Við hvað erum við hrædd? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 12. apríl 2013 07:00 Ég skil fullkomlega að fólki fallist hendur um þessar mundir að kynna sér stefnumál allra þessara flokka sem eru að bjóða fram til Alþingis. Margir þeirra virðast einnig vera að segja það sama og þá verður maður enn þá ruglaðri í ríminu. Allir segjast vilja berjast fyrir hagsmunum almennings þó að mismunandi leiðir séu tilgreindar. En hvað gerum við þá? Eigum við að treysta flokkum sem margoft hafa lofað sömu hlutum áður en margsvikið þá jafnharðan og látið sérhagsmuni og hagsmuni flokksins stjórna ákvörðunum? Erum við svo hrædd að við viljum ekki gefa nýju fólki tækifæri til að sanna sig? Er betra að kjósa yfir sig sömu spillinguna aftur? Hvað er það versta sem gerist? Ég hef ákveðið að treysta hópi fólks sem hefur, eða margir í hópnum, unnið með Hagsmunasamtökum heimilanna, og sérfræðingum, að því að útfæra raunhæfar og sanngjarnar lausnir í efnahagsmálum fyrir almenning síðastliðin 4 ár. Þetta fólk kemur úr mismunandi áttum og starfstéttum og hefur ekki aðra hagsmuni en að vilja betra kerfi fyrir íbúa landsins. Þetta á jafnt við um húseigendur og leigjendur, fólk og fyrirtæki. Sú fullyrðing var höfð eftir forsvarsmönnum ASÍ í fréttum á dögunum að enginn flokkur væri með stefnu í málum fátækra. Þessi fullyrðing er röng. Við í Dögun teljum það algjört forgangsatriði að lögfesta lágmarksframfærslu í þessu landi og hækka skattleysismörkin verulega. Þetta mun að sjálfsögðu helst gagnast þeim tekjulægstu sem búa við ómannsæmandi lífsskilyrði í þessu ríka landi. Eðlilegt er að spyrja hvaðan peningarnir eigi að koma til að koma þessu í framkvæmd. Dögun hefur bent á að mikilvægt sé að endursemja um skuldir ríkisins, setja mjög háa skatta á gróða fjármálafyrirtækja og peninga sem reynt er að flytja úr landi. Því því fer fjarri að þessir peningar séu ekki til á landinu, þeim þarf bara að dreifa réttlátar. Er eðlilegt að ríkið, og þar með almenningur, hlaupi undir bagga með bönkum þegar þeir hafa farið offari í fjárfestingum og útlánum, þegar sömu stofnanir raka inn gróðanum örfáum mánuðum seinna? Að sjálfsögðu mun hagur ríkis og almennings vænkast verulega þegar byrjað verður að innheimta arð af auðlindum landsins. Dögun setur það sem eitt af forgangsmálum sínum að fiskur, orka og aðrar auðlindir séu í þjóðareigu. Dögun er grænn flokkur sem styður sjálfbærni, jafnrétti og mannúð á öllum sviðum. Auk ítarlegrar stefnu um efnahagsmál höfum við útfært stefnu í jafnréttismálum, í vímuefnamálum, málefnum flóttafólks, á sviði landbúnaðar, í umhverfismálum, sjávarútvegs-, atvinnu- og byggðamálum, velferðarmálum, alþjóðamálum og lýðræðisumbótum svo fátt eitt sé nefnt. Drög að stefnu í menntamálum og menningarmálum liggja einnig fyrir. Dögun vinnur í samræmi við svokallað flatt skipulag. Við erum ekki með formann og allir eru jafnréttháir. Öllum er frjálst að koma með tillögur sem lagðar eru fyrir opna félagsfundi. Látum ekki hræðslu við nýtt fólk koma í veg fyrir að við getum saman endurreist Ísland úr valdi spillingar. Við krefjumst siðferðilegrar jafnt sem efnahagslegrar endurreisnar! Endilega kynnið ykkur stefnumálin á xT.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ég skil fullkomlega að fólki fallist hendur um þessar mundir að kynna sér stefnumál allra þessara flokka sem eru að bjóða fram til Alþingis. Margir þeirra virðast einnig vera að segja það sama og þá verður maður enn þá ruglaðri í ríminu. Allir segjast vilja berjast fyrir hagsmunum almennings þó að mismunandi leiðir séu tilgreindar. En hvað gerum við þá? Eigum við að treysta flokkum sem margoft hafa lofað sömu hlutum áður en margsvikið þá jafnharðan og látið sérhagsmuni og hagsmuni flokksins stjórna ákvörðunum? Erum við svo hrædd að við viljum ekki gefa nýju fólki tækifæri til að sanna sig? Er betra að kjósa yfir sig sömu spillinguna aftur? Hvað er það versta sem gerist? Ég hef ákveðið að treysta hópi fólks sem hefur, eða margir í hópnum, unnið með Hagsmunasamtökum heimilanna, og sérfræðingum, að því að útfæra raunhæfar og sanngjarnar lausnir í efnahagsmálum fyrir almenning síðastliðin 4 ár. Þetta fólk kemur úr mismunandi áttum og starfstéttum og hefur ekki aðra hagsmuni en að vilja betra kerfi fyrir íbúa landsins. Þetta á jafnt við um húseigendur og leigjendur, fólk og fyrirtæki. Sú fullyrðing var höfð eftir forsvarsmönnum ASÍ í fréttum á dögunum að enginn flokkur væri með stefnu í málum fátækra. Þessi fullyrðing er röng. Við í Dögun teljum það algjört forgangsatriði að lögfesta lágmarksframfærslu í þessu landi og hækka skattleysismörkin verulega. Þetta mun að sjálfsögðu helst gagnast þeim tekjulægstu sem búa við ómannsæmandi lífsskilyrði í þessu ríka landi. Eðlilegt er að spyrja hvaðan peningarnir eigi að koma til að koma þessu í framkvæmd. Dögun hefur bent á að mikilvægt sé að endursemja um skuldir ríkisins, setja mjög háa skatta á gróða fjármálafyrirtækja og peninga sem reynt er að flytja úr landi. Því því fer fjarri að þessir peningar séu ekki til á landinu, þeim þarf bara að dreifa réttlátar. Er eðlilegt að ríkið, og þar með almenningur, hlaupi undir bagga með bönkum þegar þeir hafa farið offari í fjárfestingum og útlánum, þegar sömu stofnanir raka inn gróðanum örfáum mánuðum seinna? Að sjálfsögðu mun hagur ríkis og almennings vænkast verulega þegar byrjað verður að innheimta arð af auðlindum landsins. Dögun setur það sem eitt af forgangsmálum sínum að fiskur, orka og aðrar auðlindir séu í þjóðareigu. Dögun er grænn flokkur sem styður sjálfbærni, jafnrétti og mannúð á öllum sviðum. Auk ítarlegrar stefnu um efnahagsmál höfum við útfært stefnu í jafnréttismálum, í vímuefnamálum, málefnum flóttafólks, á sviði landbúnaðar, í umhverfismálum, sjávarútvegs-, atvinnu- og byggðamálum, velferðarmálum, alþjóðamálum og lýðræðisumbótum svo fátt eitt sé nefnt. Drög að stefnu í menntamálum og menningarmálum liggja einnig fyrir. Dögun vinnur í samræmi við svokallað flatt skipulag. Við erum ekki með formann og allir eru jafnréttháir. Öllum er frjálst að koma með tillögur sem lagðar eru fyrir opna félagsfundi. Látum ekki hræðslu við nýtt fólk koma í veg fyrir að við getum saman endurreist Ísland úr valdi spillingar. Við krefjumst siðferðilegrar jafnt sem efnahagslegrar endurreisnar! Endilega kynnið ykkur stefnumálin á xT.is
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun