Uppskeruhátíðin Samsuða í Hörpu um helgina 11. mars 2013 16:45 Kristín María lofar fjölbreyttri hönnunarflóru í Hörpu um helgina og hvetur alla til að mæta og berja nýjungarnar augum. Mynd/GVA Félag vöru- og iðnhönnuða, sem er skipað rúmlega hundrað félagsmönnum, heldur samsýninguna Samsuðu í Hörpu um helgina og verður opnunarhóf á fimmtudag. Þar sýna átján hönnuðir ólík verk. Sýningin er haldin í fjórða sinn og má í raun segja að um uppskeruhátíð vöru- og iðnhönnuða sé að ræða. "Í fyrra var enn betri þátttaka en þá voru þeir 37. Það er hins vegar frekar mikið að sýna á hverju ári enda ferlið á bak við hverja vöru oft langt og strangt sem skýrir ef til vill fjölda þátttakenda í ár,“ segir sýningarhönnuðurinn Kristín María Sigþórsdóttir sem hefur umsjón með sýningunni. "Í fyrra var sýningin haldin í Brim-húsinu við gömlu höfnina og var afar vel heppnuð. Í ár verður hún í Hörpu en þar verða einnig Félag húsgagnaframleiðenda, Epal og Reykjavík Fashion Festival. Þarna verður því sannkallaður suðupottur,“ bætir hún við. Kristín María segir hópinn fjölbreyttan í ár og að sýningargestir komi til með að sjá afar ólíka hluti; húsgögn, nytjahluti, skrautmuni og margt fleira. "Þetta er ört stækkandi fag og í því er mikil gróska. Sýningin er þar af leiðandi mikilvægur vettvangur til að koma afurðunum á framfæri. Vöru- og iðnhönnun er einn angi skapandi greina þar sem verið er að skapa verðmæti með hugviti. Fólk fer afar mismunandi leiðir og ferlið er ólíkt, bæði hvað varðar efni og hugmyndafræði. Það sem vöru- og iðnhönnuðir eiga þó sameiginlegt er að þeir skapa vörur eða hluti sem hægt er að framleiða. Ferlið fram að framleiðslu er mörgum hulið og ekki allir sem gera sér grein fyrir því hversu mikil þróunarvinna liggur að baki,“ segir Kristín María. Hún hvetur alla til að líta við í Hörpu og skoða þessar nýjungar í hönnunarflórunni en sýningin verður opin fram á sunnudag. Opnunarhófið á fimmtudag hefst klukkan 20. Heimsljós. Ljós innblásin af jörðinni, tunglinu og mars eftir Maríu Sjöfn Dupuis Davíðsdóttur.Krukka. Sköpun með endurnýtingu og virðingu að leiðarljósi eftir Daníel Hjört Sigmundsson og Lindu Mjöll Stefánsdóttur. Þau vinna með hráefni sem er gamalt eða dæmt úr leik og vekja það til lífs á ný.Stóll þarf ekki bara að vera stóll. Inga Sól Ingibjargardóttir blandar saman gömlum og nýjum aðferðum og útkoman er ekki alltaf fyrirsjáanleg. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Félag vöru- og iðnhönnuða, sem er skipað rúmlega hundrað félagsmönnum, heldur samsýninguna Samsuðu í Hörpu um helgina og verður opnunarhóf á fimmtudag. Þar sýna átján hönnuðir ólík verk. Sýningin er haldin í fjórða sinn og má í raun segja að um uppskeruhátíð vöru- og iðnhönnuða sé að ræða. "Í fyrra var enn betri þátttaka en þá voru þeir 37. Það er hins vegar frekar mikið að sýna á hverju ári enda ferlið á bak við hverja vöru oft langt og strangt sem skýrir ef til vill fjölda þátttakenda í ár,“ segir sýningarhönnuðurinn Kristín María Sigþórsdóttir sem hefur umsjón með sýningunni. "Í fyrra var sýningin haldin í Brim-húsinu við gömlu höfnina og var afar vel heppnuð. Í ár verður hún í Hörpu en þar verða einnig Félag húsgagnaframleiðenda, Epal og Reykjavík Fashion Festival. Þarna verður því sannkallaður suðupottur,“ bætir hún við. Kristín María segir hópinn fjölbreyttan í ár og að sýningargestir komi til með að sjá afar ólíka hluti; húsgögn, nytjahluti, skrautmuni og margt fleira. "Þetta er ört stækkandi fag og í því er mikil gróska. Sýningin er þar af leiðandi mikilvægur vettvangur til að koma afurðunum á framfæri. Vöru- og iðnhönnun er einn angi skapandi greina þar sem verið er að skapa verðmæti með hugviti. Fólk fer afar mismunandi leiðir og ferlið er ólíkt, bæði hvað varðar efni og hugmyndafræði. Það sem vöru- og iðnhönnuðir eiga þó sameiginlegt er að þeir skapa vörur eða hluti sem hægt er að framleiða. Ferlið fram að framleiðslu er mörgum hulið og ekki allir sem gera sér grein fyrir því hversu mikil þróunarvinna liggur að baki,“ segir Kristín María. Hún hvetur alla til að líta við í Hörpu og skoða þessar nýjungar í hönnunarflórunni en sýningin verður opin fram á sunnudag. Opnunarhófið á fimmtudag hefst klukkan 20. Heimsljós. Ljós innblásin af jörðinni, tunglinu og mars eftir Maríu Sjöfn Dupuis Davíðsdóttur.Krukka. Sköpun með endurnýtingu og virðingu að leiðarljósi eftir Daníel Hjört Sigmundsson og Lindu Mjöll Stefánsdóttur. Þau vinna með hráefni sem er gamalt eða dæmt úr leik og vekja það til lífs á ný.Stóll þarf ekki bara að vera stóll. Inga Sól Ingibjargardóttir blandar saman gömlum og nýjum aðferðum og útkoman er ekki alltaf fyrirsjáanleg.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira