Gunnar myndi aldrei neita Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. mars 2013 08:00 Gunnar Nelson hafði betur gegn Jorge Santiago á stigum í London í síðasta mánuði. Mynd/NordicPhotos/Getty Gunnar Nelson mun keppa á stærsta sviði UFC-bardagaheimsins þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Mike Pyle á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, segir að þeir hafi gert munnlegt samkomulag þess efnis og vissi hann ekki betur en svo en að Pyle hefði gert slíkt hið sama. „Joe Silva, svokallaður „matchmaker" hjá UFC, hringdi klukkan fjögur í nótt. Ég hafði samband við Gunnar og við vorum búnir að samþykkja bardagann hálftíma síðar," segir Haraldur við Fréttablaðið. „Það var þó ekki erfitt að svara þessu símtali enda mikill heiður fyrir Gunnar að fá að berjast við svo hátt skrifaðan kappa á stærsta sviðinu í UFC." Mike Pyle er 37 ára gamall og margreyndur í íþróttinni. Hann hefur unnið 24 af 32 MMA-bardögum sínum og þrjá í röð, sem allir unnust á rothöggi í fyrstu lotu. Hann er einnig góður í gólfinu og hefur unnið sextán af 24 bardögum þar. „Pyle er númer þrettán á heimslistanum í veltivigtinni, mjög fjölhæfur og flottur bardagakappi. Þótt hann sé 37 ára þykir það góður aldur fyrir MMA og Pyle er þekktur fyrir að vera mjög hraður og hafa mikið úthald. Þjálfari Gunnars, John Kavanaugh, er mikill aðdáandi Pyle," segir hann. Dana White, forseti UFC, sagði nýverið að Gunnar ætti bjarta framtíð fyrir sér í íþróttinni og að því ætlaði hann að fara sparlega með Gunnar fyrst um sinn. Gunnar gaf svo sjálfur til kynna að hann myndi líklega berjast áfram í Evrópu um sinn. „Þetta hefur greinilega eitthvað breyst því þeir kalla nú Gunnar eins snemma til baka og mögulegt er. Gunnar hefur greinilega náð að heilla þá nægilega mikið til þess að tefla honum fram á stærsta sviði UFC," segir Haraldur en hann á þó síður von á því að bardagi Gunnars verði í hópi þeirra bardaga sem eru á aðaldagskrá kvöldsins. „Við báðum um það en þeir gátu engu lofað. Í fullri hreinskilni tel ég ekki miklar líkur á því. Það eru stórir bardagar á dagskránni, til dæmis titilbardagi í þungavigt, og Gunnar er þar að auki að berjast í Bandaríkjunum í fyrsta sinn." Fullvíst er að þetta verði stærsti og erfiðasti bardagi Gunnars, sem er enn ósigraður, til þessa. Haraldur segir þó að það hafi ekki hvarflað að þeim að neita þessu tækifæri. „Aldrei. Gunnar myndi aldrei neita bardaga vegna þess að andstæðingurinn þykir of sterkur. Hann lítur á það sem áskorun að berjast við hærra skrifaða kappa," segir Haraldur en hefur auðvitað fulla trú á sínum manni. „Ég er sannfærður um að Gunnar muni vinna Pyle, eins og alla aðra." Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira
Gunnar Nelson mun keppa á stærsta sviði UFC-bardagaheimsins þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Mike Pyle á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, segir að þeir hafi gert munnlegt samkomulag þess efnis og vissi hann ekki betur en svo en að Pyle hefði gert slíkt hið sama. „Joe Silva, svokallaður „matchmaker" hjá UFC, hringdi klukkan fjögur í nótt. Ég hafði samband við Gunnar og við vorum búnir að samþykkja bardagann hálftíma síðar," segir Haraldur við Fréttablaðið. „Það var þó ekki erfitt að svara þessu símtali enda mikill heiður fyrir Gunnar að fá að berjast við svo hátt skrifaðan kappa á stærsta sviðinu í UFC." Mike Pyle er 37 ára gamall og margreyndur í íþróttinni. Hann hefur unnið 24 af 32 MMA-bardögum sínum og þrjá í röð, sem allir unnust á rothöggi í fyrstu lotu. Hann er einnig góður í gólfinu og hefur unnið sextán af 24 bardögum þar. „Pyle er númer þrettán á heimslistanum í veltivigtinni, mjög fjölhæfur og flottur bardagakappi. Þótt hann sé 37 ára þykir það góður aldur fyrir MMA og Pyle er þekktur fyrir að vera mjög hraður og hafa mikið úthald. Þjálfari Gunnars, John Kavanaugh, er mikill aðdáandi Pyle," segir hann. Dana White, forseti UFC, sagði nýverið að Gunnar ætti bjarta framtíð fyrir sér í íþróttinni og að því ætlaði hann að fara sparlega með Gunnar fyrst um sinn. Gunnar gaf svo sjálfur til kynna að hann myndi líklega berjast áfram í Evrópu um sinn. „Þetta hefur greinilega eitthvað breyst því þeir kalla nú Gunnar eins snemma til baka og mögulegt er. Gunnar hefur greinilega náð að heilla þá nægilega mikið til þess að tefla honum fram á stærsta sviði UFC," segir Haraldur en hann á þó síður von á því að bardagi Gunnars verði í hópi þeirra bardaga sem eru á aðaldagskrá kvöldsins. „Við báðum um það en þeir gátu engu lofað. Í fullri hreinskilni tel ég ekki miklar líkur á því. Það eru stórir bardagar á dagskránni, til dæmis titilbardagi í þungavigt, og Gunnar er þar að auki að berjast í Bandaríkjunum í fyrsta sinn." Fullvíst er að þetta verði stærsti og erfiðasti bardagi Gunnars, sem er enn ósigraður, til þessa. Haraldur segir þó að það hafi ekki hvarflað að þeim að neita þessu tækifæri. „Aldrei. Gunnar myndi aldrei neita bardaga vegna þess að andstæðingurinn þykir of sterkur. Hann lítur á það sem áskorun að berjast við hærra skrifaða kappa," segir Haraldur en hefur auðvitað fulla trú á sínum manni. „Ég er sannfærður um að Gunnar muni vinna Pyle, eins og alla aðra."
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira