Skipuleggur flóamarkað í Kópavogi Sara McMahon skrifar 2. maí 2013 13:30 Svavar Pétur Eysteinsson, Berglind Häsler og Hrólfur, sonur þeirra. Mynd/Stefán „Það má nýta höfuðborgarsvæðið betur, það þarf ekki allt að gerast í póstnúmeri 101,“ segir Berglind Häsler, fréttakona og meðlimur í hljómsveitinni Prins Póló, sem stendur fyrir flóamarkaði sem fram fer í atvinnuhúsnæði við Nýbýlaveg í Kópavogi um helgina. Eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson, hefur verið henni innan handar sem sérlegur flóamarkaðsráðgjafi. Berglind og Svavar þekkja eiganda húsnæðisins og það var hann sem gaukaði flóamarkaðshugmyndinni að þeim. Í næsta húsi við þau fer fram markaður fyrir netverslanir og að sögn Berglindar hefur sá gengið glimrandi vel. „Þar hefur verið mikil eftirspurn eftir notuðum hlutum þannig að okkur þótti þetta alveg rakið og ákváðum að kýla á þetta. Við byrjum í temmilegu plássi fremst í húsinu, ef vel gengur þá er stórt port á bak við húsið sem væri kjörið undir útimarkaði í sumar. Þar fyrir aftan er svo enn stærra pláss þannig í raun er hægt að hafa þetta endalaust,“ segir Berglind og hlær. Gangi allt að óskum mun flóamarkaðurinn vera starfræktur um hverja helgi í allt sumar. Aðspurð segir Berglind fjölda fólks þegar hafa pantað sölubás fyrir komandi helgi og verður hún sjálf í hópi þeirra. „Við erum að tæma geymsluna um þessar mundir, hún er komin inn á stofugólf til okkar. Allskonar fólk hefur haft samband og pantað bás þannig ég held að úrvalið um helgina verði bæði fjölbreytt og spennandi,“ segir hún að lokum. Allt má selja Markaðurinn á að vera fjölbreyttur og skemmtilegur, svo ef fólk lumar ekki á gersemum í geymslunni má líka selja hæfileika, veitingar eða annað sem fólki kemur til hugar. Dagurinn kostar 5.500 krónur, helgin kostar 9.500 krónur og hægt er að panta bás með því að senda póst á netfangið berglind@skakkapopp.is. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
„Það má nýta höfuðborgarsvæðið betur, það þarf ekki allt að gerast í póstnúmeri 101,“ segir Berglind Häsler, fréttakona og meðlimur í hljómsveitinni Prins Póló, sem stendur fyrir flóamarkaði sem fram fer í atvinnuhúsnæði við Nýbýlaveg í Kópavogi um helgina. Eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson, hefur verið henni innan handar sem sérlegur flóamarkaðsráðgjafi. Berglind og Svavar þekkja eiganda húsnæðisins og það var hann sem gaukaði flóamarkaðshugmyndinni að þeim. Í næsta húsi við þau fer fram markaður fyrir netverslanir og að sögn Berglindar hefur sá gengið glimrandi vel. „Þar hefur verið mikil eftirspurn eftir notuðum hlutum þannig að okkur þótti þetta alveg rakið og ákváðum að kýla á þetta. Við byrjum í temmilegu plássi fremst í húsinu, ef vel gengur þá er stórt port á bak við húsið sem væri kjörið undir útimarkaði í sumar. Þar fyrir aftan er svo enn stærra pláss þannig í raun er hægt að hafa þetta endalaust,“ segir Berglind og hlær. Gangi allt að óskum mun flóamarkaðurinn vera starfræktur um hverja helgi í allt sumar. Aðspurð segir Berglind fjölda fólks þegar hafa pantað sölubás fyrir komandi helgi og verður hún sjálf í hópi þeirra. „Við erum að tæma geymsluna um þessar mundir, hún er komin inn á stofugólf til okkar. Allskonar fólk hefur haft samband og pantað bás þannig ég held að úrvalið um helgina verði bæði fjölbreytt og spennandi,“ segir hún að lokum. Allt má selja Markaðurinn á að vera fjölbreyttur og skemmtilegur, svo ef fólk lumar ekki á gersemum í geymslunni má líka selja hæfileika, veitingar eða annað sem fólki kemur til hugar. Dagurinn kostar 5.500 krónur, helgin kostar 9.500 krónur og hægt er að panta bás með því að senda póst á netfangið berglind@skakkapopp.is.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira