Allt veltur á Framsóknarflokknum 20. apríl 2013 07:00 Stjórnmálafræðingarnir eru sammála um að líklegasta stjórnarmynstrið sé samstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Næsti forsætisráðherra verður því annaðhvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eða Bjarni Benediktsson, eftir því hvor flokkurinn verður stærri. Skjótt skipast veður í lofti í stjórnmálum og ofnotaðasti frasi sögunnar – vika er langur tími í pólitík – hefur heldur betur reynst sannur. Fyrir viku féllu öll vötn til Framsóknarflokksins, þar með talið sprænur og lækir sem áður höfðu vætt lendur Sjálfstæðisflokksins. Eftir viðtal Bjarna Benediktssonar í Ríkisútvarpinu, á fimmtudag í síðustu viku, hefur orðið viðsnúningur á fylginu. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig en fylgi Framsóknarflokksins dalar. Þetta getur haft afgerandi áhrif á stjórnarmyndunarviðræður að kosningum loknum. Vissulega má segja að það sé fullsnemmt að fara að mynda ríkisstjórn, en allar kannanir sýna sömu tilhneigingarnar og áhugafólk um stjórnmál veit fátt skemmtilegra en að rýna í stöðuna. Nú skal rýnt.Stærðin skiptir víst máli Venjan hefur verið sú í íslenskum stjórnmálum að formaður stærsta stjórnmálaflokksins verður forsætisráðherra, sitji sá flokkur á annað borð í ríkisstjórn. Á þessu eru undantekningar, Geir Hallgrímsson varð ekki forsætisráðherra árið 1983 enda utan þings og Davíð Oddsson eftirlét Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherrastólinn árið 2004. Stjórnmálafræðingarnir Gunnar Helgi Kristinsson og Stefanía Óskarsdóttir eru sammála um að líklegasta stjórnarmynstrið sé samstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Næsti forsætisráðherra verður því annaðhvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eða Bjarni Benediktsson, eftir því hvor flokkurinn verður stærri. „Frá sjónarhóli þessara tveggja flokka er aðalspennan í kosningunum héðan af hvor þeirra verður stærri. Það eru verulegar líkur á því að sá sem verður stærri muni fá forsætisráðherraembættið,“ segir Gunnar Helgi. Stefanía segir að það gæti orðið vandamál hvernig eigi að uppfylla kosningaloforð Framsóknarflokksins. „Kjósendur hafa sýnt lítið traust til stjórnmálamanna og -flokka og það hefur verið neikvætt andrúmsloft gagnvart þeim. Það verður því rík krafa um að þeir efni kosningaloforðin sín.“ Stærð flokkanna hefur áhrif á vægið í stjórnarmyndunarviðræðum, á það hve mikið þarf að gefa eftir. Þar koma þó aðrir möguleikar á stjórnarmyndun einnig til sögunnar.Fleiri möguleikar Framsóknar Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur og hefur í gegnum söguna ýmist brosað til vinstri eða hægri. Á þetta hefur Sigmundur Davíð lagt áherslu í þessum kosningum og því ekki útilokað neitt stjórnarmynstur. Gunnar Helgi segir að flokkurinn eigi möguleika á vinstri stjórn, en ekki virðist nein önnur tveggja flokka stjórn í spilunum. „Sjálfstæðisflokkurinn er frekar afgerandi búinn að loka sig frá vinstra samstarfi, með afstöðu í Evrópumálum, sem er að vísu ekki svo ólík afstöðu Framsóknarflokksins, en svo hefur hann verið með harðari skattalínu o.þ.h. sem mun ekki auðvelda stjórnarmyndun þá leiðina. Það veikir Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarmyndun og styrkir stöðu Framsóknarflokksins.“ Stefanía tekur undir það að Framsókn hafi fleiri möguleika en Sjálfstæðisflokkurinn. „Það þýðir að allt veltur á Framsóknarflokknum og gefur honum sterka samningsstöðu.“ Kosningar 2013 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Sjá meira
Skjótt skipast veður í lofti í stjórnmálum og ofnotaðasti frasi sögunnar – vika er langur tími í pólitík – hefur heldur betur reynst sannur. Fyrir viku féllu öll vötn til Framsóknarflokksins, þar með talið sprænur og lækir sem áður höfðu vætt lendur Sjálfstæðisflokksins. Eftir viðtal Bjarna Benediktssonar í Ríkisútvarpinu, á fimmtudag í síðustu viku, hefur orðið viðsnúningur á fylginu. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig en fylgi Framsóknarflokksins dalar. Þetta getur haft afgerandi áhrif á stjórnarmyndunarviðræður að kosningum loknum. Vissulega má segja að það sé fullsnemmt að fara að mynda ríkisstjórn, en allar kannanir sýna sömu tilhneigingarnar og áhugafólk um stjórnmál veit fátt skemmtilegra en að rýna í stöðuna. Nú skal rýnt.Stærðin skiptir víst máli Venjan hefur verið sú í íslenskum stjórnmálum að formaður stærsta stjórnmálaflokksins verður forsætisráðherra, sitji sá flokkur á annað borð í ríkisstjórn. Á þessu eru undantekningar, Geir Hallgrímsson varð ekki forsætisráðherra árið 1983 enda utan þings og Davíð Oddsson eftirlét Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherrastólinn árið 2004. Stjórnmálafræðingarnir Gunnar Helgi Kristinsson og Stefanía Óskarsdóttir eru sammála um að líklegasta stjórnarmynstrið sé samstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Næsti forsætisráðherra verður því annaðhvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eða Bjarni Benediktsson, eftir því hvor flokkurinn verður stærri. „Frá sjónarhóli þessara tveggja flokka er aðalspennan í kosningunum héðan af hvor þeirra verður stærri. Það eru verulegar líkur á því að sá sem verður stærri muni fá forsætisráðherraembættið,“ segir Gunnar Helgi. Stefanía segir að það gæti orðið vandamál hvernig eigi að uppfylla kosningaloforð Framsóknarflokksins. „Kjósendur hafa sýnt lítið traust til stjórnmálamanna og -flokka og það hefur verið neikvætt andrúmsloft gagnvart þeim. Það verður því rík krafa um að þeir efni kosningaloforðin sín.“ Stærð flokkanna hefur áhrif á vægið í stjórnarmyndunarviðræðum, á það hve mikið þarf að gefa eftir. Þar koma þó aðrir möguleikar á stjórnarmyndun einnig til sögunnar.Fleiri möguleikar Framsóknar Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur og hefur í gegnum söguna ýmist brosað til vinstri eða hægri. Á þetta hefur Sigmundur Davíð lagt áherslu í þessum kosningum og því ekki útilokað neitt stjórnarmynstur. Gunnar Helgi segir að flokkurinn eigi möguleika á vinstri stjórn, en ekki virðist nein önnur tveggja flokka stjórn í spilunum. „Sjálfstæðisflokkurinn er frekar afgerandi búinn að loka sig frá vinstra samstarfi, með afstöðu í Evrópumálum, sem er að vísu ekki svo ólík afstöðu Framsóknarflokksins, en svo hefur hann verið með harðari skattalínu o.þ.h. sem mun ekki auðvelda stjórnarmyndun þá leiðina. Það veikir Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarmyndun og styrkir stöðu Framsóknarflokksins.“ Stefanía tekur undir það að Framsókn hafi fleiri möguleika en Sjálfstæðisflokkurinn. „Það þýðir að allt veltur á Framsóknarflokknum og gefur honum sterka samningsstöðu.“
Kosningar 2013 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Sjá meira