Takkaskórnir víkja fyrir tískunni 13. mars 2013 06:00 Knattspyrnukappinn Björn Jónsson spilar með KR-ingum en var hvattur til þess að taka þátt í RFF sem fer fram um helgina. Mynd/VALLI „Það var nú bara hún systir mín sem sagði mér frá þessu og hvatti mig til þess að fara í prufur,“ segir Björn Jónsson, knattspyrnumaður úr KR, en hann ætlar að setja svarthvítan búning Vesturbæjarliðsins á hilluna um helgina. Þess í stað ætlar Björn að ganga sýningarpallana á Reykjavík Fashion Festival en þetta mun vera frumraun hans í fyrirsætubransanum. Það voru hönnuðir íslenska fatamerkisins Hugins Munins sem fengu knattspyrnukappann til liðs við sig. „Ég fór á einhverja gönguæfingu um daginn, sem gekk alveg fínt held ég. Ég á allavega ekki að mæta á fleiri æfingar,“ segir Björn og kveðst ekki stressaður þrátt fyrir reynsluleysið á pöllunum. Björn þykir liðtækur knattspyrnumaður en hann spilaði með Skagamönnum upp alla yngri flokkana. Árið 2005 hélt hann í atvinnumennsku til hollenska liðsins Heerenveen en sneri heim árið 2011. Hann er nú á mála hjá KR-ingum en hefur þurft að glíma við meiðsli um langt skeið. „Ég er nýbúinn að ná mér af meiðslunum og var að byrja æfa aftur í þessum mánuði. Ég er ekki búinn að spila síðan í sumar. Það var líka þess vegna sem ég sagði já við þessu um helgina. Ég er hvort eð er alltaf meiddur.“ En hvað segja liðsfélagarnir í Vesturbænum um fyrirsætustarfið? „Þeir hafa staðið með mér og hvatt mig til þess að gera þetta,“ segir Björn, og tilhlökkun fyrir helgina leynir sér ekki. RFF Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Það var nú bara hún systir mín sem sagði mér frá þessu og hvatti mig til þess að fara í prufur,“ segir Björn Jónsson, knattspyrnumaður úr KR, en hann ætlar að setja svarthvítan búning Vesturbæjarliðsins á hilluna um helgina. Þess í stað ætlar Björn að ganga sýningarpallana á Reykjavík Fashion Festival en þetta mun vera frumraun hans í fyrirsætubransanum. Það voru hönnuðir íslenska fatamerkisins Hugins Munins sem fengu knattspyrnukappann til liðs við sig. „Ég fór á einhverja gönguæfingu um daginn, sem gekk alveg fínt held ég. Ég á allavega ekki að mæta á fleiri æfingar,“ segir Björn og kveðst ekki stressaður þrátt fyrir reynsluleysið á pöllunum. Björn þykir liðtækur knattspyrnumaður en hann spilaði með Skagamönnum upp alla yngri flokkana. Árið 2005 hélt hann í atvinnumennsku til hollenska liðsins Heerenveen en sneri heim árið 2011. Hann er nú á mála hjá KR-ingum en hefur þurft að glíma við meiðsli um langt skeið. „Ég er nýbúinn að ná mér af meiðslunum og var að byrja æfa aftur í þessum mánuði. Ég er ekki búinn að spila síðan í sumar. Það var líka þess vegna sem ég sagði já við þessu um helgina. Ég er hvort eð er alltaf meiddur.“ En hvað segja liðsfélagarnir í Vesturbænum um fyrirsætustarfið? „Þeir hafa staðið með mér og hvatt mig til þess að gera þetta,“ segir Björn, og tilhlökkun fyrir helgina leynir sér ekki.
RFF Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira