
Misrétti er dýrkeypt: Jafnrétti er efnahagsleg velferð
Smátt og smátt skynjuðu fleiri lönd nauðsyn þess að beita kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð sem tæki til þess að stuðla að jafnrétti. Ísland er í þessum hópi, enda hefur jafnrétti kynjanna ekki verið náð og konur og karlar búa við mismunandi aðstæður. Nefna má að konur bera í meiri mæli en karlar ábyrgð á umönnunar- og heimilisstörfum og að kynbundinn launamunur er enn fyrir hendi. Þá er mikil kynjaskipting í náms- og starfsvali og mun fleiri konur en karlar eru í hlutastörfum. Ráðstafanir og ákvarðanir varðandi ríkisfjármál hafa því mismunandi áhrif á konur og karla.
Í allri lagaumgjörð er skýrt talað um jafnrétti. Þannig er í stjórnarskrá kveðið á um að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Í jafnréttislögum segir að "kynjasamþættingar skuli gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð sem gerð er á vegum ráðuneyta og opinberra stofnana er starfa á málefnasviði þeirra". Enn fremur hefur Ísland skuldbundið sig til að vinna markvisst að jafnrétti í ýmsum alþjóðasáttmálum, s.s. Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það er því eitt af hlutverkum hins opinbera að tryggja að ekki séu kerfislægar forsendur fyrir hendi sem stuðla að eða viðhalda misrétti.
Nýjar aðferðir
Íslendingar kölluðu á nýtt gildismat og nýjar aðferðir eftir hrun. Meiri sanngirni. Meira réttlæti. Í þessum anda hófu íslensk stjórnvöld árið 2009 innleiðingu á kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð. Skipuð var verkefnisstjórn til að móta innleiðingarferlið og árið 2010 var hafist handa við tilraunaverkefni. Nú er unnið samkvæmt þriggja ára áætlun um innleiðingu og vinna ráðuneytin verkefni í tengslum við hana.
Í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð felst greining á hvaða áhrif ráðstöfun og öflun opinberra fjármuna hefur á kynin. Ef greiningin leiðir í ljós mismunun þarf að grípa til aðgerða til að meðferð opinberra fjármuna stuðli að jafnrétti í stað þess að misrétti sé viðhaldið eða jafnvel aukið.
Í þeim verkefnum sem unnin hafa verið á sviði kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar hefur ýmislegt forvitnilegt komið í ljós. Þar má nefna að biðtími kvenna eftir kransæðaþræðingu var að meðaltali lengri en karla á árunum 2009 og 2010. Við höfum einnig öðlast betri þekkingu á kynjaáhrifum skattkerfisins, atvinnuleysisbótakerfisins og ýmissa sjóða- og styrkjakerfa. Þannig má nefna að millifæranleiki persónuafsláttar getur verið kerfisbundin hindrun varðandi þátttöku kvenna á vinnumarkaði. Tekjutenging atvinnuleysisbóta gagnast kynjunum misvel, styrkir til mjólkurframleiðslu eru í miklum meirihluta greiddir til karla og aðgerðir til að vinna gegn loftlagsáhrifum skapa frekar störf á karllægum sviðum, svo sem í landbúnaði og við véla- og tæknivinnu.
Árangursríkt tæki
Öll ráðuneytin vinna nú að þriggja ára verkefnum í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð. Við væntum þess að verkefnin skili okkur heildstæðum greiningum á þeim sviðum sem þau ná yfir ásamt því að gripið verði til aðgerða þar sem þess reynist þörf. Að auki munu verkefnin skila okkur færni þannig að aðferðafræðin verði okkur töm og notuð við dagleg störf. Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð má nefnilega ekki einskorðast við þau verkefni sem nú eru í gangi heldur er brýnt að við nýtum okkur þetta tæki þar sem ætla má að ráðstöfun opinberra fjármuna hafi áhrif á stöðu kynjanna.
Það er ánægjulegt að fleiri eru að tileinka sér þessa aðferðafræði hérlendis. Reykjavíkurborg hefur hafið innleiðingu af krafti og mikilvægt er að fleiri sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Þá er einnig brýnt að öflugar hreyfingar, á borð við kvennahreyfinguna, leggi orð í belg og taki þátt í þróun innleiðingarinnar. Markmiðið er að koma kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð ofar á forgangslistann.
Íslendingar eru jafnréttissinnuð þjóð. Flest viljum við jafnrétti og erum stolt af því að teljast framarlega í þeim málum á heimsvísu. Til að halda því þurfum við að tileinka okkur þær aðferðir sem þróaðar eru til að stuðla að jafnrétti. Með því að greina hvaða áhrif öflun og ráðstöfun opinberra fjármuna hefur á kynin og ýmsa hópa samfélagsins erum við betur í stakk búin til að setja okkur markmið og breyta hlutunum þannig að samfélagið verði réttlátara. Jafnrétti og efnahagsleg velferð fer saman en misrétti er okkur dýrkeypt. Við höfum því allt að vinna en engu að tapa með því að taka upp aðferðir sem veita okkur betri aðgang að upplýsingum sem eru mikilvægar við ákvarðanatöku. Það gerir okkur kleift að stuðla að betra og kraftmeira samfélagi.
Skoðun

Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf
Hafrún Kristjánsdóttir skrifar

Aðgát skal höfð...
Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar

Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd?
Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar

Sameinumst – stétt með stétt
Sævar Jónsson skrifar

Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs
Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra?
Helga C Reynisdóttir skrifar

Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun
Björn Sævar Einarsson skrifar

Íþróttastarf fyrir alla
Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar

Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins
Meyvant Þórólfsson skrifar

Að verja friðinn
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

12 spor ríkisstjórnarinnar
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Færni í nýsköpun krefst þjálfunar
Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar

Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf
Edda Rut Björnsdóttir skrifar

Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru
Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar

Áfastur plasttappi lýðræðisins
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Um Varasjóð VR
Flosi Eiríksson skrifar

Töfrakista tækifæranna
Hrefna Óskarsdóttir skrifar

Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Frelsið er yndislegt þegar það hentar
Jens Garðar Helgason skrifar

Borgaralegt og hernaðarlegt
Bjarni Már Magnússon skrifar

Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum
Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar

Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana?
Micah Garen skrifar

Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum
Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar

Grafið undan grunngildum
Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar

Samúð
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Allskonar núansar
Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar

Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir?
Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar