Hver endar hvar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2013 06:00 Mikilvægur á lokasprettinum Benjamin Smith þarf að spila vel ætli Þórsarar að halda stöðu sinni í 3. sætinu. Fréttablaðið/Vilhelm Tvær síðustu umferðir Dominos-deildar karla í körfubolta fara fram á næstu fjórum dögum og þá ræðst hvaða lið komast í úrslitakeppnina og hvaða lið mætast þar. Auk þess mun koma í ljós hvaða tvö lið munu falla niður í 1. deild. Úrslitakeppni körfuboltans nálgast óðum enda bara tvær umferðir eftir af deildarkeppninni. Það er samt langt frá því að vera ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitunum og ýmislegt getur breyst á næstum 100 klukkutímum. Það sem flækir málið talsvert við útreikningana er að innbyrðis viðureignir viðkomandi liða ráða sætaröðinni, verði þau jöfn, og það er líka allt eins líklegt að fleiri en tvö lið verði jöfn að stigum. Í slíkri stöðu verður til ný tafla eins og um lítið mót væri að ræða hjá viðkomandi liðum. Það skiptir því mörg liðanna miklu máli hvaða lið verða jöfn þeim að stigum ætli þau að njóta góðs af sigrum úr innbyrðis leikjum. Fréttablaðið hefur rýnt í stigatöfluna og úrslit vetrarins til þess að útskýra betur hvað er í raun undir í kvöld og á sunnudagskvöldið Grindvíkingar ættu þó að eiga deildarmeistaratitilinn vísan annað árið í röð enda með tveggja stiga forystu á Snæfell og með betri innbyrðis stöðu. Það er mun meiri spennan í baráttunni um heimavallarréttinn í úrslitakeppninni en Þór, Stjarnan og Keflavík verða þar í eldlínunni. Snæfell verður hins vegar alltaf meðal fjögurra efstu liðanna þökk sé stigum og innbyrðis stöðu. Njarðvíkingar hafa unnið fimm leiki í röð og gætu vissulega hækkað sig úr sjötta sætinu með sigri á Keflavík enda með betri innbyrðis stöðu gegn nágrönnunum. Keflvíkingar ættu að eiga auðveldari leik í lokaumferðinni. Njarðvík er líka með betri innbyrðis stöðu á móti Stjörnunni en Stjarnan er á miklu flugi og á líka leiki á móti neðstu liðunum. Barátta Njarðvíkinga er því fyrst og fremst við KR um sjötta sætið en þar nægir KR að jafna þá að stigum þar sem KR-ingar eru með betri innbyrðis stöðu. Svo er það stóra spurningin hvort að það verði úrslitakeppni í Fjósinu í Borgarnesi eða í Síkinu á Króknum en bæði húsin eru þekkt fyrir frábæra stemmningu við slíkar aðstæður. Skallagrímur stendur betur í stigum en ekki í innbyrðis viðureignum. Hvorugt lið er alveg öruggt um sæti sitt í deildinni en bæði gætu endanlega tryggt sér sætið með hagstæðum úrslitum hjá sér eða í öðrum leikjum í kvöld. Fjölnir, ÍR og KFÍ eru öll jöfn á botninum en Fjölnir nýtur góðs af innbyrðis móti þessarar þriggja liða eftir sigurinn mikilvæga á ÍR í síðustu umferð. Fjölnir á aftur á móti erfiðari leiki eftir en hin tvö liðin. Hér fyrir neðan má sjá ítarlegra yfirlit um þessi fjögur baráttusvæði í lokaumferðum Dominos-deildar karla.Baráttan um sæti í úrslitakeppninni Skallagrímur og Tindastóll berjast um tvö síðustu sætin inn í úrslitakeppnina þó að slakur árangur í innbyrðis viðureignum gegn neðstu liðunum gefi smá möguleika á kraftaverkastökki hjá liðunum þremur fyrir neðan. Það eru frekar reikningsmöguleikar en raunhæfir möguleikar. Lykilatriði hér er að Tindastóll verður ofar en Skallagrímur verði liðin jöfn. Stóri möguleikinn hjá Tindastól liggur í leiknum við ÍR í Seljaskóla í kvöld en svo gæti einnig farið að Stólarnir taki á móti nýkrýndum deildarmeisturum Grindavíkur í lokaumferðinni sem hefðu þá að engu að keppa. Skallagrímsmenn mæta í DHL-höllina í kvöld og taka á móti Þór í lokaumferðinni en þeir unnu fyrri leikinn í Þorlákshöfn. Hér er því mikil spenna og mikið í boði fyrir bæði lið.Deildarmeistarar Grindvíkingar tryggja sér deildarmeistaratitilinn með næsta sigri hvernig sem aðrir leikir fara. Þeir hafa nefnilega betri innbyrðisstöðu á móti Snæfelli sem verður því að komast yfir þá á stigum. Þór nægir að jafna Grindavík en þarf hins vegar að vinna upp fjögurra stiga forskot. Grindvíkingar eiga leiki eftir við Fjölni og Tindastól sem þeir eiga að vinna.Heimavallarréttur Fjögur efstu sætin gefa heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og þau tvö efstu heimavallarrétt í undanúrslitunum. Grindvíkingar eru öryggir með annað efstu tveggja sætanna og Snæfellingar verða alltaf í hópi fjögurra efstu vegna stöðu í innbyrðis viðureignum. Þrjú næstu félög, Þór, Stjarnan og Keflavík, berjast síðan um hin tvö sætin. Það gæti orðið flókinn útreikningur enda möguleiki á því að mörg lið verði jöfn. Stjörnumenn verða efstir verði öll þessi lið jöfn að stigum en þá munu Keflvíkingar reka lestina og missa af heimavallarréttinum. Keflvíkingar eru verri innbyrðis á móti bæði Þór og Stjörnunni en Stjarnan er síðan betri innbyrðis á móti Þór. Það getur því margt gerst í lokaumferðunum. Keflavíkurliðið þarf því að komast upp fyrir hin liðin á stigum ætli það að hækka sig í töflunni. Verði Snæfell, Þór, Stjarnan og Keflavík öll jöfn að stigum, sem getur gerst, þá verður röðin væntanlega eins og hún er í dag nema að stórsigur Þórs á Snæfelli í kvöld gæti skilar Þórsurum upp fyrir Snæfell. Þór vann fimm stiga sigur í fyrri leiknum og verður því ofar en Snæfell með sigri verði aðeins þau lið jöfn. Snæfell er með betri innbyrðis stöðu á móti öllum þessum liðum nema Keflavík.Fallið Fimm lið geta enn fallið úr deildinni en það þarf þó eitthvað óvænt að gerast til að Skallagrímur eða Tindastóll fari niður. Skallagrímur er með verri innbyrðis stöðu á móti þremur af fjórum liðum fyrir neðan sig (ekki Fjölni) og Tindastóll er verri innbyrðis á móti tveimur og hugsanlega þremur tapi liðið með meira en sex stigum á móti ÍR í kvöld. Mestar líkur eru þó á því að tvö af þremur neðstu liðunum fari niður. Fjölnir, ÍR og KFÍ eru öll með 10 stig en Grafarvogsbúar eru með besta árangurinn í innbyrðis móti liðanna. Fjölnir vann þrjá af fjórum leikjum sínum við hin tvö liðin og er líka betri innbyrðis á móti Tindastól. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Tvær síðustu umferðir Dominos-deildar karla í körfubolta fara fram á næstu fjórum dögum og þá ræðst hvaða lið komast í úrslitakeppnina og hvaða lið mætast þar. Auk þess mun koma í ljós hvaða tvö lið munu falla niður í 1. deild. Úrslitakeppni körfuboltans nálgast óðum enda bara tvær umferðir eftir af deildarkeppninni. Það er samt langt frá því að vera ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitunum og ýmislegt getur breyst á næstum 100 klukkutímum. Það sem flækir málið talsvert við útreikningana er að innbyrðis viðureignir viðkomandi liða ráða sætaröðinni, verði þau jöfn, og það er líka allt eins líklegt að fleiri en tvö lið verði jöfn að stigum. Í slíkri stöðu verður til ný tafla eins og um lítið mót væri að ræða hjá viðkomandi liðum. Það skiptir því mörg liðanna miklu máli hvaða lið verða jöfn þeim að stigum ætli þau að njóta góðs af sigrum úr innbyrðis leikjum. Fréttablaðið hefur rýnt í stigatöfluna og úrslit vetrarins til þess að útskýra betur hvað er í raun undir í kvöld og á sunnudagskvöldið Grindvíkingar ættu þó að eiga deildarmeistaratitilinn vísan annað árið í röð enda með tveggja stiga forystu á Snæfell og með betri innbyrðis stöðu. Það er mun meiri spennan í baráttunni um heimavallarréttinn í úrslitakeppninni en Þór, Stjarnan og Keflavík verða þar í eldlínunni. Snæfell verður hins vegar alltaf meðal fjögurra efstu liðanna þökk sé stigum og innbyrðis stöðu. Njarðvíkingar hafa unnið fimm leiki í röð og gætu vissulega hækkað sig úr sjötta sætinu með sigri á Keflavík enda með betri innbyrðis stöðu gegn nágrönnunum. Keflvíkingar ættu að eiga auðveldari leik í lokaumferðinni. Njarðvík er líka með betri innbyrðis stöðu á móti Stjörnunni en Stjarnan er á miklu flugi og á líka leiki á móti neðstu liðunum. Barátta Njarðvíkinga er því fyrst og fremst við KR um sjötta sætið en þar nægir KR að jafna þá að stigum þar sem KR-ingar eru með betri innbyrðis stöðu. Svo er það stóra spurningin hvort að það verði úrslitakeppni í Fjósinu í Borgarnesi eða í Síkinu á Króknum en bæði húsin eru þekkt fyrir frábæra stemmningu við slíkar aðstæður. Skallagrímur stendur betur í stigum en ekki í innbyrðis viðureignum. Hvorugt lið er alveg öruggt um sæti sitt í deildinni en bæði gætu endanlega tryggt sér sætið með hagstæðum úrslitum hjá sér eða í öðrum leikjum í kvöld. Fjölnir, ÍR og KFÍ eru öll jöfn á botninum en Fjölnir nýtur góðs af innbyrðis móti þessarar þriggja liða eftir sigurinn mikilvæga á ÍR í síðustu umferð. Fjölnir á aftur á móti erfiðari leiki eftir en hin tvö liðin. Hér fyrir neðan má sjá ítarlegra yfirlit um þessi fjögur baráttusvæði í lokaumferðum Dominos-deildar karla.Baráttan um sæti í úrslitakeppninni Skallagrímur og Tindastóll berjast um tvö síðustu sætin inn í úrslitakeppnina þó að slakur árangur í innbyrðis viðureignum gegn neðstu liðunum gefi smá möguleika á kraftaverkastökki hjá liðunum þremur fyrir neðan. Það eru frekar reikningsmöguleikar en raunhæfir möguleikar. Lykilatriði hér er að Tindastóll verður ofar en Skallagrímur verði liðin jöfn. Stóri möguleikinn hjá Tindastól liggur í leiknum við ÍR í Seljaskóla í kvöld en svo gæti einnig farið að Stólarnir taki á móti nýkrýndum deildarmeisturum Grindavíkur í lokaumferðinni sem hefðu þá að engu að keppa. Skallagrímsmenn mæta í DHL-höllina í kvöld og taka á móti Þór í lokaumferðinni en þeir unnu fyrri leikinn í Þorlákshöfn. Hér er því mikil spenna og mikið í boði fyrir bæði lið.Deildarmeistarar Grindvíkingar tryggja sér deildarmeistaratitilinn með næsta sigri hvernig sem aðrir leikir fara. Þeir hafa nefnilega betri innbyrðisstöðu á móti Snæfelli sem verður því að komast yfir þá á stigum. Þór nægir að jafna Grindavík en þarf hins vegar að vinna upp fjögurra stiga forskot. Grindvíkingar eiga leiki eftir við Fjölni og Tindastól sem þeir eiga að vinna.Heimavallarréttur Fjögur efstu sætin gefa heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og þau tvö efstu heimavallarrétt í undanúrslitunum. Grindvíkingar eru öryggir með annað efstu tveggja sætanna og Snæfellingar verða alltaf í hópi fjögurra efstu vegna stöðu í innbyrðis viðureignum. Þrjú næstu félög, Þór, Stjarnan og Keflavík, berjast síðan um hin tvö sætin. Það gæti orðið flókinn útreikningur enda möguleiki á því að mörg lið verði jöfn. Stjörnumenn verða efstir verði öll þessi lið jöfn að stigum en þá munu Keflvíkingar reka lestina og missa af heimavallarréttinum. Keflvíkingar eru verri innbyrðis á móti bæði Þór og Stjörnunni en Stjarnan er síðan betri innbyrðis á móti Þór. Það getur því margt gerst í lokaumferðunum. Keflavíkurliðið þarf því að komast upp fyrir hin liðin á stigum ætli það að hækka sig í töflunni. Verði Snæfell, Þór, Stjarnan og Keflavík öll jöfn að stigum, sem getur gerst, þá verður röðin væntanlega eins og hún er í dag nema að stórsigur Þórs á Snæfelli í kvöld gæti skilar Þórsurum upp fyrir Snæfell. Þór vann fimm stiga sigur í fyrri leiknum og verður því ofar en Snæfell með sigri verði aðeins þau lið jöfn. Snæfell er með betri innbyrðis stöðu á móti öllum þessum liðum nema Keflavík.Fallið Fimm lið geta enn fallið úr deildinni en það þarf þó eitthvað óvænt að gerast til að Skallagrímur eða Tindastóll fari niður. Skallagrímur er með verri innbyrðis stöðu á móti þremur af fjórum liðum fyrir neðan sig (ekki Fjölni) og Tindastóll er verri innbyrðis á móti tveimur og hugsanlega þremur tapi liðið með meira en sex stigum á móti ÍR í kvöld. Mestar líkur eru þó á því að tvö af þremur neðstu liðunum fari niður. Fjölnir, ÍR og KFÍ eru öll með 10 stig en Grafarvogsbúar eru með besta árangurinn í innbyrðis móti liðanna. Fjölnir vann þrjá af fjórum leikjum sínum við hin tvö liðin og er líka betri innbyrðis á móti Tindastól.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira