Margir sem afskrifuðu okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. apríl 2013 09:00 jóhann árni Lykilmaður í liði Grindavíkur. Hér skýtur hann að körfunni í rimmunni gegn Stjörnunni.fréttablaðið/vilhelm Íslandsmótið í körfubolta ræðst annað kvöld þegar oddaleikur Grindavíkur og Stjörnunnar í lokaúrslitum úrslitakeppni Dominos-deildar karla fer fram. Staðan í rimmunni er 2-2 og hefur hvort lið unnið bæði á heima- og útivelli. Stjörnumenn hafa því áður áður sýnt að þeir geti lagt Íslands- og deildarmeistara Grindavíkur í Röstinni og þurfa að endurtaka leikinn á morgun til að tryggja fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins. Stjörnumenn fengu reyndar tækifæri til þess á heimavelli á fimmtudaginn en þá minntu Grindvíkingar á sig með frábærri frammistöðu og góðum sex stiga sigri. Einn lykilmanna í liði Grindavíkur er baráttujaxlinn Jóhann Árni Ólafsson sem er þess fullviss að hans menn geti unnið sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð.Náðum að stoppa þá „Við höfum verið að spila góðan sóknarleik í öllum leikjum í rimmunni, nema leik tvö, en munurinn nú er að við náðum að stoppa þeirra sóknarleik. Það gerði gæfumuninn,“ sagði Jóhann Árni um sigur Grindavíkur á fimmtudagskvöldið. Hann segir að spennustigið hafi verið hátt í leiknum og að það hafi ef til vill bitnað á Stjörnumönnum.„Þeir voru yfirspenntir og hittu því illa úr skotunum sínum. Það gerir varnarleikinn auðvitað auðveldari en mér fannst við allir ná okkur vel á strik í vörninni,“ segir Jóhann Árni, sem óttast ekki að hans menn muni fara á taugum nú þegar titilinn er innan seilingar. „Við þurfum bara að koma kaldir inn í leikinn og láta hlutina gerast. Það er ekki oft sem maður fær tækifæri til að spila svona leik á ferlinum og einhverjir kannski að gera það í síðasta skiptið á ferlinum. Það er því um að gera að njóta þess að spila þennan leik.“ Jóhann Árni segir að þessi tvö lið séu ólík og að það lið vinni sem nær sínum leikstíl fram. „Við viljum hafa mikinn hraða og læti en Stjarnan spilar yfirvegaðri leikstíl og reyna að koma boltanum inn í teig. Þetta mun stjórnast af því hvort liðið nær að stýra leiknum eftir eigin höfði.“Áttum helst ekki að vera fyrir Þegar Stjarnan komst í 2-1 forystu í einvíginu eftir sigur í Röstinni voru margir sem reiknuðu með því að liðinu tækist að klára rimmuna á sínum heimavelli. Jóhann Árni segir að það hafi þjappað liðinu saman. „Ég fann fyrir einingu innan liðsins. Það voru rosalega margir sem afskrifuðu okkur – meira að segja okkar eigið fólk. Við fórum því að berjast fyrir okkur sjálfa og skipti það okkur engu máli hverjir höfðu trú á okkur,“ segir hann og bætir við. „Við áttum helst ekki að vera fyrir og skemma þetta partí fyrir Stjörnunni. Það voru til að mynda fáir Grindvíkingar sem mættu á leikinn í Garðabæ og ég held að þeir sem höfðu trú á okkur hafi verið fáir. Nú eru allir með bullandi trú á þessu á ný og vonandi náum við að nýta okkur það,“ segir Jóhann Árni og er vitanlega þakklátur þeim stuðningsmönnum Grindavíkur sem mættu á fimmtudaginn. „Það voru þeir allra hörðustu sem mættu. Þeir létu vel í sér heyra.“Fegurð yfir oddaleiknum Þó svo að öll lið stefni ávallt að sigri í hverjum einasta leik viðurkennir Jóhann Árni að það sé afar spennandi tilhugsun að fara inn í oddaleik þar sem stærsti titill tímabilsins er undir. „Það er ákveðin fegurð yfir því. Nú er ekkert annað sem gildir en að undirbúa sig fyrir leikinn eins vel og maður getur og stjórna því sem hægt er að stjórna. Það er svo margt sem hefur áhrif í svona rimmum og maður veit aldrei hvað kemur upp úr kössunum fyrr en leikurinn hefst. Það verður afar fróðlegt að fylgjast með því,“ segir Jóhann Árni að lokum. Þrjú ár frá síðasta oddaleikGrindavík og Stjarnan spila hreinan úrslitaleik um Íslandsbikarinn á sunnudagskvöldið en þetta er í tíunda sinn í 30 ára sögu úrslitakeppninnar þar sem einn leikur ræður því hvaða félag verður Íslandsmeistari. Heimaliðið hefur unnið sex af níu oddaleikjunum hingað til og það lið sem tryggði sér oddaleik með sigri í leiknum á undan hefur sömuleiðis unnið í sex af níu skiptum. Í báðum tilfellum á það við Grindavík nú. Íslandsmótið réðst síðast á oddaleik fyrir þremur árum er Snæfell varð meistari í Keflavík. Hlynur Bæringsson fór fyrir liðniu.Oddaleikir um Íslandsmeistaratitilinn: 1985: Njarðvík - Haukar 67-61 1988: Njarðvík - Haukar 91-92 (tvíframl.) 1989: Keflavík - KR 89-72 1991: Njarðvík - Keflavík 84-75 1992: Keflavík - Valur 77-68 1994: Grindavík - Njarðvík 67-68 1999: Keflavík - Njarðvík 88-82 2009: KR - Grindavík 84-83 2010: Keflavík - Snæfell 69-105 2013: Grindavík - Stjarnan ??-?? Grindvíkingar hafa fjórum sinnum áður fengið tækifæri til að vinna Íslandsbikarinn á heimavelli en mistekist það í öll skiptin. Í tvö skiptanna unnu þeir hins vegar Íslandsbikarinn í næsta leik. Nú er hins vegar ekkert annað tækifæri. Tvö lið hafa hins vegar náð því að vinna Íslandsbikarinn í Röstinni í Grindavík en það eru Njarðvík (1994 og 1995) og Keflavík (2003). Eins stigs tapið á móti Njarðvík fyrir 19 árum er annar af tveimur oddaleikjum Grindavíkur um titilinn en liðið tapaði einnig með einu stigi á móti KR (83-84) í Vesturbænum fyrir fjórum árum. Oddaleikur 1994: 67-68 tap fyrir Njarðvík Fimmti leikur 1996: 72-82 tap fyrir Keflavík Fjórði leikur 2009: 83-94 tap fyrir KR Þriðji leikur 2012: 91-98 tap fyrir Þór Þorlákshöfn Dominos-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Íslandsmótið í körfubolta ræðst annað kvöld þegar oddaleikur Grindavíkur og Stjörnunnar í lokaúrslitum úrslitakeppni Dominos-deildar karla fer fram. Staðan í rimmunni er 2-2 og hefur hvort lið unnið bæði á heima- og útivelli. Stjörnumenn hafa því áður áður sýnt að þeir geti lagt Íslands- og deildarmeistara Grindavíkur í Röstinni og þurfa að endurtaka leikinn á morgun til að tryggja fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins. Stjörnumenn fengu reyndar tækifæri til þess á heimavelli á fimmtudaginn en þá minntu Grindvíkingar á sig með frábærri frammistöðu og góðum sex stiga sigri. Einn lykilmanna í liði Grindavíkur er baráttujaxlinn Jóhann Árni Ólafsson sem er þess fullviss að hans menn geti unnið sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð.Náðum að stoppa þá „Við höfum verið að spila góðan sóknarleik í öllum leikjum í rimmunni, nema leik tvö, en munurinn nú er að við náðum að stoppa þeirra sóknarleik. Það gerði gæfumuninn,“ sagði Jóhann Árni um sigur Grindavíkur á fimmtudagskvöldið. Hann segir að spennustigið hafi verið hátt í leiknum og að það hafi ef til vill bitnað á Stjörnumönnum.„Þeir voru yfirspenntir og hittu því illa úr skotunum sínum. Það gerir varnarleikinn auðvitað auðveldari en mér fannst við allir ná okkur vel á strik í vörninni,“ segir Jóhann Árni, sem óttast ekki að hans menn muni fara á taugum nú þegar titilinn er innan seilingar. „Við þurfum bara að koma kaldir inn í leikinn og láta hlutina gerast. Það er ekki oft sem maður fær tækifæri til að spila svona leik á ferlinum og einhverjir kannski að gera það í síðasta skiptið á ferlinum. Það er því um að gera að njóta þess að spila þennan leik.“ Jóhann Árni segir að þessi tvö lið séu ólík og að það lið vinni sem nær sínum leikstíl fram. „Við viljum hafa mikinn hraða og læti en Stjarnan spilar yfirvegaðri leikstíl og reyna að koma boltanum inn í teig. Þetta mun stjórnast af því hvort liðið nær að stýra leiknum eftir eigin höfði.“Áttum helst ekki að vera fyrir Þegar Stjarnan komst í 2-1 forystu í einvíginu eftir sigur í Röstinni voru margir sem reiknuðu með því að liðinu tækist að klára rimmuna á sínum heimavelli. Jóhann Árni segir að það hafi þjappað liðinu saman. „Ég fann fyrir einingu innan liðsins. Það voru rosalega margir sem afskrifuðu okkur – meira að segja okkar eigið fólk. Við fórum því að berjast fyrir okkur sjálfa og skipti það okkur engu máli hverjir höfðu trú á okkur,“ segir hann og bætir við. „Við áttum helst ekki að vera fyrir og skemma þetta partí fyrir Stjörnunni. Það voru til að mynda fáir Grindvíkingar sem mættu á leikinn í Garðabæ og ég held að þeir sem höfðu trú á okkur hafi verið fáir. Nú eru allir með bullandi trú á þessu á ný og vonandi náum við að nýta okkur það,“ segir Jóhann Árni og er vitanlega þakklátur þeim stuðningsmönnum Grindavíkur sem mættu á fimmtudaginn. „Það voru þeir allra hörðustu sem mættu. Þeir létu vel í sér heyra.“Fegurð yfir oddaleiknum Þó svo að öll lið stefni ávallt að sigri í hverjum einasta leik viðurkennir Jóhann Árni að það sé afar spennandi tilhugsun að fara inn í oddaleik þar sem stærsti titill tímabilsins er undir. „Það er ákveðin fegurð yfir því. Nú er ekkert annað sem gildir en að undirbúa sig fyrir leikinn eins vel og maður getur og stjórna því sem hægt er að stjórna. Það er svo margt sem hefur áhrif í svona rimmum og maður veit aldrei hvað kemur upp úr kössunum fyrr en leikurinn hefst. Það verður afar fróðlegt að fylgjast með því,“ segir Jóhann Árni að lokum. Þrjú ár frá síðasta oddaleikGrindavík og Stjarnan spila hreinan úrslitaleik um Íslandsbikarinn á sunnudagskvöldið en þetta er í tíunda sinn í 30 ára sögu úrslitakeppninnar þar sem einn leikur ræður því hvaða félag verður Íslandsmeistari. Heimaliðið hefur unnið sex af níu oddaleikjunum hingað til og það lið sem tryggði sér oddaleik með sigri í leiknum á undan hefur sömuleiðis unnið í sex af níu skiptum. Í báðum tilfellum á það við Grindavík nú. Íslandsmótið réðst síðast á oddaleik fyrir þremur árum er Snæfell varð meistari í Keflavík. Hlynur Bæringsson fór fyrir liðniu.Oddaleikir um Íslandsmeistaratitilinn: 1985: Njarðvík - Haukar 67-61 1988: Njarðvík - Haukar 91-92 (tvíframl.) 1989: Keflavík - KR 89-72 1991: Njarðvík - Keflavík 84-75 1992: Keflavík - Valur 77-68 1994: Grindavík - Njarðvík 67-68 1999: Keflavík - Njarðvík 88-82 2009: KR - Grindavík 84-83 2010: Keflavík - Snæfell 69-105 2013: Grindavík - Stjarnan ??-?? Grindvíkingar hafa fjórum sinnum áður fengið tækifæri til að vinna Íslandsbikarinn á heimavelli en mistekist það í öll skiptin. Í tvö skiptanna unnu þeir hins vegar Íslandsbikarinn í næsta leik. Nú er hins vegar ekkert annað tækifæri. Tvö lið hafa hins vegar náð því að vinna Íslandsbikarinn í Röstinni í Grindavík en það eru Njarðvík (1994 og 1995) og Keflavík (2003). Eins stigs tapið á móti Njarðvík fyrir 19 árum er annar af tveimur oddaleikjum Grindavíkur um titilinn en liðið tapaði einnig með einu stigi á móti KR (83-84) í Vesturbænum fyrir fjórum árum. Oddaleikur 1994: 67-68 tap fyrir Njarðvík Fimmti leikur 1996: 72-82 tap fyrir Keflavík Fjórði leikur 2009: 83-94 tap fyrir KR Þriðji leikur 2012: 91-98 tap fyrir Þór Þorlákshöfn
Dominos-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum