig við dóminn. Leikmaðurinn hefur frá fyrsta degi haldið fram sakleysi sínu en mátti ekki tjá sig fyrr en að dómur hefði fallið. Hann segist aðeins hafa fengið sér tvo sopa af orkudrykk. „Þessi fæðubótarefni (Jack 3D) eru ekki seld á Íslandi eftir því sem ég best veit. Þau eru seld í Bandaríkjunum. Þessir tveir sopar nægðu til þess að fella mig. Það sem drepur mig er að þetta er tiltölulega nýtt efni og viðmiðunarmörkin eru því ansi lág. Þegar efni hafa verið lengur á lista þá hækka oft viðmiðunarmörkin en ekki á öllum efnum samt,“ segir Ómar og bætir við að efnið sé náskylt effedríni sem sé einnig örvandi efni. Þar eru viðmiðunarmörkin mun hærri.Fékk áfall „Ég hefði ekki fallið ef þetta hefði verið effedrín. Ég fékk áfall er ég sá að ég var tíu sinnum yfir viðmiðunarmörkunum. Í kjölfarið ræddi ég málið við lyfjafræðing sem fræddi mig um þetta. Hann segir að þessi tvö efni sé mjög svipuð en það sem ég mældist með er aðeins veikara. Ég hefði mátt vera með tíu sinnum meira magn af effedríni en af þessu án þess að falla.“ Eins og áður segir heldur Ómar því fram að hann hafi aðeins tekið tvo sopa af drykknum. Er það trúlegt að menn mælist svona hátt yfir viðmiðunarmörkum eftir aðeins tvo sopa? „Ég veit ekki hvort það telst trúlegt eða ekki. Þetta er samt mjög lág tala sem er í mér þó svo ég sé svona hátt yfir viðmiðunarmarkinu.“ Í dómnum kemur fram að liðsfélagi Ómars hafi átt drykkinn sem felldi hann en það hefur ekki komið fram áður. Ekki kemur þó fram hver leikmaðurinn sé en Ómar staðfesti það við Fréttablaðið. „Það var ekki ég sem átti þetta efni. Það var Ryan Pettinella sem átti það. Ástæðan fyrir því að ég kom ekki fram með það hver átti fæðubótarefnin er sú að liðið mitt var að spila í úrslitakeppninni og ég vildi ekki bendla annan mann við málið á meðan liðið var að spila. Ég leit svo á að mitt skip væri sokkið og að það myndi ekki hjálpa neinum að ég drægi einhvern niður með mér. Ryan gerði þetta óviljandi. Hann vissi ekki að hann væri að neyta ólöglegra fæðubótarefna,“ segir Ómar en var hann ekki beðinn um að gefa upp nafn þessa liðsfélaga síns í yfirheyrslu hjá lyfjaráði? Varð að smakka„Nei. Ég var fyrst í sjokki yfir því að hafa fallið og áttaði mig ekki á því hvernig það gat hafa gerst. Sjálfur nota ég ekki fæðubótarefni. Íslenska skyrið og harðfiskurinn hefur dugað mér. Ég var heillengi að átta mig á því hvað það hefði verið sem felldi mig. Svo fattaði ég síðar að ég hefði smakkað drykk hjá Ryan á leiðinni í bikarúrslitaleikinn. Ég sá að hann hafði blandað í Powerade og spurði hvort það væri ekki viðbjóðslega vont. Hann sagði að það væri fínt og þá varð ég að smakka,“ segir Ómar. Leikmaðurinn segir að í kjölfarið hafi hann og Pettinella farið að skoða efnið á netinu og komist að því að það væri ólöglegt. Þurfti ekki að segja fráFæðubótarefnin ólöglegu.„Svo skeggræddum við okkar á milli hvað ég ætti að gera. Hann sagðist vera til í að koma og segja frá því sem hefði gerst ef það myndi hjálpa mér. Ég fer svo í bráðabirgðaviðtal hjá lyfjanefnd. Kom með efnið með mér og sagði frá því sem hefði gerst. Spurði svo flatt út hvort það myndi hjálpa máli mínu að segja frá eiganda efnisins. Einnig spurði ég hvort það myndi skaða mitt mál ef ég myndi ekki segja frá því. Þau sögðu að það myndi ekki skaða mál mitt og að ég þyrfti ekki að greina frá því. Þá kaus ég að segja ekki frá því,“ segir Ómar en hann sér ekki eftir því að hafa tekið þá ákvörðun. „Það hefði ekki haft nein áhrif á mitt mál og hefði aðeins dregið hann með mér. Þau fóru heldur ekkert fram á það. Ef þau hefðu sagt að það myndi skaða mig að segja ekki frá því þá hefði ég sagt þeim hver ætti efnið. Ég ætlaði ekki að segja nafn hans bara til að segja frá því.“ Sáum ekki hag í að prófa liðsfélaganaSkúli SkúlasonÞó svo að Ómar hafi greint frá því að liðsfélagi hans hafi átt ólöglegu efnin, og notað þau í meira magni en hann, ákvað lyfjaráð ÍSÍ að aðhafast ekkert frekar í málinu. „Í þessu tilfelli erum við að fá niðurstöður 4-5 vikum eftir að sýnið er tekið. Efnið sem þarna fannst hverfur úr líkamanum einum og hálfum til tveimur sólarhringum eftir inntöku. Það er því enginn tilgangur að mæla viðkomandi íþróttamann þá,“ segir Skúli Skúlason, formaður Lyfjaráðs. „Þeir voru ekki til í að gefa upp nafn á þeim sem átti efnið. Við gátum ekki pínt þá til þess að gera það. Ég held að þeir hafi gert sér grein fyrir alvarleika efnisins eftir þetta og farið varlega í kringum hann. Við sáum því ekki haginn í að prófa þá enda væri efnið löngu farið úr leikmanninum nema hann hefði haldið áfram að nota það.“ Skúli segir að það hefði hjálpað máli Ómars ef hann hefði gefið upp eiganda efnisins. Ómari virðist þó ekki hafa verið kunnugt um það. „Reglur okkar segja til um að ef menn sýna samstarfsvilja um að upplýsa lyfjamisferli á víðari grundvelli þá geta menn fengið mildun á dómi sínum um allt að helming og jafnvel meira.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Skúli Freyr féll á lyfjaprófi Keilukappinn Skúli Freyr Sigurðsson segir allt benda til þess að drykkur blandaður af nákomnum aðila hafi orðið til þess að hann féll á lyfjaprófi þann 5. febrúar síðastliðinn. 9. maí 2013 09:53 Dansari og keiluspilari féllu á lyfjaprófi Fimm íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi Íþróttasambands Íslands það sem af er ári. Frá 2001 hafa að meðaltali innan við tveir fallið á lyfjaprófum sambandsins á hverju ári. 15. apríl 2013 22:01 Ómar féll á lyfjaprófi Ómar Örn Sævarsson, leikmaður karlaliðs Grindavíkur í körfubolta, féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar fyrr í vetur en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn Körfuknattleikdeildar Grindavíkur inn á heimasíðu félagsins. 17. apríl 2013 11:51 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Það var eftir bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar þann 16. febrúar sem Ómar Örn Sævarsson var tekinn í lyfjapróf. Niðurstöður prófsins sýndu að magn örvandi efnisins methylhexanamine var tífalt yfir því sem löglegt er. Efnið er í fæðubótarefninu Jack 3D en því hafði verið blandað í Powerade er Ómar drakk það. Ómar var því settur í keppnisbann frá og með 8. mars síðastliðnum. Dæmt var í máli hans síðasta þriðjudag og þar var staðfest sex mánaða keppnisbann sem lyfjaráð ÍSÍ fór fram á. Ómar sættir sig við dóminn. Leikmaðurinn hefur frá fyrsta degi haldið fram sakleysi sínu en mátti ekki tjá sig fyrr en að dómur hefði fallið. Hann segist aðeins hafa fengið sér tvo sopa af orkudrykk. „Þessi fæðubótarefni (Jack 3D) eru ekki seld á Íslandi eftir því sem ég best veit. Þau eru seld í Bandaríkjunum. Þessir tveir sopar nægðu til þess að fella mig. Það sem drepur mig er að þetta er tiltölulega nýtt efni og viðmiðunarmörkin eru því ansi lág. Þegar efni hafa verið lengur á lista þá hækka oft viðmiðunarmörkin en ekki á öllum efnum samt,“ segir Ómar og bætir við að efnið sé náskylt effedríni sem sé einnig örvandi efni. Þar eru viðmiðunarmörkin mun hærri.Fékk áfall „Ég hefði ekki fallið ef þetta hefði verið effedrín. Ég fékk áfall er ég sá að ég var tíu sinnum yfir viðmiðunarmörkunum. Í kjölfarið ræddi ég málið við lyfjafræðing sem fræddi mig um þetta. Hann segir að þessi tvö efni sé mjög svipuð en það sem ég mældist með er aðeins veikara. Ég hefði mátt vera með tíu sinnum meira magn af effedríni en af þessu án þess að falla.“ Eins og áður segir heldur Ómar því fram að hann hafi aðeins tekið tvo sopa af drykknum. Er það trúlegt að menn mælist svona hátt yfir viðmiðunarmörkum eftir aðeins tvo sopa? „Ég veit ekki hvort það telst trúlegt eða ekki. Þetta er samt mjög lág tala sem er í mér þó svo ég sé svona hátt yfir viðmiðunarmarkinu.“ Í dómnum kemur fram að liðsfélagi Ómars hafi átt drykkinn sem felldi hann en það hefur ekki komið fram áður. Ekki kemur þó fram hver leikmaðurinn sé en Ómar staðfesti það við Fréttablaðið. „Það var ekki ég sem átti þetta efni. Það var Ryan Pettinella sem átti það. Ástæðan fyrir því að ég kom ekki fram með það hver átti fæðubótarefnin er sú að liðið mitt var að spila í úrslitakeppninni og ég vildi ekki bendla annan mann við málið á meðan liðið var að spila. Ég leit svo á að mitt skip væri sokkið og að það myndi ekki hjálpa neinum að ég drægi einhvern niður með mér. Ryan gerði þetta óviljandi. Hann vissi ekki að hann væri að neyta ólöglegra fæðubótarefna,“ segir Ómar en var hann ekki beðinn um að gefa upp nafn þessa liðsfélaga síns í yfirheyrslu hjá lyfjaráði? Varð að smakka„Nei. Ég var fyrst í sjokki yfir því að hafa fallið og áttaði mig ekki á því hvernig það gat hafa gerst. Sjálfur nota ég ekki fæðubótarefni. Íslenska skyrið og harðfiskurinn hefur dugað mér. Ég var heillengi að átta mig á því hvað það hefði verið sem felldi mig. Svo fattaði ég síðar að ég hefði smakkað drykk hjá Ryan á leiðinni í bikarúrslitaleikinn. Ég sá að hann hafði blandað í Powerade og spurði hvort það væri ekki viðbjóðslega vont. Hann sagði að það væri fínt og þá varð ég að smakka,“ segir Ómar. Leikmaðurinn segir að í kjölfarið hafi hann og Pettinella farið að skoða efnið á netinu og komist að því að það væri ólöglegt. Þurfti ekki að segja fráFæðubótarefnin ólöglegu.„Svo skeggræddum við okkar á milli hvað ég ætti að gera. Hann sagðist vera til í að koma og segja frá því sem hefði gerst ef það myndi hjálpa mér. Ég fer svo í bráðabirgðaviðtal hjá lyfjanefnd. Kom með efnið með mér og sagði frá því sem hefði gerst. Spurði svo flatt út hvort það myndi hjálpa máli mínu að segja frá eiganda efnisins. Einnig spurði ég hvort það myndi skaða mitt mál ef ég myndi ekki segja frá því. Þau sögðu að það myndi ekki skaða mál mitt og að ég þyrfti ekki að greina frá því. Þá kaus ég að segja ekki frá því,“ segir Ómar en hann sér ekki eftir því að hafa tekið þá ákvörðun. „Það hefði ekki haft nein áhrif á mitt mál og hefði aðeins dregið hann með mér. Þau fóru heldur ekkert fram á það. Ef þau hefðu sagt að það myndi skaða mig að segja ekki frá því þá hefði ég sagt þeim hver ætti efnið. Ég ætlaði ekki að segja nafn hans bara til að segja frá því.“ Sáum ekki hag í að prófa liðsfélaganaSkúli SkúlasonÞó svo að Ómar hafi greint frá því að liðsfélagi hans hafi átt ólöglegu efnin, og notað þau í meira magni en hann, ákvað lyfjaráð ÍSÍ að aðhafast ekkert frekar í málinu. „Í þessu tilfelli erum við að fá niðurstöður 4-5 vikum eftir að sýnið er tekið. Efnið sem þarna fannst hverfur úr líkamanum einum og hálfum til tveimur sólarhringum eftir inntöku. Það er því enginn tilgangur að mæla viðkomandi íþróttamann þá,“ segir Skúli Skúlason, formaður Lyfjaráðs. „Þeir voru ekki til í að gefa upp nafn á þeim sem átti efnið. Við gátum ekki pínt þá til þess að gera það. Ég held að þeir hafi gert sér grein fyrir alvarleika efnisins eftir þetta og farið varlega í kringum hann. Við sáum því ekki haginn í að prófa þá enda væri efnið löngu farið úr leikmanninum nema hann hefði haldið áfram að nota það.“ Skúli segir að það hefði hjálpað máli Ómars ef hann hefði gefið upp eiganda efnisins. Ómari virðist þó ekki hafa verið kunnugt um það. „Reglur okkar segja til um að ef menn sýna samstarfsvilja um að upplýsa lyfjamisferli á víðari grundvelli þá geta menn fengið mildun á dómi sínum um allt að helming og jafnvel meira.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Skúli Freyr féll á lyfjaprófi Keilukappinn Skúli Freyr Sigurðsson segir allt benda til þess að drykkur blandaður af nákomnum aðila hafi orðið til þess að hann féll á lyfjaprófi þann 5. febrúar síðastliðinn. 9. maí 2013 09:53 Dansari og keiluspilari féllu á lyfjaprófi Fimm íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi Íþróttasambands Íslands það sem af er ári. Frá 2001 hafa að meðaltali innan við tveir fallið á lyfjaprófum sambandsins á hverju ári. 15. apríl 2013 22:01 Ómar féll á lyfjaprófi Ómar Örn Sævarsson, leikmaður karlaliðs Grindavíkur í körfubolta, féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar fyrr í vetur en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn Körfuknattleikdeildar Grindavíkur inn á heimasíðu félagsins. 17. apríl 2013 11:51 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Skúli Freyr féll á lyfjaprófi Keilukappinn Skúli Freyr Sigurðsson segir allt benda til þess að drykkur blandaður af nákomnum aðila hafi orðið til þess að hann féll á lyfjaprófi þann 5. febrúar síðastliðinn. 9. maí 2013 09:53
Dansari og keiluspilari féllu á lyfjaprófi Fimm íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi Íþróttasambands Íslands það sem af er ári. Frá 2001 hafa að meðaltali innan við tveir fallið á lyfjaprófum sambandsins á hverju ári. 15. apríl 2013 22:01
Ómar féll á lyfjaprófi Ómar Örn Sævarsson, leikmaður karlaliðs Grindavíkur í körfubolta, féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar fyrr í vetur en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn Körfuknattleikdeildar Grindavíkur inn á heimasíðu félagsins. 17. apríl 2013 11:51