Kvaddi með langþráðu gulli Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. maí 2013 07:00 Mynd/Vilhelm Fram varð Íslandsmeistari í N1 deild kvenna með því að leggja Stjörnuna að velli, 19-16, í oddaleik liðanna í úrslitum í gær. Fram vann þar sinn 20. Íslandsmeistaratitil og þann fyrsta frá árinu 1990. Stella Sigurðardóttir skoraði átta af 19 mörkum Fram í þessum síðasta leik sínum fyrir félagið í bili að minnsta kosti, en hún gengur til liðs við danska liðið SönderjyskE í sumar. „Þetta er frábært. Ég á ekki orð yfir þennan sigur í dag. Liðsheildin og vörnin var frábær í dag og við algjörlega sýndum að við erum bestar á landinu í dag,“ sagði Stella eftir leikinn í gær. „Það kveikti í okkur að Stjarnan var farin að tala um silfurhefð hjá okkur og að þær ætluðu að nýta sér það til góðs. Það er engin silfurhefð hér. Við ætluðum okkur gullið. Í fyrra fór þetta í fimmta leik og það gat fallið hvoru megin sem er. Við vissum að við gætum unnið þetta. Okkur fannst við ekki hafa sýnt okkar rétta andlit í heimaleikjunum og við ætluðum að koma brjálaðar í þetta og sýna að við erum miklu betra lið. Spennustigið hefur verið hátt í heimaleikjunum og margir áhorfendur. Við vissum að við gætum miklu betur og við komum vel innstilltar í dag. Við nýttum áhorfendurna sem áttunda manninn á vellinum í dag,“ sagði Stella. Fram vann sinn 19. Íslandsmeistaratitil 27. mars 1990. Þremur dögum síðar, 30. mars, fæddist Stella. „Fram vann síðast á fæðingarári mínu og það er mjög gaman að vinna titilinn áður en ég fer. Ég vann allt sem hægt var að vinna í yngri flokkunum. Ég byrjaði í meistaraflokki 16 ára og er búin að bíða eftir þessum stóra titli og loksins tókst það áður en ég flýg af landi brott,“ sagði Stella, en sami kjarni leikmanna hefur verið í Fram fá því að Stella steig sín fyrstu skref í meistaraflokki. „Við höfum spilað svo lengi saman, þessi kjarni í liðinu. Við erum allar með Fram-hjarta. Mér finnst það skipta miklu máli. Þetta er ekki aðkeypt lið. Við vorum mjög ungar fyrir fimm árum þegar við vorum samt að slást um titilinn. Ég er ánægð með að við héldum allar hópinn og náðum loksins að vinna gullið. „Fyrsta árið lendum við í fjórða sæti og sláum út Hauka sem höfnuðu í fyrsta með því að vinna þær 2-0 og lentum á móti Stjörnunni. Við vorum litla liðið þá, ungir kjúklingar, en við höfum þroskast mikið sem leikmenn og sem liðsheild á þessum tíma,“ sagði Stella að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Fram varð Íslandsmeistari í N1 deild kvenna með því að leggja Stjörnuna að velli, 19-16, í oddaleik liðanna í úrslitum í gær. Fram vann þar sinn 20. Íslandsmeistaratitil og þann fyrsta frá árinu 1990. Stella Sigurðardóttir skoraði átta af 19 mörkum Fram í þessum síðasta leik sínum fyrir félagið í bili að minnsta kosti, en hún gengur til liðs við danska liðið SönderjyskE í sumar. „Þetta er frábært. Ég á ekki orð yfir þennan sigur í dag. Liðsheildin og vörnin var frábær í dag og við algjörlega sýndum að við erum bestar á landinu í dag,“ sagði Stella eftir leikinn í gær. „Það kveikti í okkur að Stjarnan var farin að tala um silfurhefð hjá okkur og að þær ætluðu að nýta sér það til góðs. Það er engin silfurhefð hér. Við ætluðum okkur gullið. Í fyrra fór þetta í fimmta leik og það gat fallið hvoru megin sem er. Við vissum að við gætum unnið þetta. Okkur fannst við ekki hafa sýnt okkar rétta andlit í heimaleikjunum og við ætluðum að koma brjálaðar í þetta og sýna að við erum miklu betra lið. Spennustigið hefur verið hátt í heimaleikjunum og margir áhorfendur. Við vissum að við gætum miklu betur og við komum vel innstilltar í dag. Við nýttum áhorfendurna sem áttunda manninn á vellinum í dag,“ sagði Stella. Fram vann sinn 19. Íslandsmeistaratitil 27. mars 1990. Þremur dögum síðar, 30. mars, fæddist Stella. „Fram vann síðast á fæðingarári mínu og það er mjög gaman að vinna titilinn áður en ég fer. Ég vann allt sem hægt var að vinna í yngri flokkunum. Ég byrjaði í meistaraflokki 16 ára og er búin að bíða eftir þessum stóra titli og loksins tókst það áður en ég flýg af landi brott,“ sagði Stella, en sami kjarni leikmanna hefur verið í Fram fá því að Stella steig sín fyrstu skref í meistaraflokki. „Við höfum spilað svo lengi saman, þessi kjarni í liðinu. Við erum allar með Fram-hjarta. Mér finnst það skipta miklu máli. Þetta er ekki aðkeypt lið. Við vorum mjög ungar fyrir fimm árum þegar við vorum samt að slást um titilinn. Ég er ánægð með að við héldum allar hópinn og náðum loksins að vinna gullið. „Fyrsta árið lendum við í fjórða sæti og sláum út Hauka sem höfnuðu í fyrsta með því að vinna þær 2-0 og lentum á móti Stjörnunni. Við vorum litla liðið þá, ungir kjúklingar, en við höfum þroskast mikið sem leikmenn og sem liðsheild á þessum tíma,“ sagði Stella að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira