Ósagðar sögur Vestmannaeyjagossins Álfrún Pálsdóttir skrifar 7. maí 2013 08:00 Jóhanna Ýr Jónsdóttir og Sighvatur Jónsson undirbúa mynd um Vestmannaeyjagosið þar sem áður ósagðar sögur koma fram. Mynd/Óskar Pétur „Við höfum verið þessa hugmynd í kollinum lengi og erum fegin að geta loksins farið alla leið með þetta,“ segir fréttamaðurinn Sighvatur Jónsson sem, ásamt Jóhönnu Ýri Jónsdóttur, er að gera heimildarmynd um Vestmannaeyjagosið. Sighvatur og Jóhanna Ýr eru gamlir skólafélagar frá Vestmannaeyjum en eiga það sameiginlegt að þau voru ekki fædd þegar gosið átti sér stað. Þau langaði til að taka saman áður ósagðar sögur sem tengjast gosinu og segja af nógu að taka. „Við erum kynslóðin sem upplifir ekki sjálft gosið heldur bara fylgist með eftirmálunum,“ segir Sighvatur sem hefur starfað í sjónvarpi síðustu tíu ár en þetta er í fyrsta sinn sem hann gerir heimildarmynd í fullri lengd. Myndin ber vinnuheitið Útlendingur heima – uppgjör við eldgos og er vísun í þá tilfinningu sem margir íbúar Vestmannaeyja höfðu eftir gosið. „Mörgum leið eins og útlendingum í eigin landi eftir gos, bæði í Vestmannaeyjum og á fastalandinu,“ segir Sighvatur. Myndin er eins konar uppgjör við gosið þar sem einblínt er á áhrif þess á mannsálina. „Við tölum bæði við fólk sem flutti aftur heim eftir gos og svo þá sem gerðu það ekki. Fáum að vita ástæðuna á bak við þær ákvarðanir og tölum við þá sem voru börn á þeim tíma. Mikið púður fór í uppbyggingu bæjarfélagsins á tímunum eftir gos. Í ljósi umræðu um áfallahjálp í dag er áhugavert að skoða hvernig staðið var að þeim málum á þessum tímum.“ Myndin verður frumsýnd í Vestmannaeyjum í tengslum við Goslokahátíð og sýnd á RÚV í kjölfarið eða þann 7. júlí. Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Sjá meira
„Við höfum verið þessa hugmynd í kollinum lengi og erum fegin að geta loksins farið alla leið með þetta,“ segir fréttamaðurinn Sighvatur Jónsson sem, ásamt Jóhönnu Ýri Jónsdóttur, er að gera heimildarmynd um Vestmannaeyjagosið. Sighvatur og Jóhanna Ýr eru gamlir skólafélagar frá Vestmannaeyjum en eiga það sameiginlegt að þau voru ekki fædd þegar gosið átti sér stað. Þau langaði til að taka saman áður ósagðar sögur sem tengjast gosinu og segja af nógu að taka. „Við erum kynslóðin sem upplifir ekki sjálft gosið heldur bara fylgist með eftirmálunum,“ segir Sighvatur sem hefur starfað í sjónvarpi síðustu tíu ár en þetta er í fyrsta sinn sem hann gerir heimildarmynd í fullri lengd. Myndin ber vinnuheitið Útlendingur heima – uppgjör við eldgos og er vísun í þá tilfinningu sem margir íbúar Vestmannaeyja höfðu eftir gosið. „Mörgum leið eins og útlendingum í eigin landi eftir gos, bæði í Vestmannaeyjum og á fastalandinu,“ segir Sighvatur. Myndin er eins konar uppgjör við gosið þar sem einblínt er á áhrif þess á mannsálina. „Við tölum bæði við fólk sem flutti aftur heim eftir gos og svo þá sem gerðu það ekki. Fáum að vita ástæðuna á bak við þær ákvarðanir og tölum við þá sem voru börn á þeim tíma. Mikið púður fór í uppbyggingu bæjarfélagsins á tímunum eftir gos. Í ljósi umræðu um áfallahjálp í dag er áhugavert að skoða hvernig staðið var að þeim málum á þessum tímum.“ Myndin verður frumsýnd í Vestmannaeyjum í tengslum við Goslokahátíð og sýnd á RÚV í kjölfarið eða þann 7. júlí.
Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Sjá meira