Fékk að æfa með strákaliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2013 06:00 Katrín Jónsdóttir segir árlegt æfingamót í Portúgal skipta íslenska kvennalandsliðið miklu máli. NordicPhotos/Getty Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, fer fyrir íslenska landsliðinu í Algarve-bikarnum sem hefst í Portúgal á morgun. Katrín stendur á tímamótum því hún er flutt frá Stokkhólmi norður til Umeå þar sem hún spilar með heimaliðinu í sænsku úrvalsdeildinni í ár. Það var ljóst að hún yrði ekki áfram hjá Djurgården sem féll í fyrra. „Síðasta tímabil var rosalega erfitt og það er frábært fyrir mig að fá tækifæri til að spila áfram í þessari deild og þá með svona góðu liði," segir Katrín. „Gengi liðsins í fyrra var undir væntingum og fólk var svekkt yfir því. Núna í ár er sett stefnan á það að berjast í efri hluta deildarinnar," segir Katrín, sem er langelst í liðinu. „Þetta er mjög ungt lið. Það eru nokkrar fæddar 1988 og þá eru þær nú allavega orðnar 25 ára," segir Katrín létt, en hún verður 36 ára í lok maí. Katrín er nýflutt norður til Umeå en fram að því átti hún góða að í Stokkhólmi. „Ég er búin að vera að æfa með kvennaliði Djurgården og 17 ára strákaliði Brommapojkarna. Djurgården var almennilegt að leyfa mér að æfa með þeim til að byrja með og svo var það Magni Fanndal, sem er að þjálfa 19 ára karlaliðið hjá Brommapojkarna, sem kom mér í samband við sautján ára þjálfarann," segir Katrín en hvernig er að æfa með strákunum? „Það var mjög fínt og ég hefði viljað æfa oftar með þeim. Það var rosagott að geta fengið smá tempóæfingar og nauðsynlegt fyrir mig. Það var ekkert mál að halda sér í formi í ræktinni og byggja þar upp styrk og hlaupaform. Hlaupaformið var orðið mjög fínt en til þess að halda fótboltaforminu verður maður að vera í fótbolta. Það er gott að prófa eitthvað nýtt því það þýðir ekki bara að hlaupa eða lyfta. Það þarf að sparka í bolta líka," segir Katrín. Katrín er læknir en notar nú tækifærið til að bæta við sig menntun á meðan hún klárar fótboltaferilinn. „Ég mun halda áfram sérnámi mínu í heimilislækningum. Hér er það þannig að helmingurinn af sérnáminu fer inn á spítala og maður þarf að redda sér plássi inni á spítala. Ég ákvað að taka augn- og háls-, nef- og eyrnalækningar meðan ég er hér," segir Katrín. „Ég mun bara vera í fimmtíu prósenta stöðu þannig að þetta verður miklu minna álag en á síðasta ári. Það þarf samt að vera eitthvað. Fyrsta árið mitt í Djurgården var ég ekki að vinna. Það er ekkert mál í smá tíma en eftir smá tíma er það bara mannskemmandi að vera bara í fótbolta. Maður þarf að vera í einhverju öðru til að örva heilann," segir Katrín. Algarve-bikarinn skiptir íslenska landsliðið miklu máli enda mikilvægur fyrir Evrópumótið næsta sumar. Katrín þekkir þetta mót vel enda mætt til Portúgal í níunda skiptið á ferlinum. „Þetta er frábært mót fyrir okkur. Þetta eru margir leikir og það eru margir leikmenn sem fara með. Margir leikmenn fá tækifærið og ná sér í reynslu. Við fáum virkilega að reyna á okkur og sjá hvar við stöndum, sem er gríðarlega mikilvægt og þá sérstaklega á EM-ári. Það munu verða gerð mistök á þessu móti og við munum reyna að laga það og vera búnar að bæta það þegar við komum á EM. Það uppgötvar maður ekki með því að spila við lélegan mótherja," sagði Katrín að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, fer fyrir íslenska landsliðinu í Algarve-bikarnum sem hefst í Portúgal á morgun. Katrín stendur á tímamótum því hún er flutt frá Stokkhólmi norður til Umeå þar sem hún spilar með heimaliðinu í sænsku úrvalsdeildinni í ár. Það var ljóst að hún yrði ekki áfram hjá Djurgården sem féll í fyrra. „Síðasta tímabil var rosalega erfitt og það er frábært fyrir mig að fá tækifæri til að spila áfram í þessari deild og þá með svona góðu liði," segir Katrín. „Gengi liðsins í fyrra var undir væntingum og fólk var svekkt yfir því. Núna í ár er sett stefnan á það að berjast í efri hluta deildarinnar," segir Katrín, sem er langelst í liðinu. „Þetta er mjög ungt lið. Það eru nokkrar fæddar 1988 og þá eru þær nú allavega orðnar 25 ára," segir Katrín létt, en hún verður 36 ára í lok maí. Katrín er nýflutt norður til Umeå en fram að því átti hún góða að í Stokkhólmi. „Ég er búin að vera að æfa með kvennaliði Djurgården og 17 ára strákaliði Brommapojkarna. Djurgården var almennilegt að leyfa mér að æfa með þeim til að byrja með og svo var það Magni Fanndal, sem er að þjálfa 19 ára karlaliðið hjá Brommapojkarna, sem kom mér í samband við sautján ára þjálfarann," segir Katrín en hvernig er að æfa með strákunum? „Það var mjög fínt og ég hefði viljað æfa oftar með þeim. Það var rosagott að geta fengið smá tempóæfingar og nauðsynlegt fyrir mig. Það var ekkert mál að halda sér í formi í ræktinni og byggja þar upp styrk og hlaupaform. Hlaupaformið var orðið mjög fínt en til þess að halda fótboltaforminu verður maður að vera í fótbolta. Það er gott að prófa eitthvað nýtt því það þýðir ekki bara að hlaupa eða lyfta. Það þarf að sparka í bolta líka," segir Katrín. Katrín er læknir en notar nú tækifærið til að bæta við sig menntun á meðan hún klárar fótboltaferilinn. „Ég mun halda áfram sérnámi mínu í heimilislækningum. Hér er það þannig að helmingurinn af sérnáminu fer inn á spítala og maður þarf að redda sér plássi inni á spítala. Ég ákvað að taka augn- og háls-, nef- og eyrnalækningar meðan ég er hér," segir Katrín. „Ég mun bara vera í fimmtíu prósenta stöðu þannig að þetta verður miklu minna álag en á síðasta ári. Það þarf samt að vera eitthvað. Fyrsta árið mitt í Djurgården var ég ekki að vinna. Það er ekkert mál í smá tíma en eftir smá tíma er það bara mannskemmandi að vera bara í fótbolta. Maður þarf að vera í einhverju öðru til að örva heilann," segir Katrín. Algarve-bikarinn skiptir íslenska landsliðið miklu máli enda mikilvægur fyrir Evrópumótið næsta sumar. Katrín þekkir þetta mót vel enda mætt til Portúgal í níunda skiptið á ferlinum. „Þetta er frábært mót fyrir okkur. Þetta eru margir leikir og það eru margir leikmenn sem fara með. Margir leikmenn fá tækifærið og ná sér í reynslu. Við fáum virkilega að reyna á okkur og sjá hvar við stöndum, sem er gríðarlega mikilvægt og þá sérstaklega á EM-ári. Það munu verða gerð mistök á þessu móti og við munum reyna að laga það og vera búnar að bæta það þegar við komum á EM. Það uppgötvar maður ekki með því að spila við lélegan mótherja," sagði Katrín að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira