Almennir kröfuhafar fá 225 milljarða Þórður Snær Júlíusson skrifar 20. mars 2013 06:00 Eignir þrotabús Landsbankans jukust um 170 milljarða króna í fyrra. Halldór H. Backman og Herdís Hallmarsdóttir sitja bæði í slitastjórn bankans. Þrotabú Landsbankans reiknar með að geta greitt 225 milljarða króna til almennra kröfuhafa sinna. Alls nema eignir búsins 1.543 milljörðum króna og forgangskröfur, að mestu hin svokallaða Icesave-skuld, eru 1.318 milljarðar króna. Áætlaðar endurheimtur búsins jukust um 170 milljarða króna í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri samantekt á fjárhagsstöðu þrotabús Landsbankans, sem nú heitir LBI hf., en hún birt var fyrir helgi. Búið hefur nú þegar greitt út 661 milljarð króna til forgangskröfuhafa í þremur greiðslum. Sú síðasta var innt af hendi í október 2012. Eftir á að greiða forgangskröfuhöfum, sem meðal annars eru tryggingasjóðir innstæðueigenda í Bretlandi og Hollandi, 657 milljarða króna, eða rétt tæpan helming. Eignir þrotabúsins jukust samtals um 170 milljarða króna í fyrra. Stærstu breyturnar í þeirri þróun voru meðal annars salan á eignarhlut þess í bresku verslunarkeðjunni Iceland Foods, hækkun á kröfu á þrotabú Glitnis um 24 milljarða króna, sala á stórum hlut búsins í Eimskipi og salan á Aurum Holdings í Bretlandi. Rekstrarkostnaður þrotabús Landsbankans lækkaði um átta prósent á milli ára og var 5,5 milljarðar króna í fyrra. Þar af voru greiddir 1,8 milljarðar króna í laun og fríðindi starfsmanna, sem var 14 prósentum lægra en árið áður. Vert er að taka fram að skilanefndir föllnu bankanna voru lagðar niður í lok árs 2011 og því var enginn kostnaður vegna þeirra í fyrra. Aurum Holding málið Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þrotabú Landsbankans reiknar með að geta greitt 225 milljarða króna til almennra kröfuhafa sinna. Alls nema eignir búsins 1.543 milljörðum króna og forgangskröfur, að mestu hin svokallaða Icesave-skuld, eru 1.318 milljarðar króna. Áætlaðar endurheimtur búsins jukust um 170 milljarða króna í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri samantekt á fjárhagsstöðu þrotabús Landsbankans, sem nú heitir LBI hf., en hún birt var fyrir helgi. Búið hefur nú þegar greitt út 661 milljarð króna til forgangskröfuhafa í þremur greiðslum. Sú síðasta var innt af hendi í október 2012. Eftir á að greiða forgangskröfuhöfum, sem meðal annars eru tryggingasjóðir innstæðueigenda í Bretlandi og Hollandi, 657 milljarða króna, eða rétt tæpan helming. Eignir þrotabúsins jukust samtals um 170 milljarða króna í fyrra. Stærstu breyturnar í þeirri þróun voru meðal annars salan á eignarhlut þess í bresku verslunarkeðjunni Iceland Foods, hækkun á kröfu á þrotabú Glitnis um 24 milljarða króna, sala á stórum hlut búsins í Eimskipi og salan á Aurum Holdings í Bretlandi. Rekstrarkostnaður þrotabús Landsbankans lækkaði um átta prósent á milli ára og var 5,5 milljarðar króna í fyrra. Þar af voru greiddir 1,8 milljarðar króna í laun og fríðindi starfsmanna, sem var 14 prósentum lægra en árið áður. Vert er að taka fram að skilanefndir föllnu bankanna voru lagðar niður í lok árs 2011 og því var enginn kostnaður vegna þeirra í fyrra.
Aurum Holding málið Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira