Kvennalisti internetsins Bjarni Rúnar Einarsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Kvennalistinn var merkilegt og nauðsynlegt framboð. Það lyfti jafnréttisbaráttunni upp á æðra plan, mölvaði glerþakið og tryggði konum rödd á Alþingi. Nú, þremur áratugum síðar, kveðjum við forsætisráðherra, merkilega konu, stolt af því að vera umburðarlynd þjóð sem mat hana að verðleikum óháð kyni og kynhneigð. Árangur Kvennalistans er slíkur að í dag telst enginn flokkur trúverðugur ef konur eru ekki með í för. Kvennalistinn gerði sig óþarfan og það var hans stærsti sigur. Ég er pírati, og ég tel Pírata vera sambærilegt framboð. Píratar tala fyrir beinu lýðræði og opinni stjórnsýslu, Píratar vilja fólk á þing sem skilur nútímann, internetið og mikilvægi þess að hlusta á vísindin áður en ákvarðanir eru teknar. Píratar treysta þjóðinni og treysta því að ef þjóðin fær réttar upplýsingar, þá taki þjóðin skynsamlegar ákvarðanir. Opin stjórnsýsla, óheft samskipti og beint lýðræði eru meðal grunngilda Pírata. Ekkert annað framboð hefur þessa hugsjón, hin eru öll að reyna að hafa vit fyrir þjóðinni, hvert með sínum hætti. En tæknin hefur gert það að verkum að við þurfum ekki lengur að senda fulltrúa í margra daga reiðtúr til að taka þátt í mikilvægum fundum. Við getum mætt sjálf, með því að opna vafra eða taka upp tólið.Stöðugt samtal Fulltrúalýðræðið okkar, þessir 63 þingmenn sem ákveða allt fyrir okkur og lofa öllu fögru á fjögurra ára fresti, er augljóslega úrelt. Við getum gert svo miklu, miklu betur í dag. Í dag geta fulltrúar okkar látið okkur vita jafnóðum hvernig gengur á þingfundi, því símar og spjaldtölvur eru leyfilegar í þingsalnum og á nefndarfundum. Boð geta líka gengið í hina áttina, við getum tekið okkur saman og ráðlagt fulltrúum okkar – jafnvel sagt þeim fyrir verkum – hvar sem er og hvenær sem er. Þetta ætla Píratar að gera. Við viljum stöðugt samtal þings og þjóðar næstu fjögur ár, við viljum virkja netið og samskiptatækni nútímans til að heyra betur og til að láta í okkur heyra. Systurflokkar Pírata erlendis hafa einmitt þróað verkferla og verkfæri til að greiða fyrir beinni þátttöku almennings í stjórnmálum, með hjálp internetsins. Píratar á Íslandi byggja á þessum grunni og eru að laga að íslenskum aðstæðum. Við notum þessi verkfæri nú þegar í okkar innra starfi. Þegar þjóðin fær rödd sem þingið tekur mark á, þegar beint lýðræði verður daglegt brauð og þegar þingmenn okkar standa vörð um internetið og frelsi almennings til að nota það, þá verða Píratar líklega óþarfir. Alveg eins og Kvennalistinn forðum. Ég hlakka til! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Kvennalistinn var merkilegt og nauðsynlegt framboð. Það lyfti jafnréttisbaráttunni upp á æðra plan, mölvaði glerþakið og tryggði konum rödd á Alþingi. Nú, þremur áratugum síðar, kveðjum við forsætisráðherra, merkilega konu, stolt af því að vera umburðarlynd þjóð sem mat hana að verðleikum óháð kyni og kynhneigð. Árangur Kvennalistans er slíkur að í dag telst enginn flokkur trúverðugur ef konur eru ekki með í för. Kvennalistinn gerði sig óþarfan og það var hans stærsti sigur. Ég er pírati, og ég tel Pírata vera sambærilegt framboð. Píratar tala fyrir beinu lýðræði og opinni stjórnsýslu, Píratar vilja fólk á þing sem skilur nútímann, internetið og mikilvægi þess að hlusta á vísindin áður en ákvarðanir eru teknar. Píratar treysta þjóðinni og treysta því að ef þjóðin fær réttar upplýsingar, þá taki þjóðin skynsamlegar ákvarðanir. Opin stjórnsýsla, óheft samskipti og beint lýðræði eru meðal grunngilda Pírata. Ekkert annað framboð hefur þessa hugsjón, hin eru öll að reyna að hafa vit fyrir þjóðinni, hvert með sínum hætti. En tæknin hefur gert það að verkum að við þurfum ekki lengur að senda fulltrúa í margra daga reiðtúr til að taka þátt í mikilvægum fundum. Við getum mætt sjálf, með því að opna vafra eða taka upp tólið.Stöðugt samtal Fulltrúalýðræðið okkar, þessir 63 þingmenn sem ákveða allt fyrir okkur og lofa öllu fögru á fjögurra ára fresti, er augljóslega úrelt. Við getum gert svo miklu, miklu betur í dag. Í dag geta fulltrúar okkar látið okkur vita jafnóðum hvernig gengur á þingfundi, því símar og spjaldtölvur eru leyfilegar í þingsalnum og á nefndarfundum. Boð geta líka gengið í hina áttina, við getum tekið okkur saman og ráðlagt fulltrúum okkar – jafnvel sagt þeim fyrir verkum – hvar sem er og hvenær sem er. Þetta ætla Píratar að gera. Við viljum stöðugt samtal þings og þjóðar næstu fjögur ár, við viljum virkja netið og samskiptatækni nútímans til að heyra betur og til að láta í okkur heyra. Systurflokkar Pírata erlendis hafa einmitt þróað verkferla og verkfæri til að greiða fyrir beinni þátttöku almennings í stjórnmálum, með hjálp internetsins. Píratar á Íslandi byggja á þessum grunni og eru að laga að íslenskum aðstæðum. Við notum þessi verkfæri nú þegar í okkar innra starfi. Þegar þjóðin fær rödd sem þingið tekur mark á, þegar beint lýðræði verður daglegt brauð og þegar þingmenn okkar standa vörð um internetið og frelsi almennings til að nota það, þá verða Píratar líklega óþarfir. Alveg eins og Kvennalistinn forðum. Ég hlakka til!
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun