Kvennalisti internetsins Bjarni Rúnar Einarsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Kvennalistinn var merkilegt og nauðsynlegt framboð. Það lyfti jafnréttisbaráttunni upp á æðra plan, mölvaði glerþakið og tryggði konum rödd á Alþingi. Nú, þremur áratugum síðar, kveðjum við forsætisráðherra, merkilega konu, stolt af því að vera umburðarlynd þjóð sem mat hana að verðleikum óháð kyni og kynhneigð. Árangur Kvennalistans er slíkur að í dag telst enginn flokkur trúverðugur ef konur eru ekki með í för. Kvennalistinn gerði sig óþarfan og það var hans stærsti sigur. Ég er pírati, og ég tel Pírata vera sambærilegt framboð. Píratar tala fyrir beinu lýðræði og opinni stjórnsýslu, Píratar vilja fólk á þing sem skilur nútímann, internetið og mikilvægi þess að hlusta á vísindin áður en ákvarðanir eru teknar. Píratar treysta þjóðinni og treysta því að ef þjóðin fær réttar upplýsingar, þá taki þjóðin skynsamlegar ákvarðanir. Opin stjórnsýsla, óheft samskipti og beint lýðræði eru meðal grunngilda Pírata. Ekkert annað framboð hefur þessa hugsjón, hin eru öll að reyna að hafa vit fyrir þjóðinni, hvert með sínum hætti. En tæknin hefur gert það að verkum að við þurfum ekki lengur að senda fulltrúa í margra daga reiðtúr til að taka þátt í mikilvægum fundum. Við getum mætt sjálf, með því að opna vafra eða taka upp tólið.Stöðugt samtal Fulltrúalýðræðið okkar, þessir 63 þingmenn sem ákveða allt fyrir okkur og lofa öllu fögru á fjögurra ára fresti, er augljóslega úrelt. Við getum gert svo miklu, miklu betur í dag. Í dag geta fulltrúar okkar látið okkur vita jafnóðum hvernig gengur á þingfundi, því símar og spjaldtölvur eru leyfilegar í þingsalnum og á nefndarfundum. Boð geta líka gengið í hina áttina, við getum tekið okkur saman og ráðlagt fulltrúum okkar – jafnvel sagt þeim fyrir verkum – hvar sem er og hvenær sem er. Þetta ætla Píratar að gera. Við viljum stöðugt samtal þings og þjóðar næstu fjögur ár, við viljum virkja netið og samskiptatækni nútímans til að heyra betur og til að láta í okkur heyra. Systurflokkar Pírata erlendis hafa einmitt þróað verkferla og verkfæri til að greiða fyrir beinni þátttöku almennings í stjórnmálum, með hjálp internetsins. Píratar á Íslandi byggja á þessum grunni og eru að laga að íslenskum aðstæðum. Við notum þessi verkfæri nú þegar í okkar innra starfi. Þegar þjóðin fær rödd sem þingið tekur mark á, þegar beint lýðræði verður daglegt brauð og þegar þingmenn okkar standa vörð um internetið og frelsi almennings til að nota það, þá verða Píratar líklega óþarfir. Alveg eins og Kvennalistinn forðum. Ég hlakka til! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Kvennalistinn var merkilegt og nauðsynlegt framboð. Það lyfti jafnréttisbaráttunni upp á æðra plan, mölvaði glerþakið og tryggði konum rödd á Alþingi. Nú, þremur áratugum síðar, kveðjum við forsætisráðherra, merkilega konu, stolt af því að vera umburðarlynd þjóð sem mat hana að verðleikum óháð kyni og kynhneigð. Árangur Kvennalistans er slíkur að í dag telst enginn flokkur trúverðugur ef konur eru ekki með í för. Kvennalistinn gerði sig óþarfan og það var hans stærsti sigur. Ég er pírati, og ég tel Pírata vera sambærilegt framboð. Píratar tala fyrir beinu lýðræði og opinni stjórnsýslu, Píratar vilja fólk á þing sem skilur nútímann, internetið og mikilvægi þess að hlusta á vísindin áður en ákvarðanir eru teknar. Píratar treysta þjóðinni og treysta því að ef þjóðin fær réttar upplýsingar, þá taki þjóðin skynsamlegar ákvarðanir. Opin stjórnsýsla, óheft samskipti og beint lýðræði eru meðal grunngilda Pírata. Ekkert annað framboð hefur þessa hugsjón, hin eru öll að reyna að hafa vit fyrir þjóðinni, hvert með sínum hætti. En tæknin hefur gert það að verkum að við þurfum ekki lengur að senda fulltrúa í margra daga reiðtúr til að taka þátt í mikilvægum fundum. Við getum mætt sjálf, með því að opna vafra eða taka upp tólið.Stöðugt samtal Fulltrúalýðræðið okkar, þessir 63 þingmenn sem ákveða allt fyrir okkur og lofa öllu fögru á fjögurra ára fresti, er augljóslega úrelt. Við getum gert svo miklu, miklu betur í dag. Í dag geta fulltrúar okkar látið okkur vita jafnóðum hvernig gengur á þingfundi, því símar og spjaldtölvur eru leyfilegar í þingsalnum og á nefndarfundum. Boð geta líka gengið í hina áttina, við getum tekið okkur saman og ráðlagt fulltrúum okkar – jafnvel sagt þeim fyrir verkum – hvar sem er og hvenær sem er. Þetta ætla Píratar að gera. Við viljum stöðugt samtal þings og þjóðar næstu fjögur ár, við viljum virkja netið og samskiptatækni nútímans til að heyra betur og til að láta í okkur heyra. Systurflokkar Pírata erlendis hafa einmitt þróað verkferla og verkfæri til að greiða fyrir beinni þátttöku almennings í stjórnmálum, með hjálp internetsins. Píratar á Íslandi byggja á þessum grunni og eru að laga að íslenskum aðstæðum. Við notum þessi verkfæri nú þegar í okkar innra starfi. Þegar þjóðin fær rödd sem þingið tekur mark á, þegar beint lýðræði verður daglegt brauð og þegar þingmenn okkar standa vörð um internetið og frelsi almennings til að nota það, þá verða Píratar líklega óþarfir. Alveg eins og Kvennalistinn forðum. Ég hlakka til!
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun